Eir og REI, sömu stafir, sitthvort nafn.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er nú í kröppum dansi í annað sinn á fimm árum. 2007 hét það REI-málið en nú er málið kennt við Eir.

Best er að bíða og sjá til hverju fram vindur í þessu nýja máli áður en farið er að dæma um það. 

Hins vegar vakur athygli mína, að fyrir einstæða tilviljun er á ferðinni orð með jafnmörgum stöfum og þeim sömu og í fyrra máli Villa, gamla góða Villa, 2007 er það REI, en 2012 Eir.


mbl.is Íbúar upplýstir um erfiða stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ómar Ragnarsson.

Við skulum ekki saka Vilhjálm Þ Vilhjálmsson um það sem hefur skeð og blanda Orkuveitu Reykjavíkur inn í það mál. Fyrir það fyrsta var þarna maður sem réði ríkjum sem hét Sigurður Helgi Guðmundsson sem rak sjálfsagt þetta á sömu kennitölu eins og þau sem starfa nú. Nú allt í einu kemur þetta mál upp, þegar nýjar öryggisíbúðir sem eiga að afhentast árið 2014, þessar íbúðir kosta mikla peninga sem hugsanlegur orsaka vandi eins og hjá okkur öllum. Það sem vekur athygli mína hvers vegna var þetta ekki ljóst fyrr spyr sá sem ekki veit neitt.

Mér finnst hinsvegar vekja athygli mína þegar ákveðið er að kalla eina af dýrustu endurskoðenda skrifstofu landsins að rannsaka sjálfan sig, þegar Eir á ekki fyrir skuldbindingum. Hvaða umboð hafa þeir til að kalla til Endurskoðenda skrifstofu á dýru verði? Hverjir tóku þessa ákvörðun?

Stjórn.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson nú formaður.

Magnús L. Sveinsson varaformaður.

Stefán Benidiktsson

Helga Eysteinsdóttir

Fanney Proppé Eiríksdóttir

Þórunn Sveinbjörnsdóttir

Eftir þessa upptalningu tel ég ekki annað fært að öll stjórn segi af sér. Því þetta er ekki að koma upp nú sjálfsagt búið að vera vandamál lengi. Eins vilja menn vita hverjir tóku þá ákvörðun að hefja miljarða framkvæmdir? Þetta skulu við öll hafa í huga og gæta nærveru sálar. Þarna býr fólk sem búið er að leggja sinn ævi sparnað inn í þetta form, og stendur ráðalaust hvað beri að gera.

Þess vegna bið ég ykkur lögmenn að hjálpa þessu fólki og vera þeim innan handar um sín vandamál varðandi búsetu. Ég bið alla að bíða eftir niðurstöðu, vera ekki að blása þetta mál upp, því nóg er komið af rugli í þessu þjóðfélagi okkar.

Jóhann Páll Símonarson, 5.11.2012 kl. 20:00

2 identicon

Stafað afturábak?? I E R er ekki Eir Ómar minn.

gulli (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 20:00

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ef þið kjósið ekki öll Sjálfstæðisflokkinn verðið þið rekin af elliheimilinu!," sagði Gísli og brosti svo fallega.

Þorsteinn Briem, 5.11.2012 kl. 20:25

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Græddur aldrei geymdur eyrir,
gamlingjunum enginn eirir,
en margur varð af aurum api,
öllu held ég Villi tapi.

Þorsteinn Briem, 5.11.2012 kl. 20:51

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk, Gulli minn, fyrir ábendinguna, ég orðaði þetta ekki rétt eins og þetta var fyrst og er búinn að laga það með því að breyta um orðalag.

Ómar Ragnarsson, 5.11.2012 kl. 23:03

6 identicon

Nú hefur kosningalögum verið breytt sem betur fer og gamla fólkið á hjúkrunarheimilum getur væntanlega valið sér aðstoðarmann við að kjósa.

Í gegnum árin hefur þessi grunur legið fyrir að ýmsir óvandaðir aðilar hafa aðstoðað gamla fólkið við kosningar

Kristbjörn Árnason (IP-tala skráð) 6.11.2012 kl. 07:53

7 identicon

Vil vekja athygli á stofnskrá Eirar frá 2011 í Stjórnartíðindum en þar kemur fram að Ríkisendurskoðun sé endurskoðandi Eirar. 

http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=969009a3-0d50-47f5-aa0d-32f6beaa1af6

Það virðist hinsvegar aldrei hafa komist á koppinn.  Væntanlega er það ráðgjafaarmur KPMG en ef sama fyrirtæki er að endurskoða finnst mér það kurteisi við gamla fólkið að fá ótengdan aðila til að leggjast yfir málin. Ég held að það væri öllum fyrir bestu að málið verði rannsakað í kjölin þ.a. hér séu menn ekki bornir röngum sökum.  Menn eru jú saklausir uns sekt er sönnuð.  Líka Villi Vill og Sigurður Helgi.  Finnst samt með ólíkindum að sjá stjórnarformanninn Villa senda endurskoðendum sneið jafnvel þótt þeir geti mögulega litið í eigin barm.  Eftirlit  félaga er í höndum stjórnar eins og sjá má í 8. grein stofnskrár þar sem segir "

"Stjórn Eirar fer með fjármál, framkvæmdir og önnur málefni hennar og annast um að skipulag og starfsemi hennar sé jafnan í réttu og góðu horfi. Stjórnin ræður jafnframt framkvæmdastjóra; framkvæmdastjóra lækninga, framkvæmdastjóra hjúkrunar og aðra stjórnendur.

Stjórnin skal annast um að eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna hennar."

Hvern svo sem stjórn ræður til þess að sinna eftirliti fyrir sína hönd er á ábyrgðin alltaf á endanum hennar sjálfrar.  Menn eru bara saman í klípu og eiga ekki að kasta ábyrgð hver í annan.  Það lítur satt best að segja ekki vel út fyrir málsaðila. 

Leysa verður þetta mál fyrir gamla fólkið og vinda ofan af þessu fljótt með greiðslum frá stofnendum Eirar.  Ef ekki, þarf að rannsaka þetta mál af lögreglu að mínu mati, ekki oft sem ég er sammála Birni Val, en er það núna.  Hluti af þeirri rannsókn hlýtur að vera könnun á hagsmunatengslum og öðrum tengslum milli þeirra sem högnuðust á leiðinni og þeirra sem höfðu með ákvarðanir að gera.  Vonandi er ekkert óeðlilegt þar að finna.  Nóg komið af vitleysunni hérna í okkar litla landi.

 Jón Ó

Jón Ó (IP-tala skráð) 6.11.2012 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband