Þarf að byrja á réttum enda.

Tvö stríð, sem nú eru háð í heiminum eiga það sammerkt að sífellt er herjað á þeim enda þess sem lýtur að framboðinu en ekki á þeim enda, sem lýtur að eftirspurninni.

Þetta eru stríðið við fíkniefnin og stríðið varðandi orkuvandann. Meðan eftirspurnin eftir fíkniefnum vex er tómt mál að tala um að berjast við framboðið. Aukin eftirspurn eykur verðið á vörunni og þar með líkurnar á ábatasamri glæpastarfsemi.

Svipað á við um orkuvandann. Það þýðir lítið að tala um árangur meðan nýting mengandi og óendurnýjanlegra orkugjafa eykst í takt við kröfuna um sífelldan hagvöxt, eftirspurn og neyslu.

Athyglisvert er að í skýrslu IEA um þetta mál er ekki minnst á þann möguleika að Norðmenn virki óvirkjað vatnsafl í landinu, en það er, hvað magn snertir, álíka mikið og óvirkjað vatnsafl hér á landi.

Norska vatnsaflið er þó mun umhverfisvænna en hið íslenska, eingöngu tær vatnsföll, ígildi eilífðarvéla, og afturkræfar virkjanir vegna þess að ekki sest aurset í miðlunarlónin og hægt er að fjarlægja stíflurnar.

Íslensku vatnsföllin eru hins vegar flest jökulár með aurburði sem fyllir miðlunarlónin upp og valda því óafturkræfum umhverfisspjöllum, víða gríðarmiklum.

Þar að auki er norska hálendið, sem fóstrar mest af því vatnsafli, sem óvirkjað er þar í landi, hvergi nærri jafn merkilegt og það íslenska, sem telst í hópi 40 merkustu náttúruverðmæta heims á sama tíma og norska hálendið og sjálfur Yellowstone þjóðgarðurinn í Bandaríkjunum komast ekki á blað.


mbl.is Norðurlöndin verða að gera breytingar á orkunotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framleiðslugeta vatnsorkuveranna í Noregi er 113 TWh/a, um 60% af þeirri vatnsorku sem þar væri hægt að virkja.

Og framleiðsla vatnsorkuveranna hefur lítið aukist frá árinu 1990, samkvæmt skýrslu sem Þorkell Helgason skrifaði fyrir forsætisráðuneytið um skattlagningu orkufyrirtækja í Noregi.

Þorsteinn Briem, 11.2.2013 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband