Ef annað dugar ekki verður meirihlutinn að ráða en ekki neitunarvald

Í 70 ár hefur það komið í veg fyrir gerð heillar nýrrar stjórnarskrár að ævinlega hafa einhverjir borið það fyrir sig að alger eining yrði að ríkja um málið og komist upp með það að beita neitunarvaldi. 

Fjöldi góðra tilrauna til þess, til dæmis hjá Bjarna Benediktssyni 1953 og Gunnari Thoroddsen 1983, rann út í sandinn vegna beitingar slíks neitunarvalds.  

Það er út af fyrir sig æskilegast að allir séu sammála um lausn víðfangsefna. Stjórnlagaráði tókst að afgreiða frumvarp sitt einróma, 25-0 þótt enginn fulltrúa væri ánægður með allt í því. 

Þetta, að allir séu sammála, á við um stærðfræðidæmi og efnafræðii- og eðlisfræðiformúlur. En um mannleg málefni er þetta erfiðara og oft, jafnvel við samningu stjórnarskráa hér á landi og erlendis, hefur, þegar ekki hefur fengist samstaða, orðið að grípa til þess að meirihlutinn ráði.

Þetta gerðist í stærstu breytingu núverandi stjórnarskrár 1959 þegar Framsóknarflokkurinn, annar stærsti stjórnmálaflokkurinn lagðist gegn þeirri sjálfsögðu breytingu og lýðræðisumbót, eftir að hafa haldið málinu að mestu í heljargreipum í 32 ár.  

Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn leikið þennan leik í fjögur ár og reynt að tefja fyrir málinu og eyða því á alla lund, allt frá því er þingmenn flokksins beittu strax málþófi til að stöðva það á útmánuðum 2009. 

Samt telja 18% stuðningamanna flokksins brýnt að afgreiða málið fyrir þingkosningar samkvæmt skoðanakönnun, og hlutföllin á milli þeirra sem telja það brýnt og inna sem telja það ekki brýnt eru 45 á móti 39.

Miðað við fjögurra ára andóf Sjallanna gegn málinu tel ég fullreynt að ekki sé hægt að fá þá til að fallast á það, sem varð niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu í október þ. e. að leggja frumvarp stjórnlagaráðs til grundvallar nýrrar stjórnarskrár.

Það eru mörg dæmi fyrir því, bæði hér á landi og erlendis að stórmál hafi orðið að leiða til lykta með því að meirihlutinn ráði.  

Þannig var það naumur meirihluti sem samþykkti stjórnarskrá Bandaríkjanna í upphafi.

Og 1961 var það naumir meirihluti á Alþingi sem samþykkti samninga við Breta um lausn landhelgismálsins.  

  


mbl.is 45% vilja afgreiða frumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þetta, að allir séu sammála, á við um stærðfræðidæmi og efnafræði- og eðlisfræðiformúlur. En um mannleg málefni er þetta erfiðara ..."

Stærðfræðidæmi og efnafræði- og eðlisfræðiformúlur eru sem sagt ekki mannleg málefni.

Og hænur kunna að telja upp að vissu marki en Ómar Ragnarsson er náttúrlega ekki hæna.

Hagfræði, sem telst eins og stjórnmálafræði til félagsvísinda í Háskóla Íslands, er aðallega stærðfræði.


Þorvaldur Gylfason
hefur kennt hagfræði við Háskóla Íslands en hann er sjálfsagt ekki mannlegur.

Þar að auki er þekking í öllum fræðigreinum sífellt að breytast og hægt að þvarga um efnafræði og stærðfræði eins og hvað annað.

Þannig kom Albert Einstein með afstæðiskenninguna á sínum tíma, eins og sumum er kunnugt.

En hann var sjálfsagt ekki mannlegur frekar en Þorvaldur Gylfason.

Þorsteinn Briem, 3.3.2013 kl. 21:55

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Við höfum stjórnarskrá og hún hefur þróast með okkur þann stutta tíma sem við höfum átt hanna og hún mun gera það áfram, nema við flækjumst innum einstefnulokann í Evrópusambandið, þá þurfum við enga stjórnarskrá.

En það er verulega undarlegt hvað þið sem höfðuð rangt fyrir ykkur í Icesave rugglinu liggur rosalega mikið á að berja í gegn bara einkverskonar stjórnarskrár nefnu.  Hvað liggur að baki, er það ekki það sama og með Icesave?

Hrólfur Þ Hraundal, 3.3.2013 kl. 23:00

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þjóðaratkvæðagreiðslan gildir ef allt það sem þjóðin kaus um verður óbreytt. Annars er þetta bara vel útfært stjórnsýsluleikrit.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.3.2013 kl. 23:23

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég skoraði á forseta Íslands að nota málskotsréttinn í Iceasave málinu. Hafði ég sem sagt rangt fyrir mér?

Ómar Ragnarsson, 4.3.2013 kl. 12:20

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Með orðinu mannlegur er ég að reyna að grípa erlenda hugtakið human, eða húmaniskt, samanber skiptingu fræða í húmanisk fræði og raungreinar.

Ómar Ragnarsson, 4.3.2013 kl. 12:29

6 identicon

Ómar

Hvað hefur 2-3 milljarða stjórnarskráin með lífskjör almennings að gera það sem að snýr að venjulegu fólki sem ekki hefur alið manninn á ríkisjötunni er að geta búið í öruggu húsnæði og átt fyrir salti í grautinn

end sýnir það sig í skoðannakönnunum að lýðræðisvaktin mælis varla

sæmundur (IP-tala skráð) 4.3.2013 kl. 13:05

7 identicon

Aukin réttur kjósenda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um einstök mál gæti nú haft býsna mikið með lífkjör almennings að gera!

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 4.3.2013 kl. 19:12

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í nýju stjórnarskránni eru ákvæðium það sem þú ert að tala, Sæmundur, um rétt til húsnæðis, viðurværis og heilsugæslu.

Ekkert slíkt er í núverandi stjórnarskrá.

Hvað skoðankannanir snertir eru mjög miklar sveiflur frá könnun til kannanar og miðað við hraða og stærð þessara sveiflna getur margt gerst fram að kosningum eftir sjö vikur.

Björt framtíð sveiflast til dæmis núna á skömmum tíma úr 16% niður í helming þess og hefur þó verið á stjái í allan vetur.

Lýðræðisvaktin er spánný og nánast óþekkt í samanburðinum, en þó sést talan 2,6%.

Ómar Ragnarsson, 4.3.2013 kl. 19:59

9 identicon

En Ómar stendur eitthvað um það hvernig á að fjármagna það ???

sæmundur (IP-tala skráð) 4.3.2013 kl. 21:16

10 Smámynd: Kristinn Daníelsson

Ef stjórnlagaráð hefði farið í verkefnið eins og þingsályktunartillagan lagði verkefnið fyrir ráðið, þá væri hugsanlega markvissari umræða um stjórnarskrárbreytingar. Stjórnlagaráði auðnaðist ekki að fara eftir tillögunni heldur fór þá leið að færast allt of mikið í fang á allt of skömmum tíma sem hlaut að enda eins og það ætlar að enda.

Það er síðan fáránlegt að kenna einhverjum öðrum en stjórnlagaráði sjálfu og ríkisstjórnarflokkunum um hvernig komið er fyrir þessu máli.

Kristinn Daníelsson, 6.3.2013 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband