Það þarf ekki 1500-3000 kíló af stáli til að flytja 100 kíló af mannakjöti.

Segway-skutlurnar eru gott dæmi um það að það þarf ekki 1500-3000 kíló af stáli til að flytja 100 kíló af mannakjöti á milli staða.  

Að meðaltali eru 1,3 um borð í hverjum bíl og það eru því um 100 kíló, sem bíllinn flytur.

Skondið er að sjá þá furðu algengu sjón þegar 3000 kílóa pallbíll rennir upp að Bónusverslun og út stígur ein manneskja sem ætlar að versla þar og spara í daglegri verslunarferð sinni á bílnum góða.


mbl.is Fólk snýr sér við og tekur myndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona svipað og að sjá reykspúandi flugvélarrellu þvælast um í tæru fjallaloftinu með einn sjálfhverfan umhverfisverndarsinna innanborðs.

Óskar (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 00:51

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem ekki eru á ferðalögum utan síns heimabæjar ferðast þar flestir nær daglega til og frá skóla og vinnu. Og fólk er yfirleitt ekki á ferðalögum utan síns heimabæjar nema nokkrar vikur á ári.

Langflestir menga því mun meira í sínum heimabæ en utan hans, hvort sem þeir búa hérlendis eða erlendis.


Í hverri rútu og flugvél eru yfirleitt fjölmargir farþegar en í hverjum einkabíl á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi er eingöngu bílstjórinn í fjölmörgum tilfellum.

Ef erlendir ferðamenn kæmu ekki hingað til Íslands myndu þeir ferðast til annarra landa og menga álíka mikið í þeim ferðum.

Og innan við 1% af flugvélaflota Evrópu flýgur með farþega sem hér dvelja.

Þorsteinn Briem, 27.6.2013 kl. 01:00

3 identicon

Ætli Toyota 4Runner 1800 kílóa jöklabíl, árgerð 1992 með númerinu TB 594 á 38 tommu dekkjum hafi einhverntíman sést fyrir utan Bónus?

Aðalst.1 (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 01:09

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útstreymi árið 2007 (CO2-ígildi):

Samgöngur:


"Útstreymi frá samgöngum árið 2007 skiptist í útstreymi vegna innanlandsflugs (2%), strandsiglinga (6%) og vegasamgangna (92%).

Nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda hér á Íslandi, sjá bls. 30-36

Þorsteinn Briem, 27.6.2013 kl. 01:13

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vísindavefurinn:

"Regnskógareyðing er í öðru sæti, á eftir notkun jarðefnaeldsneytis, yfir það sem veldur mestri koltvíildismengun á jörðinni.

Skógareyðing á einum degi losar meira koltvíildi út í andrúmsloftið en tugþúsundir flugvéla sem fljúga á milli Bandaríkjanna og Evrópu
."

Þorsteinn Briem, 27.6.2013 kl. 01:19

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Harla ólíklegt þykir mér að Ómar Ragnarsson skreppi í verslanir í Reykjavík á stórum bílum eingöngu til að kaupa í matinn.

Ég hef séð Ómar þrisvar á bíl í miðbæ Reykjavíkur síðastliðin ár og í öll skiptin var hann á einum minnsta bíl landsins með einkanúmerinu ÁST.

Meirihluti nemenda
í Háskóla Íslands fer nú í skólann gangandi, hjólandi eða í strætisvagni.

Þorsteinn Briem, 27.6.2013 kl. 03:07

7 Smámynd: Huckabee

Ómar þekkir sporin

Huckabee, 27.6.2013 kl. 05:21

8 identicon

Ég skal veðja á það að mestöll eldsneytisbrennsla á Íslandi á sér stað á ca 5% af landinu. Flestir eru einir í bíl.
"fótspor" flugvéla eru sáralítil miðað við bílabrennsluna, og talandi um fótspor, þá er t.a.m. meira áli hent í ruslið árlega, heldur en massinn af áli m. lofthæfnisskírteini.
Öllum finnst svo gott að geta "farið erlendis" (hehe) með flugfarkostum.
Legg ég til það ráð, að fólk skoði móðuna yfir borgum og bæjum á slíkum leiðum.

Jón Logi (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 09:52

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

IMG_4542

Þorsteinn Briem, 27.6.2013 kl. 12:24

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.6.2013 (í dag):

"Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, setti upp sérstakan bónuspott að andvirði fjögurra milljóna Bandaríkjadala [hálfs milljarðs íslenskra króna], sem ætlaður var stjórnendum félagsins fyrir að viðhalda og þróa enn frekar verkefni félagsins í Helguvík.

Greiddir voru út bónusar á árunum 2010-2012
en sem kunnugt er hefur Norðurál unnið að því að reisa álver í Helguvík frá árinu 2005.

Þessir bónusar voru ætlaðir til að þróa og viðhalda verkefninu í Helguvík en ekki endilega til að klára það, þ.e. koma upp álverinu.

Hlutverk stjórnenda var að tryggja félaginu samninga um orkukaup
, flutning á raforku og aðra nauðsynlega samninga og viðhalda vinnu sem þegar hafði verið unnin."

Bónusar fyrir Helguvík

Þorsteinn Briem, 27.6.2013 kl. 13:00

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Toyota jeppanum þeim arna var ekið innan við þúsund kílómetra á síðasta ári, annars vegar vegna kvikmyndagerðar um akstur mismunandi bíla í óbyggðum fyrir samnefnda mynd og hins vegar vegna ferðar aðra leiðina á Brúaröræfi.

Þar stóð hann ónotaður í átta mánuði.

Akstur minn á jöklabílum af þessari stærð hefur numið um 2-300 kílómetrum á ári að meðaltali síðasta áratug.

Þegar mögulegt hefur verið hef ég notað tvo minnstu jöklajeppa landsins í myndatökuferðir um jökla landsins.

Ómar Ragnarsson, 27.6.2013 kl. 13:02

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Við þetta má bæta að í meira en 90% af akstri mínum á hverju ári nota ég minnstu bíla landsins. En greinilegt er að mörgum finnist það ekki nóg heldur hefði ég fyrir löngu átt að leggja niður öll kvikmyndatökuferðalög á landi og í lofti.

Ómar Ragnarsson, 27.6.2013 kl. 13:05

13 identicon

Steini Briem  á jöklabílnum

spólar burtu mosa

bullið kemur ur penna  þínum

bloggið Þarf við  þig að losa

BMX (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 14:18

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég hélt að þúfutittlingarnir hétu AMX.

Þorsteinn Briem, 27.6.2013 kl. 14:23

15 identicon

Steini Briem a bloggi vokar

 Ómar ekki  á hann lokar

Ræpan úr hans munni rennur

gerir Ómari marger glennur

BMX (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 15:03

16 identicon

Steini Briem a bloggi vokar

 Ómar ekki  á hann lokar

Ræpan úr hans munni rennur

gerir Ómari margar glennur

BMX (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 15:04

17 identicon

S....  í skvapinu situr

gapir um   víðan völl

með gríðar stóran b...

BMX (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 16:22

18 identicon

Ég get fullyrt að það er sama á hvernig bíl maður fer í Bónus maður sparar ekkert á því að fylla bíl af kalli og krökkum. Og gaman þætti mér að sjá Ómar á Segway með 7 Bónuspoka á leið að sækja krakka úr leikskóla. Það ætti ekki að vefjast fyrir svona súpermanni sem veit allt um hagi allra, hvernig bílar henta hverjum og hversu oft farið er í Bónus.

Ég tók eftir því í skrifum Ómars að hann minnist ekkert á það hvort hann ferðaðist, og fáir skila fleiri kílómetrum, einn í bílum og flugvélum eða hvort hann tæki ætíð með sér nokkra ferðafélaga. Sennilega er hann alltaf með fjölda fólks með sér eins umhugað og honum er um "einn ei aki neinn".

Hanna (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 16:31

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hún heitir Venus Þrá Hanna,
og hana ætti barasta að banna,
hún er of sexí,
henni vil rex í,
og öll hennar innstu lög kanna.

Þorsteinn Briem, 27.6.2013 kl. 17:49

20 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ósanngjörn umræða bendir á klaufdýrið.  Það er ekkert athuga vert við það að koma við í verslun á torfærubíl þegar svo ber undir.  Það væri kjánalegt að eyða olíu og tíma í það eitt að sækja öðruvísi farartæki til þess eins að fara í búðina. 

En svona til athugunnar að þá er til fullt af fólksbílum og jepplingum sem eiða mun meira en þessir gömlu Japönsku pallbílar, jafnvel þó þeir séu á 38“ og endist lengi.      

En rökrétt aðgerð stjórn valda væri að auðvelda fólki að eiga þau ökutæki sem henta hverju sinni.   

   

Hrólfur Þ Hraundal, 27.6.2013 kl. 20:15

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þúsundir Íslendinga eiga eyðslufreka bíla sem eru einungis fábjánaleg "stöðutákn".

Þorsteinn Briem, 27.6.2013 kl. 20:27

22 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Seinast þegar ég skildi minn bíl eftir í meira en 2 vikur þá bilaði hann. Það þarf að nota þetta. En, alas, minn bíll er ekki 3 tonn.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.6.2013 kl. 23:08

23 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í pistli mínum er ég aðeins að benda á afleiðingarnar af því þegar mokað var stórum bílum inn í landið í aðdraganda Hrunsins, sem nú eru óseljanlegir fyrir marga, og í pistlinum er ég að benda á það að ein af afleiðingunum af þessu er sú, að ýmsir virðast fara í daglegt snatt á miklu stærri bílum en þörf er á.  

Ómar Ragnarsson, 28.6.2013 kl. 00:30

24 identicon

Í Guðanna bænum reyndu að losa þig við þennan Steina Briem, svo maður geti farið að lesa kommentin þín í friði.

solthora (IP-tala skráð) 29.6.2013 kl. 02:19

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

"solthora",

Þú ert að sjálfsögðu nauðbeygð(ur) til að lesa allar athugasemdir á annarra manna bloggum.

Þar að auki ert þú svo mikill aumingi og ræfill að þú þorir ekki einu sinni að skrifa hér undir nafni.

Enginn
heitir Sólþóra eða Sólhóra og þaðan af síður "solthora".

Þorsteinn Briem, 29.6.2013 kl. 02:45

26 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég er sammála salthóru. Annars eru öll komment Steina merkt íkoninu hans þannig að auðvelt er að forðast að lesa þau.

Mér finnst ekkert skondið við það að sjá fólk fara út í sjoppu á tveggja tonna jepplingi sem kostaði svo mikið og eyðir svo miklu að það hefur ekki efni á því að fara í frí og eyða tíma með maka og börnum.

Hörður Þórðarson, 29.6.2013 kl. 07:40

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hörður Þórðarson,

Mér gæti ekki verið meira sama hvað þér og öðrum fáráðlingum finnst um það sem ég birti á þessu bloggi og annars staðar.

Það sem ég birti er lesið af þúsundum manna daglega
, enda á ég fimm þúsund vini á Facebook, þar á meðal þingmenn og ráðherra, sem lesa einnig það sem hér er birt.

Þorsteinn Briem, 29.6.2013 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband