Forneskja varðandi vald forsetans.

Það er auðvitað fráleitt á tímum nútímafjarskipta og þotuflugsamgangna að forseti Íslands skuli sjálfkrafa vera sviptur völdum við það eitt að skreppa til útlanda.

Reglur um þetta efni eru frá þeim tímum þegar ekki var hægt að komast til landins nema siglandi og fólk datt úr sambandi við heimalandið í utanferðum.

Ef það ætti að vera regla ferðalög ein séu nefnd sem ástæða valdsviptingar er fólgin í því stór mótsögn, því að forsetinn getur lent í því innanlands að vera mun fjær fjarskiptasambandi en ef hann er erlendis.

Ef hann er til dæmis í gönguferð um Hornstrandir dettur hann úr fjarskiptasambandi og missir jafnvel af möguleikum á gervihnattasambandi.

Ástæðan fyrir því að það fráleita ástand myndist skilyrðislaust að forseti missi völd við að fara í gegnum Leifsstöð, er orðalagið:   "...vegna dvalar erlendis eða af öðrum ástæðum..." í núverandi stjórnarskrá.Það hefur myndað þá venju og hefð í 69 ár að dvöl forsetans erlendis valdi sjálfkrafa sviptingu á valdi hans.  

Í frumvarpi stjórnlagaráðs er þetta mál einfaldað í 82. greininni þar sem segir: "Geti forseti ekki gegnt störfum um sinn vegna heilsufars eða af öðrum ástæðum fer forseti Alþingis með forsetavald á meðan." 

Þarna kemur orðalagið "...vegna heilsufars..." í staðinn fyrir "vegna dvalar erlendis" og er sett af þeim augljósu ástæðum að forseti geti misst heilsuna og það jafnvel óvænt og snögglega, til dæmis vegna slysfara eða áfalls, sem er auðvitað allt annars eðlis en það að fara í gegnum Leifsstöð.

Nú er rætt um málþóf á Alþingi vegna þessara forneskjulega ákvæðis í stjórnarskránni, sem er auðvitað fráleitt ástand á öld fullkominna heimsfjarskipta og þotuflugs.

Síðan er það athyglisvert hve oft hefur verið hægt að benda á ákvæði nýrrar stjórnarskrár í umræðu varðandi umbætur í ýmsum þjóðfélagsmálefnum síðustu mánuðina.  


mbl.is Málþóf þar til forsetinn kemur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.8.2012:

"Þegar forseti Íslands fer úr landi eru handhafar forsetavalds forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar.

Á meðan þeir fara með forsetavaldið njóta þeir samanlagt jafnra launa og forsetinn gerir.

Upphæðin ræðst því af fjölda þeirra daga sem forsetinn er í útlöndum.

Kostnaður ríkissjóðs vegna þessa nemur um tíu milljónum króna á ári
, að því er fram kemur í nýlegri greinargerð með frumvarpi sjö þingmanna um að breyta kjörum handhafanna."

"Samkvæmt því fær hver handhafi ríflega þrjár milljónir króna á ári fyrir að gegna starfi handhafa forsetavalds, samkvæmt stjórnarskrá."

"Þar er hins vegar hvergi kveðið á um að handhöfum beri skylda til að fylgja forsetanum í Leifsstöð þegar hann heldur utan í embættiserindum eða kemur heim.

Fylgdin hefur ekkert lögformlegt gildi
, engin sérstök athöfn eða afhending valds á sér stað við hana og hún er ekki bundin í lög.

Forsætisráðherra vill leggja fylgdina niður en forsetinn leggst gegn því
."

"Forsetinn hefur á síðastliðnum tveimur árum farið að minnsta kosti 35 ferðir til útlanda í embættiserindum."

Hefur ekkert lögformlegt gildi að handhafar forsetavalds fylgi forseta Íslands til og frá Leifsstöð

Þorsteinn Briem, 27.6.2013 kl. 15:28

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þyngra er en tárum taki,
tvisvar Óli datt af baki,
yfir honum englar vaki,
í öllu hjónarúmsins skaki.

Þorsteinn Briem, 27.6.2013 kl. 15:31

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég held að það sé algjört vafamál að handhafarnir geti skrifað undir lög í stað forseta.Eins og þú bendir á þá getur forsetinn sinnt starfi sínu erlendis frá eins og tæknin er í dag.Það er einfaldlega hægt að senda honum tölvupóst með þessum lögum sem hann getur síðan staðfest /hafnað til bráðabirgða og síðan skrifað undir frumskjalið þegar hann kemur heim.

Jósef Smári Ásmundsson, 27.6.2013 kl. 15:37

4 identicon

Innilega sammála Ómari.  Það að forsetinn bregði sér til annars lands og þar með afhendir handhöfunum forsetavald sitt er beinlínis hlægilegt.  Gerist þetta hjá öðrum þjóðum?  Gaman væri að vita það.  En á tímum nútímaboð- og samskipta á þetta að vera partur af fortíðinni.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 16:38

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hádegismóri með sitt "skítlega eðli" mærir nú "Húrra punktinn" á Bessastöðum, sem raðar þar í sig rúsínum og graðgar í sig nýsoðna ýsu á kostnað íslensku þjóðarinnar, öldum saman.

Þorsteinn Briem, 27.6.2013 kl. 17:53

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er ég hjartanlega sammála þér Ómar og hef raunar lengi sett spurningamerki við þetta. Þetta vald handhafa er svo samkvæmt stjórnarskrá neyðarbrauð, en hefur verið misnotað illilega í fjarveru forseta, eins og t.d. þegar Árrna Johnsen var veitt uppreisn æru af vilhöllum í fjarveru forseta. Það má örugglega tína til miklu verri dæmi um þessa misnotkun þar sem hreinlega hefur verið beðið eftir brottför til að keyra mál í gegn og blessa vafasöm lög og gjörðir. Hvernig var það keð stríðsyfirlýsingar Halldórs og Davíðs t.d.? Var það gert í fjarveru hans?

Þetta er alvarleg brotalöm á lýðræðinu og verður að laga hið snarasta.

Er ekki viss um að margir séu hrifnir af því, en það segir þá líka allt um ófyrirleytni þeirra og óheiðarleika. Þetta er þarna bara til að vera misnotað.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.6.2013 kl. 21:38

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég er hrifin af hefðum en við höfum ekki öðlast þær margar hér norðurfrá.

Það liggur í augum uppi að þjóðkjörin maður er sá sem kjörin var en ekki stað gengil.  Það er sá þjóðkjörni sem hefur vald atkvæðanna en ekki staðgengillinn.  Það er alveg sama hvernig menn fjasa um þetta á annan veg, það verður aldrei annað en fjas.  Staðgengil forseta er aðeins til að sína kurteisi, leysa einföld mál og taka við boðum.

Vera kann að um þetta séu ekki til skír ákvæði í lögum eða stjórnarskrá.  En þeim sem hentar að skilja þetta á annan vegen hér er lagður, þeir eru knapplega æruverðugir.                

Hrólfur Þ Hraundal, 27.6.2013 kl. 22:43

8 identicon

 Sæll Ómar.

Handhafi er sömu merkingar og staðgengill. Það er allt of sumt!
Allt tal um sviptingu valds byggist á misskilningi á annars prýðilega
orðuðum lögum og auðskiljanlegum.

Húsari. (IP-tala skráð) 28.6.2013 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband