"Nýjar og ferskar hugmyndir".

Upplýst hefur verið að stærstu útgerðarfyrirtæki landsins borgi örfáa milljarða í auðlindagjald en hafi grætt 28 milljarða. "Nýjar  og ferskar hugmyndir" sem lofað var fyrir kosningar, birtust strax í framkvæmd þegar 10 milljarðar voru teknar af ríkissjóði til að þessi gróði yrði sem minnst snertanlegur.

Fyrir liggur að auðlegðarskattur upp á 9 milljarða verði lagður niður í þágu innan við 1% af heimilum landsins.  

Fyrsta verkið á fyrsta vinnudegi iðnaðarráðherra var að slá álveri í Helguvík föstu, þótt orku og fé vanti, orkan verði fengin með rányrkju að stórum hluta og selja verði hana á gjafverði.

Eitthvað rámar mig í að svipaðar hugmyndir hafi verið hér á kreiki áratugum saman en samt skulu þær heita nýjar og ferskar.

Nú er farið að síast út hvar taka á peninga til að byrja að fylla upp í þetta tæplega 20 milljarða gat sem myndast vegna hinna nýju og fersku hugmynda.

Fyrstu fersku og nýju hugmyndirnar virðast eiga að vera þær að höggva næstum helminginn af framlagi til kvikmyndagerðar, en sá iðnaður hefur blómstrað undanfarin ár með innstreymi milljarða af erlendum gjaldeyri vegna gerðar erlendra kvikmynda hér á landi með þekktustu leikurum heims þar sem Íslendingar hafa lagt mikið til í formi þjónustu af öllu tagi. Reiknað hefur verið út að ábatinn af þessu sé miklu meiri en framlagið.  

Þá er ótalinn óbeinn ábati, því að frægð Íslands og íslenskarar náttúru í gegnum þetta skilar líka fjölgandi ferðamönnum til landsins, en ímynd þess og hróður hefur skilað sér í gegnum þá athygli sem kvikmyndagerðin hefur skapað.

Á sínum tíma var áratugatregða gegn því að þessi leið til atvinnusköpunar yrði farin en í þess stað öll áherslan lögð á stóriðju og hráefnisöflun með tilheyrandi gróðasöfnun á fárra hendur.

Nú heita þetta  "nýjar og ferskar hugmyndir" og við því er gleypt.  

 


mbl.is Skorið niður til kvikmynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HVar er Steini Brem...????

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 9.9.2013 kl. 12:06

2 identicon

Ég verð bara að spyrja, ef kvikmyndaiðnaðurinn blómstrar svona með innkomu erlends fjármagns og erlendra verka, hvers vegna þarf hann þá ríkisstyrki í ofanálag?

Gulli (IP-tala skráð) 9.9.2013 kl. 13:20

3 identicon

Ef útgerðarfyrirtækin græða 28 miljarða, fara á ekki x mörg prósent í skatt?  Kanski hátt í 8 miljarða? 

Ef auðlegðarskattur er eignaupptaka, hvernig er þá hægt að tala um "gat" sem fylla þurfi í staðinn fyrir hann?   Þetta er  eins og með eignaupptöku sem framfór hjá skuldurum, flestir sammála um óréttmæti hennar en það kosti bara of mikið að leiðrétta!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 9.9.2013 kl. 13:26

4 identicon

Það má alveg sætta sig við vanhæfni þessara manna, við lélega menntun vegna getu- og viljaleysis. Jafnvel við það að tveir valdamestu mennirnir voru á kafi í braski og innherjaviðskiptum, í það minnsta fjölskyldurnar, og gróðinn rann til þeirra og var tekinn tveimur höndum.

En það sem fer virkilega fyrir brjóstið á mér er hrokinn og mannfyrirlitningin í þessu liði, ekki síst hjá forsætisráðherra. Reynslulaus oflátungur, sem ætti frekar að sitja á skólabekk en í Stjórnarráðinu.

En það sárasta er að þessa umboðsmenn bófanna kusu innbyggjarar, analphabetarnir, yfir sig, enn einu sinni. Kemur hinsvegar ekki á óvart ef haft er í huga, að forseta ræfillinn var kjörinn fimm sinnum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.9.2013 kl. 15:01

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auðlegðarskatturinn er ekki ólöglegur, að mati Bjargar Thorarensen prófessors við lagadeild Háskóla Íslands.

Og greiðendur auðlegðarskattsins hefðu að sjálfsögðu getað höfðað mál vegna skattsins fyrir margt löngu ef þeir töldu hann ólöglegan.

Þorsteinn Briem, 9.9.2013 kl. 15:51

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allir Íslendingar fá eða hafa fengið styrki frá íslenska ríkinu.

Íslenskir stjórnmálaflokkar
, til að mynda Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, hafa fengið háa styrki frá ríkinu.

Og bændur hafa fengið gríðarlega styrki, sjómenn fá styrk í formi sjómannaafsláttar, íbúðarkaupendur vaxtabætur og barnafólk barnabætur.

Þorsteinn Briem, 9.9.2013 kl. 16:38

7 identicon

Þjóðin fær þá ríkisstjórn sem hún á skilið.

Sjáumst við næsta hrun.

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 9.9.2013 kl. 16:38

8 identicon

Steini@5

Það er alveg möguleiki að eignaupptakan sem fór fram á skuldurum í gegnum vísitöluruglið, hafi verið lögleg eftir einhverjum lagatextum, en hún er jafn röng samt. Stjórnarskráin segir eignarréttin heilagan. Telur Björg svo kallaðan auðlegðarskatt löglegan út frá stjórnarskrá?   Hvar eru þá mörkin, má t.d. setja á 15% auðlegðarskatt? Ef ekki, hvernig er hægt að lesa úr stjórnarskrá heimild fyrir árlegri 2% eignaupptöku en ekki 15% eða 20%.

Það gengi heldur fínt að afla fjár handa ríkissjóði með því að hirða svona eignir af mönnum.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 9.9.2013 kl. 16:45

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auðlegðarskattur er eignaskattur og hér á Íslandi greiddu einstaklingar eignaskatt til ársins 2005.

Þá var greiddur um 3,7 milljarða króna eignaskattur til ríkissjóðs og þar af greiddu einstaklingar 2,25 milljarða króna en fyrirtæki 1,48 milljarða.

Sá eignaskattur var lagður á eignir umfram tiltekin eignamörk að frádregnum skuldum, óháð tekjum viðkomandi og öðrum fjárhagsaðstæðum.

Skuldir eru einnig dregnar frá eignum hvað varðar auðlegðarskattinn
, þannig að til að mynda Bjarni Benediktsson, núverandi fjármálaráðherra, og eiginkona hans þurfa ekki að greiða þennan skatt.

Forsætisráðherrahjónin þurfa hins vegar að greiða auðlegðarskatt.

25.7.2013:

Forsætisráðherrahjónin eiga yfir milljarð króna


Auðlegðarskattur - Ríkisskattstjóri


Fyrstu skattalög hérlendis eru frá árinu 1096 sem sett voru að frumkvæði Gissurar Ísleifssonar Skálholtsbiskups og þá var 10% skattur lagður á árlega eignaaukningu og kallaður tíund.

Af þessum eignaskatti fóru 25% til þurfamanna, 25% til biskups, 25% til presta og 25% til kirkna.

Tíund hér á Íslandi

Þorsteinn Briem, 9.9.2013 kl. 17:56

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.9.2013 (í dag):

"Síðasta ríkisstjórn skar Kvikmyndasjóð heiftarlega niður en eftir að fjármagnið var aftur aukið hefur orðið 238 prósent veltuaukning í kvikmyndaframleiðslu, samkvæmt Hagstofu Íslands," segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri og -framleiðandi.

"Erlend fjárfesting í kvikmyndum er langt yfir milljarði króna og tekjur íslenska ríkisins af hækkuninni er um 1,2 milljarðar króna.

Og þegar Kvikmyndasjóður kemur með framlag þurfum við að leita að innlendu eða erlendu fjármagni til að fjármagna kvikmyndirnar."

Friðrik segir kvikmyndagerð nánast einu atvinnugreinina sem komi nú með nýtt erlent fjármagn inn í landið.

"Fjölgun erlendra ferðamanna má einnig að stórum hluta rekja til þess að erlendar stjörnur sem hafa verið hér í kvikmyndatökum hafa auglýst landið á samfélagsmiðlum og í erlendum spjallþáttum."

Að skera niður í Kvikmyndasjóði er eins og að skjóta mjólkurkúna

Þorsteinn Briem, 9.9.2013 kl. 20:35

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þar að auki fjölgaði íslenskum ársverkum í kvikmyndagerð um sex hundruð.

Hjá Norðuráli á Grundartanga starfa hins vegar um fimm hundruð manns.

Að skera niður í Kvikmyndasjóði er eins og að skjóta mjólkurkúna

Þorsteinn Briem, 9.9.2013 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband