Skipbrot Bandaríkjamanna í refsimálum.

"Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn." Á Vesturlöndum er þessi setning úr réttarfari í fornöld notuð sem dæmi um grimmilega stefnu í refsimálum, sem nær ekki þeim fælingarmætti sem stefnt er að.

Grátlegt er hvernig komið er refsimálum og afbrotatíðni í því ríki Vesturlanda sem telur sjálft sig vera brjóstvörn mannréttinda og frelsis.

Hvergi á Vesturlöndum falla fleiri fyrir skotvopnum, hvergi er glæpatíðnin meiri og hvergi eru fleiri í fangelsum.

Í því ríki, sem höfuðborgin fékk sitt land frá, eru menn líflátnir löglega reglulega í nafni laga og réttar og refsingar margfalt harðari í ríki frelsis og mannréttinda en í öðrum lýðræðisríkjum.

Ef þetta á að hafa fælingarmátt er augljóst er af glæpatíðninni og mannfórnunum og líkamstjóninu af hennar völdum, að refsistefnan hefur beðið augljóst skipbrot.

Mál Geirs Þórssonar er eitt af hundruðum þúsunda dæma um það.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bandarríkin eru dvínandi stórveldi sem ekki virðist þrífast nema með hervaldi, fangelsum og furulegum reglum. Tugþúsundir barna falla fyrir skotv0pnum á hverju ári. Þeir virðast líta á skotvopn sem leiktæki og kenna börnum á þau á barnsaldri. "Allt í sjálfsvarnarskyni." Bleikar byssur fyrir stelpur og bláar fyrir stráka.

Sá hollenskan þátt um þetta á einni sjónvarpstöðinni í gær. Mannfallið í USA vegna frjálslegra skotvopnasölu er yfir hundrað þúsund á hverju ári. Hér væru sambærilegar tölur yfir 300 manns sem féllu fyrir skotvopnum. Kúrekamyndir líta út sem leikur en raunveruleikinn er allt annar.

Sigurður Antonsson (IP-tala skráð) 27.2.2014 kl. 13:42

2 identicon

Hvaðan kemur hundruð þúsunda talan? Rúmlega 270 mans á dag? Bandaríkjamenn eru þúsund sinnum fleiri en íslendingar, þaraf leiðandi er heimfærslan til Íslands 100.

Réttarins tölur virðast vera undir 10 þúsund.

Erlendur (IP-tala skráð) 27.2.2014 kl. 14:07

3 identicon

Skotnir til bana í USA telur sitt hvoru megin við 10.000 á ári eftir árum, sem væru 10 manns á íslandi.
Þetta er langhæsta tala allra vestrænna ríkja, og með þeim hærri í heimi hér.
Þeir eru einnig hæstir í alvarlegum brotum (capital crime) s.s. morð, nauðgun og vopnuð rán.
Fangelsishlutfallið er hæst í heimi, - 716/100.000, sem myndi þýða það, að við þyrftum að hafa dálítið á þriðja þúsund í grjótinu hér á skerinu að jafnaði til að ná bandaríkjamönnum.
Eitthvað er ekki alveg að virka hjá þeim greyjunum.

Jón Logi (IP-tala skráð) 27.2.2014 kl. 15:47

4 identicon

Omar,

It seems that it’s getting popular on your blog to knock the USA.  While there are certainly many things that are not right over here, I think Icelanders  have plenty of issues to address before casting stones.

I have lived in the USA for 45 years,  and only once feared for my life – which was in downtown D.C. when I was working late at the Navy Yard and had to leave the compound via the main gate into a drug-ridden area of South East.  This area, by the way, has now undergone urban renewal, and is quite safe! 

Otherwise, having lived in Alabama, North Carolina, Virginia, Maryland, New Jersey and Ohio, I have never had a problem. 

To be sure there are hellholes around such as Chicago, Detroit, etc. where the murders are overwhelmingly black-on-black.  And don’t tell me that this is because they are all held in slavery – it has to do with drug dealing and associated violence.

As far as murder statistics, in 2012 the total number of murders in the USA was a little short of 15,000 – not hundreds of thousands.  Certainly not a happy statistic, but please stay with the facts.

I think that the Dutch TV may be slightly biased on this subject.  As for the USA being a declining power, time will tell.  But then again, it is always nice to criticize others, rather that solve one’s own problems.

Hjalmar Sveinssonh

Hjalmar Sveinsson (IP-tala skráð) 27.2.2014 kl. 17:22

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef áður bloggað nokkrum sinnum um það að ekki megi alhæfa um Bandaríkin á grundvelli þess sem gerist í stórborgum landsins.

Meirihluti lands í BNA er dreifbýli þar sem almenn kurteisi, mannasiðir, tillitssemi, háttvísi og agi stinga í stúf við agaleysi og frekju sem veður um of uppi í samskiptum fólks á umferði.

Vart verður tölu komið á þau skipti sem ég hef tekið umferðarmenninguna í BNA sem dæmi um það sem við Íslendingar þyrftum að taka okkur til fyrirmyndar.  

Ómar Ragnarsson, 27.2.2014 kl. 20:14

6 identicon

Það er allt í lagi og réttmætt að gagnrýna (nema Obama forseta) en menn ættu allavega að vera með staðreyndirnar nookuð réttar. Ég hef verið búsettur á vinstri ströndinni í hartnær 30 ár og þekki því ágætlega til hérna megin. Hér er víða potturinn brotinn eins og annars staðar (nema á Íslandi þar sem allt er best miðad við höfðatölu) og marg sömuleiðis ágætt. Bandaríkjamenn upp til hópa eru miklu kurteisari og þægilegri í umgengni en evrópskir frændur okkar þannig að daglegt amstur er betra hérna megin.

Erlendur (IP-tala skráð) 27.2.2014 kl. 20:19

7 identicon

Athugasemd mín hér á undan var ekki til þín Ómar þó svo að hún hafi lent á eftir þínni.

Erlendur (IP-tala skráð) 27.2.2014 kl. 20:32

8 identicon

Síðast er ég gáði var morðtíðni í "rural areas" í BNA hærri en í London.
Svo mikið fyrir öryggi dreifbýlisins,

Jón Logi (IP-tala skráð) 27.2.2014 kl. 21:58

9 identicon

I hope you sleep as peacfully as we will over here, my friend

You fret too much.

Hjalmar Sveinsson

Hjalmar Sveinsson (IP-tala skráð) 27.2.2014 kl. 22:51

10 identicon

Núna er ég með New York búa í gistingu, og þeim er skemmt yfir því að húsið er alltaf ólæst. Ég veit reyndar ekki hvar lykillinn er, enda ekki verið notaður um árabil....
En....ég á hund......og haglara....:D

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.2.2014 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband