Mismunandi taktik stórveldanna eftir aðstæðum.

Það er útaf fyrir sig rétt hjá Hillary Clinton að uppgefin ástæða fyrir hernaðaríhlutun Rússa í austanverðri Úkraínu er keimlík réttlætingu Adolfs Hitles á hernaðaríhlutun hans í Súdetahéruðum Tékkóslóvakíu 1938.

Forystumenn Súdetaþjóðverja grátbáðu Hitler um að verja sig "gegn yfirgangi Tékka".

1979 bað þáverandi forsætisráðherra Afganistan Sovétríkin um hernaðaraðstoð vegna uppreisnar Muhjaheddin, fyrirrennara Talibína gegn hinni sósíalísku ríkisstjórn í Kabúl, sem naut velvilja og stuðnings Sovétmanna.

Ef mögulegt var reyndu ráðamenn Sovétríkjanna að finna leppa sína innanlands í þeim ríkjum, sem þeir réðust á, sem báðu þá um "vernd".

Uppreisnarmenn í Afganistan fengu stuðning frá Bandaríkjamönnum sem "góðu strákarnir", en 20 árum síðar urðu Talibanar að "vondu strákunum" fyrir það að ögra Bandaríkjamönnum í stað Rússa.

Og Bandaríkjamenn sjálfir hafa ekki verið barnanna bestir varðandi beitingu hervalds í fjarlægum löndum, þótt það hafi ekki verið réttlætt á sama hátt og Rússar gera núna.

Ráðist var inn í Írak 2003 á þeim forsendum að nauðsynlegt væri að uppræta "gereyðingarvopn Saddams Husseins sem ógnuðu nágrannaþjóðunum og heimsfriðnum."

Enginn fótur var fyrir þessum fullyrðingum George W. Bush og engin gereyðingarvopn fundust.

En olíuhagsmunir Bandaríkjanna voru tryggðir og í raun láta önnur stórveldi heimsins eins og Kínverjar sér það vel líka að Bandaríkjamenn standi straum að því að tryggja flæði olíu til hinna orkusjúku þjóða heims með því að halda uppi rándýrum her öflugasta herveldis heimsins.

Bandaríkjamenn hikuðu ekki við að gera innrás í Grenada og hikuðu heldur ekki við að veita þeim stuðning sem steyptu Salvador Allende í Chile og drápu hann.

Og glæpamaðurinn Pinochet var í náðinni hjá framherjum lýðræðis og frelsis í heiminum.

Listinn er langur.

Bandaríkjamenn stóðu að því að Mossadech var steypt af stóri í Íran eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar og pólitík þeirra um allan heim fólst í því að styðja þá sem mökkuðu rétt gagnvart Bandaríkjunum, sama hve spilltir og grimmir margir þessara vina Kananna voru. 

Stórveldin nota ólíkar aðferðir til að skipta sér af innanríkismálum annarra ríkja og ævinlega þá taktík sem gefur skástu myndina af ofríkinu.

Og enda þótt hægt sé að finna líkingu við aðferðir Hitlers í hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu er eðli annarra hernaðarafskipta stórveldanna ævinlega hið sama, að neyta allra tiltækra ráða til að verja stórveldishagsmuni.     


mbl.is Líkti aðgerðum Pútíns við árásir Hitlers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kuwait er gott skólabókardæmi

Hverjum hefði ekki verið sama um þetta örrríki ef ekki væri olía = PENINGAR

en maður veltir fyrir sér hlutverki ESB sem kynnti vel undir "frelsisást" Úkranínumann þegar Pútín lét þá lán.

Grímur (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 18:14

2 identicon

Kuwait, sem skólabókardæmi, Grímur.

Já, hverjum hefði ekki verið sama? Vissulega ekki mörlandanum, sem eyðir meiru eldsneyti per capita, en nokkur önnur þjóð. Stórastir í heimi og eru stoltir af.

Frekir með drekana, sem eru jafnvel skildir eftir í gangi, á meðan eigandinn drullast til að erinda.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 18:54

3 identicon

Já já. Örríki skipta ekki máli svo sem. En af hverju þurfu Írakar einmitt að ráðast á Kuwait? Áttu þessir andskotar ekki það mikla olíu sjálfir? Ekki stóð á þeim seinna að kveikja í sínum eigin lindum, og voru það ekki Bandamenn sem slökktu í?
Undir skrifar mörlandi sem á ekki einu sinni bíl.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 22:23

4 identicon

Þið vitnið alltaf í hina opinberu lyggasögu um heimstyrjaldirnar sem er búið að mata ofan í ykkur af sigurvegurunum. Þið ættuð nú kannski að kynna ykkur þá sem að stálu Palestínu og halda áfram útrýmingu kristinna og múslima. Þeir stóðu á bak við kommúnismann. Það er ekki tilviljun að þeir styðja alltaf uppreisnaröfl með fjármagni og vopnum. Nýjasta dæmið er Úkraína, þar sem að peningarnir streyma í vasa valdaræningja sem væru kallaðir hryðjuverkamenn ef um vesturlönd væri að ræða. Farísearnir Krossfestu Jesú Krist forðum, og eru í fullu fjöri ennþá. Þeir ætla ekki að leyfa Rússum að byggja upp kirkjuna sem synir Satans brutu niður með kommúnismanum. Það hefur sennilega ekkert vopnað valdarán sögunnar átt sér stað án íhlutunnar þessarar mafíu, sem hefur sínar strengjabrúður og njósnara sennilega í öllum löndum heimsins. Mottóið þeirra er. "Tilgangurinn helgar meðalið". Og tilgangurinn er heimsyfirráð. Og hvaða trúarhópur er það sem að telur sig hina útvöldu þjóð? Þetta lyggur allt ljóst fyrir ef þið lesið Biblíuna eða kynnið ykkur Talmúdan, sem Gyðingar hafa alltaf reynt halda leyndum. Vitið þið t.d. að þeir kalla þá sem eru ekki gyðingar, Goim eða Gentile, sem er sama og cattle. Þið titrið sennilega í hnjánum við gyðinga gagnrýni, ekki skrítið, þar sem að margir hafa verið fangelsaðir fyrir að efast um eitthvað sem snýr að helförinni. Þið ættuð að kynna ykkur sögu Ernst Zundel og réttarhöldunum yfir honum. Eitt það fyrsta sem bolsévistarnir gerðu þegar þeir komust til valda var að banna andgyðinglegan áróður, og við honum lá náttúrulega dauðadómur. Það versta er, er að margir gyðingar eru og verða líka fórnarlömb í höndum þessara glæpamanna. Enda eru margir gyðingar að reyna að segja frá þessum hlutum. Lesið t.d. Jewish History eftir Israel Shahak. Hún fæst frítt á netinu. Svo mæli ég með Gilad Atzmon. Hann er með heimasíðu. Olían er bara aukapersóna í þessu leikriti öllu saman. Hún var bara "gulrót" fyrir Bush og Mccain

Benni (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 23:44

5 identicon

Ég skoðaði Zundel málið vel oní kjölinn fyrir nokkrum árum og komst að því að maðurinn væri náttúrulega bara klikk.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.3.2014 kl. 07:45

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 6.3.2014 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband