Loksins "eðlilegur" vetur.

Eftir að austlægar vindáttir með nokkurn veginn sama veðurlaginu hafði ríkt á landinu í heila tvo mánuði, janúar og febrúar, lá fyrir Íslandsmet í þessu efni. Sömuleiðis lægsti meðalloftþrýstingur frá upphafi mælinga 1823.

Lágur loftþrýstingur á Norður-Atlantshafi er merki um eindæma hlýindi, enda var hitinn á Svalbarða hvorki meira né minna en allt að 14 stigum hærri en í meðalári.

Ég hef tekið eftir því í vetur að rússneski veturinn svonefndi hefur verið drepinn vikum saman og hitinn í Moskvu með rauðri tölu.

Tilbreytingarlítil stanslaus norðaustanátt í tvo mánðuði með einstæðum snjóþyngslum á Norðausturlandi en hitinn þar samt yfir meðallagi.  

Ég heyri kvörtunarraddir yfir því að nú séu byrjaði umhleypingar með sveiflukenndum vindáttum.

Slíkar kvörtunarraddir bera vitni um mikið óraunsæi. Það er ekki hægt að ætlast til þess að íslenskt vetrarveður verði ólíkt sjálfu sér í meira en tvo heila mánuði í samfellu. FRU.Des´13

Það er loksins kominn "eðlilegur" íslenskur vetur og ekkert við því að segja að hann ríki samfellt fram í júní. Við getum ekki óskað landinu okkar suður til Kanaríeyja.

Fyrir mig þýðir þetta daglegar ferðir, jafnvel tvisvar á dag, til að losa FRÚNa, jafnvel um hánótt eins og í nótt, moka af henni allt að hálfu tonni af snjó í senn, moka þeim snjó í burtu svo að hægt sé að snúa henni og binda hana niður aftur.

Afar slæmt fyrir bakið en mjög góð líkamsæfing, jafn á nóttu sem degi. Vetur konungur loksins orðinn líkur sjálfum sér hér á suðvesturhorninu.   


mbl.is Versnandi veður þegar líður á daginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú spyr ég náttúrulega eins og kjáni, en af hverju geymirðu hana ekki inni?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 12:23

2 identicon

Det koster penge. Mange penge. Maaske vil han bruge sine penge til andet???

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 14:40

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Karlinn hefur graðgað í sig kók og Prins Póló fyrir sextán milljónir króna á núvirði, miðað við 50 þúsund 39 gramma Prins Póló á 70 krónur stykkið og 50 þúsund kók fyrir 250 krónur flöskuna.

Þorsteinn Briem, 8.3.2014 kl. 14:59

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er hættur að éta Prins Póló en það virðist litlu skipta.

Ómar Ragnarsson, 8.3.2014 kl. 15:15

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Viðbót. Núna kaupi ég aðeins 2ja lítra kók í Bónusi eða RC Cola á 50 krónur hvern hálfan lítra. Fjarri því að það dugi fyrir flugskýlisleigu.

Ómar Ragnarsson, 8.3.2014 kl. 15:16

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

3. viðbót: Slæmu fréttirnar eru að vísu þessar: Vesen vegna útistöðunnar.

Góðu fréttirnar: Með því að halda vélinni ávallt snjóhreinsaðri og fullri af eldsneyti get ég haldið henni í viðbragðsstöðu og farið á skemmsta mögulega tíma í loftið. Í því flugskýli, sem hugsanlega er það eina sem býðst, þarf að kalla mann út með mismunandi löngum fyrirvara og nota dýrmætan tíma til að ná vélinni út.

Ómar Ragnarsson, 8.3.2014 kl. 15:22

7 identicon

Miklir aumingjar eru nú Íslendingar að geta ekki boðið heiðursmanninum Ómari Ragnarssyni frítt flugskýli fyrir frúvuna. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 15:26

8 identicon

Landhelgisgæslan ætti að sjá sóma sinn í að skutla karlinum inn hjá sér.  Oft hefur almannafé verið misnotað af minna tilefni, hvar eru framsóknarmenn nú ;-)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 16:01

9 identicon

Verst að eiga ekki skýli fyrir kellu, en bönd og ankeri eru hjá mér til boðs eins og ætíð.
Hva, - eftir 2 mánuði er vor!!!!

Nú vantar bara vísu. Eitthvað um þak, bönd, frú, trú, lak, hönd, etc.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 17:49

10 identicon

Minni svo á þessa ;)

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/11/03/fruin_ekki_haggast_i_ovedrinu/

Jón Logi (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 17:51

11 identicon

er snjóar, Ómar snöggur má

snara sér af laki

mokar snjónum frúnni frá

finnur til í baki

í þrautum virðist þjálfun fá

þó um nætur vaki

víst er mikill vandinn þá

vegna skorts á þaki

(rímið flata enda á:

menn ofan hatt sinn taki)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 18:59

12 identicon

Góður, Bjarni Gunnlaugur

á sínu góða skaki.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 19:14

13 identicon

Skratti góð vísa Bjarni!!!

Jón Logi (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 20:11

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ha, ha! Það er bara heilt hagyrðingakvöld í gangi hérna.

Ómar Ragnarsson, 8.3.2014 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband