Þarf ekki ölvun til ?

Ölvaðir ökumenn taka upp á mörgu, til dæmis þessi sem ók á móti umferðinni á Hringbraut í nótt.

En stundum virðist ekki þurfa ölvaða til. Í fyrradag var ég á leið norður Snorrabraut og ætlaði að beygja til vinstri niður Hverfisgötu. Það var hins vegar ekki hægt því að bílar á leið austur Hverfisgötu voru á báðum akreinum og biðu við umferðarljósin, og hinn síðasti þeirra kom að gatnamótunum þegar ég var að leggja af stað frá þeim áleiðis nður Hverfisgötu.

Nýlega var Hverfisgatan opnuð alla leið eftir gagngerar breytingar og það fyrsta sem manni datt í hug var að hugsanlega væri búið að gera hana að einstefnuakstursgötu. Vildi því fara að öllu með gát.  

Sá samt að ör vísaði mér veginn beint framan á bílinn sem beið hægra megin framundan.

En ekkert var hægt að gera í málinu og varð nú umferðarteppa á gatnamótunum, því að nú var ég orðinn að farartálma þar sem ég stóð kominn áleiðis í beygjunni.

Á móti mér komu bílar sem ég var nú í vegi fyrir og ég sá því ekkert annað ráð en að bakka rólega til baka og olli með því annarri umferðarteppu fyrir aftan mig þar.

Ökumaðurinn, sem sneri bíl sínum á móti umferðarstefnnunni á Hverfisgötu virtist hins vegar sallarólegur og ekkert skilja í því öngþveiti sem hann hafði valdið.

Þegar hann loksins ók af stað og gatnamótin opnuðust sá ég að hann virtist vera einn af þessum gömlu mönnum, sem eru orðnir ófærir um að aka bíl. Kannski röng ályktun, en það er synd hve lengi sumir komast upp með slíkt, því að því fer fjarri að aldurinn einn skipti máli hjá ökumönnum.

Til eru níræðir ökumenn sem eru í fullu fjöri og til dæmis efast ég ekki um að Magnús Norðdal fyrrum flugstjóri, sem verið hefur besti listflugmaður landsins fram á níræðisaldur sé ekki síðri meistaraökumaður en flugmaður.

Ég veit mörg dæmi þess að ökumenn hafi lötrað niður neðstu beygjuna á Kömbunum í þurru og björtu veðri á 40 kílómetra hraða, haldandi sig kyrfilega inn við miðju með langa röð bíla á eftir sér, að því er virðist vegna þess að þeir séu orðnir svo lélegir til aksturs, að þeir fyllist skelfingu við það eitt að sjá veginn ekki beinan fyrir framan sig.


mbl.is Ók ölvaður á móti umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskir ökumenn:

Hjartveikir 10%,

heilabilaðir 15%,

heilalausir 20%,

elliærir 10%,

gigtveikir 10%,

hafa aldrei fengið ökuskírteini 5%,

hafa misst ökuskírteinið 10%,

eru á Viagra í umferðinni 5%,

ölvaðir undir stýri 5%,

dópaðir undir stýri 5%,

í þokkalega góðu ástandi 5%.

Þorsteinn Briem, 8.3.2014 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband