Frábær skemmtun en líka deiluefni.

El Clasico brást ekki vonum manna varðandi frábæra knattspyrnu sem leikin var og gnægð marka.

Ronaldo og Messi sýndu ískalt sjálfstraust í vítaspyrnum með því að þruma knettinum alveg út við stöng þótt markmennirnir köstuðu sér í rétt horn og síðari vítaspyrna Messi var glæfralega góð, negla upp í vinkilinn.

Messi lagði upp mörk og skásending hans, föst "sláttuvélarsending" í gegnum glufu aðeins örfáa sentimetra frá fótum andstæðinganna, var hrein snilld.   

En vafasamir dómar og atvik fylgja líka oft svona hröðum leik leikmanna, sem eru þar að auki mjög slungnir í að "fiska" í gruggugu vatni.

Við því er lítið að gera og Madridingar fengu að njóta vafasamrar vítaspyrnu rétt eins og Barsarnir.

Það er synd þegar liðin eru svo góð, að annað skuli ekki hafa neitt upp úr krafsinu, en á móti kemur að það er gott hvað úrslitin hleypa aukinni spennu í mótið.

Rauða spjaldið var þungur dómur og raunar finnst mér að endurskoða eigi reglurnar þannig að hægt sé að gefa rautt spjald, sem gildir til dæmis í 10 eða 15 mínútur, en þá megi varamaður koma inn á í stað þess sem rekinn var út af.


mbl.is Ronaldo: Dómarinn ræður ekki við svona leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reisn var yfir Ronaldo,
réð þó ei við Messi,
kostulegt El Clásico,
kyndugt margt þó þess'í.

Þorsteinn Briem, 24.3.2014 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband