Tatra 77, tékknesk snilld !

Vegna athugasemda við bloggpistil um Skoda í gær stenst ég ekki mátið að birta hér mynd af einhverjum mesta tímamótabíl allra tíma, Tatra 77. Tatra_77A_dutch_licence_registration_AM-44-01_pic10[1]

Vísa í svar mitt við athugasemdinni.

Athugið að þessi bíll kom fram árið 1934, - ég endurtek, árið 1934 !

Tatra eru há og hrikaleg fjöll á landamærum Póllands og Slóvakíu og ná hæst upp í meira 2600 metra hæð.

Tatra er því réttnefni á verksmiðjunum sem framleiddu hinn óviðjafnalega bíl Tatra 77 og arftaka hans, út alla síðustu öld.

Sennilega hefur enginn bíll verið með eins margar byltingarkenndar nýjungar og Tatra 77, ekki einu sinni Citroen DS, sjá nánar bloggpistilinn frá í gær.

1934-Chevrolet-4-Door-Sedan-Black-fvr-_2002-WW_WD-DCTC_[1]

Birti til samanburðar mynd af dæmigerðum amerískum bíl módel 1934, Chevrolet.

Á þessu ári verða 80 ár síðan Tatra 77 kom fram.

Það er miklu merkilegra afmæli en 50 ára afmæli Skoda 1000MB.

P. S. Ég skutlaði þessum pistli inn í nótt og geymdi að setja inn byltingarkenndu atriðin varðandi Tatra 77.

Sum höfðu sést á öðrum bílum misserin á undan, meðal annars á bílum Tatra, en enginn þeirra bíla var á markaði á borð við það sem Tatra 77 var. Var framleiðsla hans þó ekki mikil en samt til dæmis margfalt meiri en á Tucker 1948, sem líka var með loftkælda vél afturí og litla loftmótstöðu.  

Hér koma nokkur þessara atriða:

1. Straumlínulag. Sumar tölur segja undir cx 0,30. Það liðu 50 ár þar til bílar fóru almennt að verða svo straumlínulagaðir. Aðeins Tucker ´48, Nash Airflyte 49´ Citroen DS ´55 og NSU Ro ´67 voru með viðlíka lága loftmótstöðu.  

2. Engin stigbretti og full breidd farþegarýmisins, bæði í framsætum og aftursætum.

3. Undirvagn og yfirbygging heilsoðin með miðlægt rörlaga hryggjarstykki (tubular)

4. Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum.

5. Driflínan öll að aftan.

6. Pendúl-fjððrun. Kom síðar í Bjöllunni og öðrum rassvélardrifnum bílum.  

7. "Hemi" hedd og "þurr"smurning (dry sump) vélar. Hemi-lagað sprengihólf kom upp úr 1950 í dýrari gerðir Chrysler og "dry sump" hefur enn ekki orðið almennt í bílum, heldur fyrst og fremst í keppnisbílum.

8. Loftkæld V-8 vél.

Það er einstakt að svo margar nýjungar komi fram á einum fjöldaframleiddum bíl, sem reyndist verða fyrirmynd fyrirkomulags sem átti blómaskeið sitt fram til 1970 í framleiðslu ódýrra smábíla.

Mini og Citroen DS skora hátt á listum bílasérfræðinga yfir markverðustu bílana, af því að framdrifið sigraði í keppninni við afturdrifið í bílaframleiðslu. (85% fólksbíla, sem framleiddir eru í heiminum, eru framhjóladrifnir)   

 

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=Gd5jo8yPaHw

GB (IP-tala skráð) 3.4.2014 kl. 08:58

2 identicon

Þegar þú talar um að bílar séu "yfirstýrðir" áttu þá við að vegna þess að þyngdarpunkturinn er aftarlega þá leiti afturendinn frekar út í beygjum en ella?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.4.2014 kl. 09:10

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er alltaf gaman að lesa skrif þín um bíla, Ómar. Þekking þín á þessu sviði er góð.

Tatra 77, sem kom á markað 1934 er þó ekki fyrsti rassbíllinn frá því fyrirtæki. Ef ég man rétt kom fram Tatra 57 árið 1934. Sá bíll er vissulega fyrirmynd gömlu bjöllunnar. Á "hönnunartíma" bjöllunnar var hún með framljósin á húddinu, eins og Tatra 57 og línur og uppbygging bílsins hinar sömu. Síðar færði VW framljósin út á brettin og framleiddi þann bíl lítið breyttann eftir það til loka áttunda áratugarins. Tatra þróaði hins vegar sinn bíl nokkuð og því voru þessir bílar nokkuð ólílir í útliti þegar bjallan kemur á markað.

Það var hins vegar hin augljósa eftirlíking af Tartra 57, sem VW tapaði sínu máli fyrir Tatra.

Sjálfur er ég ekki mikið inn í sögu bíla, svona almennt. Hef hins vegar kynnt mér nokkuð vel sögu sumra bíltegunda og er bjallan einn þeirra. Þar koma þessar upplýsingar um tenginuna við Tatra fram. Að öðru leiti þekki ég ekki mikið til sögu Tatra, að öðru leyti en því að nokkrir slíkir vörubílar voru til hér á landi á síðustu öld. Því er pistill þinn kærkominn í upplýsingabankann.

Gunnar Heiðarsson, 3.4.2014 kl. 09:47

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk, Gunnar. Set núna inn byltingarkenndu atriðin við Tatra 77.

Ómar Ragnarsson, 3.4.2014 kl. 10:32

5 identicon

Þjóðverjar voru mjög hrifnir af þessum bílum á stríðsárunum og notuðu þá mikið fyrir herforingja sína.

En því miður átti bíllinn til að renna út að aftan (yfirstýring) og ófá slysin urðu af þeim orsökum og urðu þau mörgum foringjum þeirra að aldurtila.

Þess vegna voru Þjóðverjar farnir að kalla bílinn „Leynivopn Tékkóslóvakíu“.

Árni Tryggvason (IP-tala skráð) 3.4.2014 kl. 10:57

6 identicon

Það var að minnsta kosti einn svona bíll til í Reykjavík. Ég man eftir hvað hann vakti athygli manns af því að hann var öðruvísi.

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 4.4.2014 kl. 01:32

7 identicon

Þökk sé Gúggla frænda, þá er hér ágæt skýring á "yfirstýringu" í tengslum við einkaleifi frá 1952 til að laga vandamálið. Fróðlegt væri að vita hvort uppfinningin hafi farið í umferð.    http://www.google.st/patents/US2606037

Vehicles having their propulsive engine located in the rear have the center of gravity much farther toward the rear than do equivalent vehicles with front mounted engines, and the directional stability of such vehicles in inherently impaired due to the fact that the center of mass is moved farther from the front wheels by which the vehicle is steered. In effect, therefore, the mass of the vehicle is more independent of the steering wheels, and more pronounced in its behavior under the influence of outside disturbing forces, so that it takes increased effort and action on the part of the front wheels to maintain control over steering and lateral movements of the vehicle. Disturbing outside forces tending to adversely affect the directional stability of the vehicle include impacts against tires, centrifugal force, side winds and other side forces, and tire blowouts. In the case of blowouts, the active radius of the wheel carrying the tire which has blown out will be quickly and greatly reduced. The smaller rolling radius of this wheel causes it to contact the road at a reduced velocity, increasing the tendency to swerve the vehicle sidewise in a direction toward the blown tire, and the car also tends to sway over sharply toward the same side. With the center of gravity farther back, as in rear mounted engine vehicles, it is more difficult to counteract these effects by steering movements of the front wheels, and when utilizing conventional and previously known spring suspensions with rear engine vehicles, the danger represented by a blowout is considerably increased, particularly when a blowout occurs on a curve and/or at high speeds. Under such conditions, with the weight concentrated near the rear axle, it is extremely difficult to oppose the forces tending to cause the vehicle to follow a path out of the curve.  

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 4.4.2014 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband