Getur tekið áratugi.

Þeir hagsmunir, sem eru í húfi varðandi flugöryggi í heiminum eru svo miklir að ekkert er yfirleitt til sparað við að reyna að komast að orsökum flugslysa.

Án áratuga reynslu af slysarannsóknum væri flugöryggi miklu minna en raun ber vitni.

Þegar óupplýst slys verður um  borð í flugvél, er oft um að ræða algenga gerð flugvéla og þá er það óbærileg tilhugsun að sams konar slys vofi yfir í öllum hinum flugvélunum.

Dæmi um þetta voru atvik varðandi langvinsælustu farþegaþotu heims, Boeing 737, sem urðu á miðjum tíunda áratugnum. Það reyndist með engu móti hægt að upplýsa orsakir þess þegar tvær þotur af þessari gerð fórust og það var ekki fyrr en í þriðja slysinu, þar sem allir komust lífs af, sem orsökin fannst og hægt var að gera ráðstafanir til að fyrirbyggja frekari slys af þessu tagi.  

Nefna má mörg dæmi um langvinnar rannsóknir. Langvinnasta rannsóknin er líklega sú, sem fram fór vegna þess að ítölsk farþegaþota féll allt í einu lóðbeint í hafið á leið úr norðri til Salerno á Sikiley á Ítalíu árið 1980.

Alls var rannsókn á slysinu tekin upp þrisvar og tók tvo áratugi að ljúka henni til fullnustu.

Árangur rannsókna skilar sér ekki aðeins í auknu öryggi heldur þróast og batna rannsóknaraðferðirnar með hverri nýrri rannsókn.  


mbl.is Fyrr frýs í helvíti en leit verði hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband