Allir meistarar hafa átt erfiða daga.

Grettir sterki var rómaður fyrir afl og hreysti. Samt mætti hann eitt sinn ofjarli sínum í Hallmundarhrauni. Dagsformið var greinilega ekki nógu gott.

Allir meistarar eiga erfiða daga. Jussi Björling hélt tónleika í Reykjavík á leið sinni frá Ameríku til Svíþjóðar á miðjum sjötta áratugnum og þótti næstum því hneyksli hve lélegur hann hefði verið.

Var reyndar ósofinn eftir óralanga flugferð í "öfuga átt" á þeim tíma sem millilent var i Gander og flogið þrisvar sinnum hægar en nú á tímum.

Margsinnis á löngum ferli sínum var fullyrt að Muhammad Ali væri búinn að vera, fyrst eftir ósigur fyrir Frazier, síðan fyrir Norton, þar næst fyrir hneykslanlega frammistöðu gegn Jimmy Yong og loks eftir tap fyrir Leon Spinx.

Í öll skiptin reis hann til nýrra hæða.

Helstu meistarar í öllum greinum, líka Messi, hafa ekki öðlast sess sinn fyrir afburða frammistöðu þegar best hefur vegnað heldur frekar vegna þess hvernig þeir hafa unnið úr ósigrunum, sem hafa verið óhjákvæmilegir og eru óhjákvæmilegir hjá mönnum, sem getur mistekist eða átt slæmt "dagsform."

"Það er erfitt að vera Messi" og það var erfitt að vera Grettir og vera Ali.    


mbl.is „Það er erfitt að vera Messi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skelfilega skrækti þar,
skók sín raddbönd Jussi,
misgóður hann Messi var,
meistari og skussi.

Þorsteinn Briem, 11.4.2014 kl. 14:56

2 identicon

Að sönnu mætti Grettir Hallmundi, er þá kallaði sig Loft, á Dúfunefsskeiði sem er alllangan spöl frá Hallmundarhrauni.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 11.4.2014 kl. 16:54

3 identicon

Eða sem nemur ca. 60 km í beina loftlínu og yfir Langjökul að fara.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 12.4.2014 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband