Smámunalögmálið, rifnir seðlar og drekking FRÚarinnar.

Eitt af lögmálum Parkinsons á sínum tíma mátti kalla "smámunalögmálið".

'Í stuttu máli fólst það í því, að þegar til umræðu væru misstór, misnærtæk, misjafnlega skiljanleg og misjafnlega einföld fyrirbæri, yrðu miklu meiri umræður um smærri, nærtækari, skiljanlegri og einfaldari fyrirbærin heldur en hin stóru og flóknu fyrirbæri. 

Parkinson nefndi sem dæmi að stjórn stórfyrirtækis stæði annars vegar frammi fyrir því að velja liti og gólfklæðngar á stórt hús, en hins vegar frammi fyrir því að ákveða um þúsund sinnum stærri útgjaldalið í formi afar flókinnar og sérhæfðrar vélasamstæðu, sem þyrfti að kaupa, en aðeins sérfræðingar gætu lagt mat á.

Á fundi slíkrar stjórnar væri viðbúið að miklar deilur yrðu um litina og klæðninguna því að allir hafa vit á litum og teppum, trégólfum eða parketgólfum.

Hins vegar yrðu engar umræður um milljarða króna vélarsamstæðuna af því að enginn hefði vit á henni og vildi láta þá vanþekkingu verða opinbera.

Síðan í fyrradag hafa allir fjölmiðlar og vefir logað af umræðum um hárlitun kvenna vegna ummæla þingmanna þar um og einnig hefur verið þung umræða um þau útgjöld sem farið hafa í að gera þrjár skýrslur jafnmargra rannsóknarnefndar Alþingis í sambandi við Hrunið.

Og svipað gerist nú vegna þriggja peningaseðla sem þingmaður reif í ræðustóli Alþingis en límdi síðan aftur.

Þessi 30 þúsund kall virðist verða að mun stærra og merkilegra umræðuefni en tuga milljarða tjón af falli sparisjóðanna.

Og 1,3 milljarður vegna rannsóknarskýrslnanna þriggja yfirskyggir Hrunið, sem var upp á 4000 sinnum stærri upphæð.

Þegar ég íhugaði viðbrögð mín við Kárahnjúkavirkjun árið 2006 velti ég fyrir mér ýmsum möguleikum á einhverjum táknrænum gerningi.

Einn möguleikinn var sá að lenda FRÚnni við svonefnda Stapa á botni Hjalladals, tappa af henni öllum vökvum og leyfa Hálslóni að drekkja vélinni á öðrum degi myndunar þess.

Um það myndu verða heitar umræður og ég væntanlega sakaður um mikil umhverfisspjöll og eyðileggingu á verðmætum.

Slíkar umræður hefðu orðið i samræmi við smámunalögmál Parkisinsons að hið smáa sem allir skildu yrði að heitu máli, en hið stóra, drekking 25 kílómetra 180 metra djúps dals og uppfylling hans af auri auk annarra stórfelldra óafturkræfra neikvæðra umhverfisspjalla hyrfi í skuggann, af því að það væri svo stórt og flókið viðkvæmnismál.

Ef ég hefði gert þetta hefði FRÚinn sokkið í jökulaurstrax á fyrsta ári og að lokum mýndi hún verða grafin á 80 metra dýpi aureðjunnar, sem dalurinn verður fylltur með, þannig að ásakanir um stórfelld umhverfisspjöll yrðu hlægilegar yrðu broslegar þegar þessi samanburður yrði hafður í huga.

Þessi gerningur var aðeins einn af fjölmörgum, sem velt var upp, en var sleginn af ásamt fleirum þegar Paul Cox formaður Seacology-samtakanna var á ferð með mér á svæðinu fyrir drekkingu og varpaði upp hugmyndinni um Örkina, sem yrði notuð í þessu syndaflóði til að fylgjast með því og taka af því heimildarmynd, auk bjargar á ýmsu lífríki, líkt og Örk Nóa hafði gert.

Smámunalögmál Parksinsons varð samt að veruleika í enn meira fáránleika en mig hafði órað fyrir.

Það fólst í kæru á hendur mér til lögreglu og sýslumanns, vegna meintra umhverfisspjalla af mínum völdum, sem gætu varðað allt að tveggja ára fangelsi.

Þegar það mál verður rakið í myndinni um Örkina ef eða þegar hún verður kláruð, verður sá kafli svo hlægilegur og fáránlegur, að með eindæmum verður.    

     


mbl.is Reif 10.000-kalla í sundur á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að feigðarósi fljótum nú,
með Framsóknar lögbrjótum,
dreymdi um að drekkja Frú,
í drullupytti ljótum.

Þorsteinn Briem, 12.4.2014 kl. 02:55

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þetta er nákvæmlega punkturinn.

Fjöldi manns hafði samúð með 300 gæsum sem misstur hreiðurstæði sittog stöldruðu við um fjóra mánuði ár hvert, en sami umhyggjusami hópurinn setti sig ekki inn í vanda 10.000 manna samfélags sem bjó á Austurlandi allt árið. Þessi tíu þúsund manna hópur var búinn að leggja allt undir til að skapa atvinnu og byggja yfir sig og sína.

En það er eins og síðuhafi segir:

"Í stuttu máli fólst það í því, að þegar til umræðu væru misstór, misnærtæk, misjafnlega skiljanleg og misjafnlega einföld fyrirbæri, yrðu miklu meiri umræður um smærri, nærtækari, skiljanlegri og einfaldari fyrirbærin heldur en hin stóru og flóknu fyrirbæri."

Benedikt V. Warén, 12.4.2014 kl. 11:45

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mikið, aðallega vegna aukinnar þjónustu og háskólastarfsemi á því svæði og það á einnig við um Akureyri.

Íbúum í þeim sveitarfélögum sem nú mynda Fjarðabyggð, framleiðslusveitarfélagi, fækkaði hins vegar um 11,2%, eða 582, á árunum 1998-2013, þrátt fyrir álverið í Reyðarfirði.

Og í framleiðslubyggðarlaginu Vestmannaeyjum fækkaði íbúum á þessu tímabili um 8,8%, eða 407, og þeim sem búa á því svæði sem nú er í Dalvíkurbyggð fækkaði um 10,5%, eða 218, í byggðarlögum sem nú mynda Ísafjarðarbæ fækkaði íbúum um 15,3%, eða 675, og þeim sem búa á svæðinu sem nú er í sveitarfélaginu Norðurþingi, til að mynda Húsavík, fækkaði um 14,6%, eða 489.

Íbúum á svæðinu frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar fjölgaði hins vegar á þessu tímabili um 25%, eða 41.073, og í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði íbúum um 16,5%, eða 2.544, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Þeim sem búa í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði því meira á tímabilinu 1998-2013 en íbúum í þeim byggðarlögum sem nefnd eru hér að ofan fækkaði, samtals 2.371.

Þorsteinn Briem, 12.4.2014 kl. 11:54

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagkerfi margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.

Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna."

En það skilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn engan veginn.

Þjónusta
- Vörur

Þorsteinn Briem, 12.4.2014 kl. 11:58

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.2.2014:

"Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar um 128 milljarðar króna.

Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því líkt og síðustu ár fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda."

Áhersla lögð á að lækka miklar erlendar skuldir Landsvirkjunar næstu árin

Þorsteinn Briem, 12.4.2014 kl. 12:02

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

5.4.2014:

Framleiðsla á koltrefjum í bígerð - Smellpassar við Sauðárkrók segir Össur Skarphéðinsson fyrrverandi iðnaðarráðherra


6.4.2014:


svari iðnaðarráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar þingmanns Samfylkingarinnar segir að horfur séu á miklum vexti í framleiðslu bifreiðahluta úr koltrefjum á næstu árum og einnig framleiðslu vindmylluspaða."

Þessi aukna eftirspurn skapar Íslandi tækifæri á þessu sviði og er áhugaverð framleiðsla fyrir okkur Íslendinga, þar sem hver verksmiðja notar einungis 15-20 megavött af raforku, segir í svarinu.

Í Fljótsdalsstöð fer fram raforkuvinnsla Kárahnjúkavirkjunar, afl stöðvarinnar er 690 MW og raforkan fer öll til álvers Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði.


Koltrefjar framleiddar hér á Íslandi

Þorsteinn Briem, 12.4.2014 kl. 12:07

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Fækkunin í Fjarðabyggð samkvæmt cop/paste er marklaus fræði hjá Þorsteini Briem.

Álversframkvæmdir hófust 2002 og verkefnið gangsett 2007, þetta er auðvelt að Gúggla. Fram að þeim tíma var stöðug fækkun.

Vilji menn einhvern raunhæfan samanburð er það frá þeim tíma er verkefnið var gangsett. Einnig þarf að hafa í huga þann fjölda sem hafði skammtímabúsetu á svæðinu við uppbyggingu árvers og virkjunarinnar, og skekkir það myndina verulega í öllum samanburði.

Þar að auki þarf að hafa það hugfast, að fasteignaverð hækkað í framhaldinu og eldriborgarar, sem voru í "átthagafjötrum" með óseljanlega eign, gátu nú látið draum sinn rætast um að fylgja afkomendum sínum á nýjar slóðir.

Við það losaði húsnæði fyrir aðra inn á svæðið og skekkti áform þeirra sem byggðu nýjar íbúðir í gríð og erg.

Það er því meira, sem liggur undir steini (ekki Steina B) en að hægt sé að Gúggla í einu vetfangi, sér í lagi þegar menn eru staddir langt frá hringiðu verkefnisins og með leppa fyrir öllum vitum.

Benedikt V. Warén, 12.4.2014 kl. 12:14

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins:

"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til hér á Íslandi á árunum 1990-2004 sköpuðust vegna hátækni.

Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.

Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

Í hátækni
eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.


Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.

Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu en einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu og um 70% eru flutt úr landi.

Þorsteinn Briem, 12.4.2014 kl. 12:22

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Tjónið sem verður af falli sparisjóðanna verður hugsanlega miklu meira en tugir milljarða.

Samkvæmt skýrslu gæti tjónið orðið hátt í 300 milljarða þegar upp er staðið.

Þetta tjón er allt vegna sjalla og framsóknarmanna.

Þetta var þannig að sjallar innleiddu hálfvitakenningu og börðu hana inní stóran huta þjóðar með própaganda.

Nú, svo er það nú vísindaleg staðreynd að þegar að framsóknarmenn komast með puttana í hlutina þá hefur það aldrei bætt nokkurn hlut heldur gerir vont verra.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.4.2014 kl. 13:16

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í úttekt rammaáætlunar á Kárahnjúkavirkjun voru þessar gæsir algert smáatriði miðað við þau stórfelldu óafturkræfu náttúruspjöll, sem virkjunin hafði í för með sér með áhrifasvæði sem náði allt frá Brúarjökli til sjávar við Héraðsflóa.

Það voru þau sem skipuðu þessari virkjun efst á lista yfir möguleg umhverfis-  og náttúruspjöll á Íslandi, ekki gæsirnar.

Síðan var í mati á áhrifum framkvæmdanna þögguð niður þau fyrirsjáanlegu árhrif að tímabundið hækkað fasteignaverð myndi valda brottflutningi fjölda fólks.

Úr því að ég, sem ekki er heimamaður, vissi um fjölda dæma um þetta, hefðu heimamenn átt að vita þetta og geta því aðeins kennt sér sjálfum um að "byggt var í gríði og erg."  

Ómar Ragnarsson, 13.4.2014 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband