Holur hljómur, því miður.

Ísland ver miklu minni hlut af þjóðartekjum sínum til þróunarhjálpar en nokkurt annað Norðurlandanna.

Hugsanlega réði hlutkesti aða bara það að vera næstur í röðinni,að utanríkisráðherra okkar var falið að flytja ávarp fyrir hönd Norðurlandanna, um örbirgð og fátækt í þróunarlöndunum á fundi þróunarnefndar Alþjóðabanakans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

En hvernig sem því var farið er ljóst að það var holur hljómur í fagurgalanum, sem sunginn, og að hann var falskastur úr munni fulltrúa nískustu þjóðinnar á Norðurlöndunum og þótt víðar væri leitað hvað varðar þróunarhjálp.  

En að sumu leyti var hástemmt loforðið um útrýmingu fátæktar afar þjóðlegt af hálfu Íslendings sem er Framsóknarmaður í ofanálag hvað það snertir að lofa einhverju sem hvorki er ætlunin að efla né mögulegt að efna.

Enn er í minni loforð Framsóknarmanna í lok síðustu aldar um að stefna að fíkniefnalausu Íslandi árið 2000.

 Enn er ekki vitað hvort "stærsta loforð í heimi," sem gefið var um lausn skuldavanda heimilanna verða í lokin uppfyllt vegna þess hve margt getur gerst sem gerir þau gagnslaus.

Það verður bara að bíða og sjá hvernig það fer allt. Talað var um það fyrir kosningar að minnst 300 milljarðar myndu nást af vogunarsjóðum og "hrægömmum" en ekkert bólar á því ennþá.    


mbl.is Markmiðið er útrýming fátæktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsókn á ei borubót,
með betlistaf í höndum,
fátækum hann gefur grjót,
Gunnar í útlöndum.

Þorsteinn Briem, 14.4.2014 kl. 02:56

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Talandi sem skattborgari, þá er ég ekki hrifinn af að borga uppbyggingu í útlöndum. Ekki virðist mér við eiga fyrir svo mikið sem viðhaldi hér heima, svo það er á afskaplega svörtu siðferðislegu svæði að gefa pörtum af heiminum sem eru ekki hluti af landinu með.

Lítum okkur nær fyrst.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.4.2014 kl. 17:47

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Öll ríki geta sagt að þar búi margt fátækt fólk og þar af leiðandi geti þau ekki veitt fátækum ríkjum þróunaraðstoð.

Þorsteinn Briem, 14.4.2014 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband