Aðalatriðið að vera nógu stór og skulda nógu mikið ?

Víða um lönd gilti það um svokallaðar "björgunaraðgerðir" stjórnvalda, þegar gjaldþrota stórfyrirtækjum var forðað frá gjaldþroti á kostnað skattborgara og almennings, að þær féllu undir lýsingu fyrrum fjármálaráðherra Bandaríkjanna, að vera "ósanngjarnar en nauðsynlegar."

Þetta átti einnig við í mörgum tilfellum hér á landi jafnt sem í þúsund sinnum stærra hagkerfi Bandaríkjanna, þar sem löngum hefur verið sagt, að það, sem sé gott fyrir General Motors sé gott fyrir Bandaríkin.

Hin "nauðsynlega" ósanngirni blasir við. Lítil fyrirtæki, sem höfðu jafnvel stillt sig um að belgja sig út með bruðli og óhóflegum lántökum, mega sæta því að þurfa eftir "björgunaraðgerðir" stjórnvalda að keppa við stórfyrirtæki, sem fá stórfellda, óverðskuldaða og ósanngjarna forgjöf.

Stjórnendur litlu fyrirtækjanna eru að sjálfsögðu óánægðir og hneykslaðir. Þegar þeir hugsa til baka velta þeir fyrir sér hve þeir hefðu getað orðið miklu stærri á græðgisbóluárunum og veitt stærstu fyrirtækjunum meiri samkeppnni, ef þeir hefðu hagað sér á jafn óábyrgan hátt og þau.

Og ekki síður er það blóðugt að þurfa að sæta því að vera í raun refsað fyrir ráðvendni og halda áfram að vera lítill, vegna þess að þeim stóru er hyglað og stórlega mismunað svo að þeir geti haldið áfram að vera stórir.

  


mbl.is „Björgunaraðgerðir ósanngjarnar en nauðsynlegar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að þessu. Var það ekki þannig í USA þegar forsetinn var að bjarga bílaframleiðendum í Detroit þá komu þeir til Washington hver á sinni einkaþotu?

Villi (IP-tala skráð) 11.5.2014 kl. 13:28

2 identicon

Ef þú skuldar lítið þá á bankinn þig.
Ef þú skuldar mikið þá átt þú bankann.
Hér einu sinni var þessu haldið fram og mér sýnist það gilda enn.

Haraldur Gudbjartsson (IP-tala skráð) 11.5.2014 kl. 13:42

3 identicon

Ómr!

Ætlarðu að láta þennan viðbjóð viðgangast? Er þér alveg sama hvað birt er í þínu nafni?

Færsla frá 3.5.2014 | 09:38.

Sjá einkum síðustu athugasemdirnar.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 11.5.2014 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband