Yfirfærsla reynslu í dýraríkinu vanmetin.

Okkur er tamt að tala um "skynlausar skepnur" þegar dýr og fuglar eru annars vegar og í því felst það til dæmis að dýr séu svo heimsk að þau geti ekki lært af reynslunni og því síður geti þau deilt lærdómi sínum með fleiri dýrum, svo sem afkomendum sínum.

Mörg ótrúleg dæmi eru hins vegar um það hve fljót dýr geta verið að læra á breyttar aðstæður og hvernig þessi þekking getur meira að segja dreifst á milli kynslóða.

Í fróðlegu viðtali við helsta frumkvöðul hvalaskoðunarferða á Húsavík kom fram, að hrefnur séu mikilvægasta hvalategundin fyrir hvalaskoðunarferðirnar, og að eftir friðun margra ára, séu þær orðnar bæði forvitnar og gæfar, en það er forsenda fyrir því að hvalir sjáist í námunda við hvalaskoðunarbátana.

En hann segir líka að að sama skapi séu veiðarnar á þeim að snúa þessu við, þannig að dýrin séu farin að verða fælin og stygg í vaxandi mæli og að með sama áframhaldi muni þetta rústa þessari ferðaþjónustu, sem nú sinnir jafn mörgum ferðamönnum árlega og komu hingað í heild fyrir áratug.

Það blasir við að hagsmunir hvalveiðimanna eru örlítið brot af hagsmunum hvalaskoðunarmanna og ferðaþjónustunnar.  


mbl.is Oddvitar vilja stærra hvalaskoðunarsvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband