Grátlegt; - eyðandi græðgi komin á kreik.

Hrunið var slæmt en þó ekki alvont. Fólk vissi að hömlulaus græðgi hafði valdið því og að í bili yrði að sætta sig við lakari kjör en áður.

En hugsanlegt er að áranna 2013 og 2014 verði minnst fyrir það að í ljós kom að fólk hafði í raun lært lítið ef nokkuð af Hruninu. Mörg teikn eru á lofti um það.

Sala á dýrum bílum hefur tvöfaldast og munur á kjörum þeirra tekjulægstu og tekjuhæstu fer vaxandi.

Sértækar aðgerðir úr sjóðum allra landsmanna eru notaðir til að færa fjármuni til millistéttarinnar og jafnvel þjóðfélagshópa, sem þurfa ekkert á þeim að halda en stór hluti lágstéttarinnar situr eftir.

Stóraukinn ferðamannastraumur til landsins og tekjur, sem hann skilar, hefur skapað gullgrafara - græðgisæðis hugsunarhátt hjá mörgum.

Allt í einu er komin upp svipuð staða og fyrir mörgum áratugum að vinnudeilur og verkföll dynja yfir.

Hjá stórfyrirtækinu Icelandair, sem græðir á tá og fingri, er komið upp grátlegt ástand, þar sem ofurlauna forstjóri má ekki til þess hugsa að gróðinn renni til starfsfólksins, sem þar að auki er margt hvert mjög tekjuhátt fólk, sem einnig getur ekki hugsað sér að deila kjörum með alþýðunni, sem nýlega lét sér nægja 2,8% launahækkun, heldur fer fram á margfalt meiri launahækkun.

Fyrirfram vissi forstjórinn að ríkisvaldið myndi setja lög á verkfall ef hann stæði fastur fyrir gegn verkfallsboðendum, og slíkt er í raun afturhvarf meira en öld aftur í tímann, þegar verkföll voru bönnuð og það skapaði ójafna stöðu deilenda.

Þessi deila er dæmi um það þegar allir vilja græða sem mest, rétt eins og var í gangi fyrir Hrun.

Einmitt þegar farið er að ganga betur í þjóðarbúskapnum er að myndast ástand, sem ógnar stöðugleika og grundvelli betri kjara og velferðar.  

Græðgin er ein af dauðasyndunum sjö og eyðandi afl, sem þegar er farið að skaða þjóðfélagið.  

 

 


mbl.is Farþegar afar ósáttir við raskanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef þú ert að tala um skuldaleiðréttinguna, þá er hún ekki sértæk, hún er almenn. Þess vegna slæðast einhverjir með sem ekki þurfa bráðnauðsynlega á hjálp að halda en jafnræðisreglan gildir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.5.2014 kl. 14:05

4 Smámynd: Ellert Júlíusson

Að sjálfsögðu er skuldaleiðréttingin sértæk!

Það er ekki nema brot af húsnæðis"eigendum" sem fá eitthvað út úr þessu. Ansi margir, ef ekki meirihluti þeirra sem voru komnir með lánin sín upp úr öllu valdi fóru í 110% leiðina og eins og liggur í hlutarins eðli þá eru flestir komnir aftur (og lengra) í sömu stöðu og fyrir þann gjörning, en sá hluti mun fá lítið sem ekkert út úr þessum aðgerðum.

Þetta er enn eitt dæmið um sorgleg atkvæðakaup, og svo baða hlutaðeigandi sig í sigurljómanum yfir því að tugir þúsunda skrá sig, í von um að fá nokkra brauðmola af gnægtaborði elítunnar (sem fær síðan mest þegar upp er staðið).

En við getum þá í kjölfarið á þessu séð aukna verðbólgu, hækkandi íbúðaverð og matvöruna hækka enn og aftur og að sjálfsögðu þá hverfur þessi "leiðrétting" á einu til tveimur árum hið mesta.

Hverjir græða síðan á því, nú að sjálfsögðu bankarnir sem geta sýnt fram á hækkandi eignasafn (verðbólgin lán og íbúðaverð) sem fer beint í arðgreiðslur til eigenda...snilld.

Já, það er vandlifað í þessum heimi. 

Ellert Júlíusson, 20.5.2014 kl. 15:09

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef þú kallar 100 þúsund heimili "brot af húsnæðis"eigendum", þá verður svo að vera.

Mikill minnihluti gat farið 110% leiðina. Ég var meðal þeirra. Ef ég hefði ekki fengið þá leiðréttingu myndi ég skulda 23 miljónir í dag en skulda "bara" 18 núna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.5.2014 kl. 17:54

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það ríkir gríðarleg reiði í samfélaginu útí framsóknarmannaflokkinn og sjallaflokk. Gríðarleg reiði sem getur auðveldlega farið úr böndunum.

Það merkilega að það er eins og framsjallar séu algjörlega blindir á þetta. Alveg blindir á þann ljóta leik er þeir spinna áfram dag frá degi. Það er líkt og það sé bara ekki í lagi þessa menn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.5.2014 kl. 18:21

7 Smámynd: Ellert Júlíusson

Það eru engin 100.000 heimili sem eru að fá eitthvað út úr þessari aðgerð og það er búið að sýna fram á það bæði af hálfu ríkisstofnana sem og óháðra aðila.

Það gátu allir sem staðið höfðu í skilum farið í 110% leiðina og miðað við þá upphæð sem í það fór þá voru það ófá heimili sem sér það nýttu. Þau heimili fá ekkert í dag, þrátt fyrir að íbúðarhúsnæðið sem eftir fyrri "leiðréttingu" hafi þá verið 110% skuldsett sé sennilega 120-130% skuldsett í dag. 

Ellert Júlíusson, 20.5.2014 kl. 19:15

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.5.2014 (í dag):

"Ef fleiri sækja um lækkun á höfuðstól húsnæðislána sinna en gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu lækka lán hvers og eins minna en lagt var upp með, segir verkefnastjóri í fjármálaráðuneytinu.

Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að tryggja að aðgerðin sé fjármögnuð áður en útreikningar eru birtir.

Yfir þrjátíu þúsund hafa nú þegar sótt um lækkun á húsnæðislánum sínum, sem er tæpur helmingur þeirra sem eiga rétt á aðgerðinni.

Frumvarpið gerir ráð fyrir því að um níutíu og tvö prósent þeirra 69 þúsund heimila [um 63 þúsund] nýti sér úrræðið."

Lækkun lána fer eftir fjölda

Þorsteinn Briem, 20.5.2014 kl. 20:35

9 identicon

Þau sem keyptu fasteign árið 2007 og 2008 fá einhverja leiðréttingu á fasteignalánin eða kanski þau sem keyptu fyrir 2009, enginn annar ekki öll heimili. Ríkisstjórnin er búinn að efna sitt loforð af einhverju leiti og getur núna snúið sér að sérvinahagsmunum.

Gunnlaugur Sig (IP-tala skráð) 20.5.2014 kl. 21:51

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er alrangt hjá þér Ellert að allir sem stóðu í skilum hafi getað farið 110% leiðréttinguna. Kynntu þér málið betur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.5.2014 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband