Hvað opna fjallvegirnir?

"Fleiri fjallvegir opna" er fyrirsögn á frétt. Tvær spurningar vakna strax. "Fleiri" en hvað? Og hvað "opna" þessir" "fjallvegir"? 

Í aðeins þriggja orða fréttafyrirsögn tekst að koma fyrir tveimur málleysum.  

Orðalagið er rökleysa en samt étur hver upp eftir öðrum svo að ekkert lát er á og einnig er endalaust viðhaldið fleiri rökleysum eins og þeim að hurðir séu opnaðar.

En enda þótt hægt sé að opna hurðir með því að kljúfa þær, brjóta eða saga í sundur með verkfærum getur ekki verið átt við að staðið sé í slíkum skemmdarverkum.  

Það eru ekki bara fjallvegir sem opna eitthvað, sem ekki er sagt hvað er,  í fréttum með þessu orðalagi. Fjöll um allt land eru til dæmis í sífellu að opna eitthvað á veturna, sem ekki fylgir sögunni hvað er.

Orðanotkun af þessu tagi er afsökuð með því að tungumálið verði að fá að þróast eðlilega.

En er það eðlilegt að tungumál þróist þannig að útkoman standist ekki lágmarkskröfur um rökvísa hugsun?  

 

 

  


mbl.is Fleiri fjallvegir opna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Miðað við þessa grein þá ætti það nú að vera í lagi að segja að "fleiri" fjallvegir opnist því að taldir eru upp nokkrir og réttilega átt við að fjallvegir séu að opnast einn af öðrum. En rétt er það, að þeir opna ekkert...en þeir opnast af náttúrulegum orsökum.

Þú komst svo sem ekki með leiðréttingu á því í hverju missögnin fólst eins og málfarsbróðir þinn ágætur, Eiður, gerir, en ég geri ráð fyrir að þetta sé málið....

Már Elíson, 27.6.2014 kl. 17:16

2 identicon

Fleiri fjallvegir opnir eða færir. Ósköp einfalt.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.6.2014 kl. 17:31

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Skýringin á notkun orðsins "fleiri" fæst ekki fyrr en byrjað er að lesa fréttina, sem kemur á eftir fyrirsögninni. Ég tel hins vegar að gera verði þær kröfur til fyrirsagna að þær sjálfar útaf fyrir sig séu rétt orðaðar því að annars verður þetta eins og var hjá okkur í Sumargleðinni á fyrstu skemmmtunum sumarsins, og sumir brandararnir vöktu engan hlátur.

Var þá hafður laus maður við hlið sviðsins sem gekk fram og sagði hátt og skýrt yfir salinn:

"Útskýringar fást hjá dyraverðinum".

Ómar Ragnarsson, 28.6.2014 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband