Hvað um hliðstæðar og stærri byggingar?

Húsin, sem brunnu í skeifunni í gær og í nótt voru byggð á sjöunda og níunda áratug síðustu aldar.

Tvennt vekur því sérstaka athygli varðandi bruna með tjón upp á hátt í tvo milljarða króna.

Annars vegar hve hratt eldurinn breiddist út og hins vegar hve gríðarstórt húsnæði brann.

Hvort tveggja kallar á ítarlega rannsókn, því að til eru miklu stærri byggingar af svipuðum toga, og það er fásinna að halda að eldur geti ekki kviknað hvar sem er í hvaða húsi sem er á Íslandi.

Ástæða þess að mannsöfnuður myndast við svona atburði er skiljanlegur. Það er ekki á hverjum degi sem meðaljóninn verður vitni að svona myndrænum og stórum atburði, þótt eldgos séu auðvitað enn meira sjónarspil.

Þetta er allt afstætt. Sú var tíðin að ég lagði mig fram sem fréttamaður til þess að komast sem fyrst á vettvang atburða, taka myndir og leggja mitt af mörkum til að miðla fréttum og myndum.

Eftir langa ævi vex maður upp úr þessu hvað eldsvoða snertir en er þó samt á tánum ef það gæti gerst að annað fjölmiðlamenn eru ekki nógu snarir í snúningum.

Og hvað snertir stóra viðburði varðandi náttúru Íslands er hins vegar allt óbreytt ennþá enda getur maður kannski gert meira gagn á því sviði en öðrum.   


mbl.is „Hlustið, færið ykkur!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þá er eftirtektarvert að úr öryggismyndavél sem er sennilega á húsi Senu eða Suzuki, þá sjást upphafsmínúturnar þegar reykur byrjar að liðast upp í loftið. 

Það er ekki annað að sjá en að eldsupptök séu ekki í steinhúsi því sem Fönn er með, heldur byggingunni sem BT er með verslun sína í upp að húsi Fannar.  Þá er eftir því tekið að eftir nokkrar mínútur er BT verslunin alelda en ekkert bólar á eldi í gluggum Fannar þó BT versluninn sé löngu orðin alelda, og það upp úr þaki þeirrar verslunar víðast hvar.

Sögusagnir semmér voru sagðar, greina frá því að BT sé búið að vera á barmi gjaldþrots alllengi....... en kannski með góðar tryggingar - og það í skilum ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.7.2014 kl. 15:09

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Reyndar var Fönn með allt húsnæðið í gamla húsnæðinu norðanmegin í miðjunni líka - frá Víði að Griffli.

Og Penninn-Eymundsson á Griffil.  BT er löngu horfið af vettvangi.

Kolbrún Hilmars, 7.7.2014 kl. 17:08

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já Kolbrún, ég mundi þetta eftir að ég hafði póstað athugasemdinni að það var Griffill sem ég hafði í huga, en þannig var áður komið fyir BT. Einn nýju bankannna á enn Pennann-Eymundsson er það ekki ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.7.2014 kl. 23:14

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ja, nú veit ég ekki Prédikari.   Þó man ég ekki til að P-E hafi verið sett á "markað".

En það eru ekki margir íkveikjuvaldar í ritfangaverslun, önnur en rafmagnið. 

Kolbrún Hilmars, 8.7.2014 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband