Aðeins 6% lægri hæð, - og ofar en lágmarkshæðin.

Nú er allt mögulegt skoðað til að varpa ljósi á það þegar MH17 var skotin niður, meira að segja flughæðin. Flugmennirnir óskuðu eftir 35 þúsund feta hæð en var skipað að fara niður í 33 þúsund. 

33 þúsund fet er ekki nema 6% lægri flughæð en 35 þúsund og þar að auki þúsund fetum yfir þeirri lágmarkshæð sem leyfð var, 32 þúsund fetum.

Þess vegna var ekkert óeðlilgt við það að úthluta MH17 33 þúsund feta flughæð, enda daglegt brauð að þotur fái ekki alveg þá flughæð sem beðið er um.  

Ef komast á að þeirri niðurstöðu að lækkunin hafi verið of mikil er augljóst að 32 þúsund fet voru ekki nógu lág flughæð til að flugvélar gætu verið öruggar gegn flugskeytaárás og að hugsanlega skipti ekki máli hvort flogið var í 33ja þúsund eða 35 þúsund feta hæð eða jafnvel talsvert hærri hæð. 

 Fyrir 63 árum skutu Sovétmenn niður U-2 njósnaflugvél Bandaríkjamanna sem flogið var í 70 þúsund feta hæð með S-75 Dvina flugskeyti en fram að því höfðu Rússar ekki getað smíðað flugskeyti sem drógu svo hátt.

Sovétmenn náðu Gary Powers flugmanni lifandi og flakinu heillegu og atvikið varð til að fyrirhuguðum fundi æðstu manna ríkjanna var aflýst vegna reiði Rússa, einkum vegna þess að Eisenhower þrætti fyrir að þetta hefði verið njósnaflugvél.  

Síðan eru liðin 63 ár, eins og áður sagði, og einhverjar framfarir orðið í flugskeytagerð.

Þótt S-25 hafi verið ofurflugskeyti 1960 ætti það að vera ljóst í ljósi framfara síðan og , að 33 þúsund feta flughæð er hvergi nærri nóg til að komast upp fyrir hættusvæði hernaðarátaka og fljúga í öryggi ef annar hvor stríðsaðilinn eða báðir ráða yfir öflugum flugskeytum. 

Og mörg svipuð atvik á fyrri áratugum sýna, að enn hafa aðstæður á átakasvæðum  ekki verið teknar nægilega föstum tökum til að komast hjá því að svona endurtaki sig.    


mbl.is Fyrirskipað að lækka flugið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The SA-17 Grizzly is one of the more recent of the Russian BUK family of medium-range surface-to-air missile systems.

Unlike shoulder-fired, MANPAD rockets, which have a limited range, the SA-17 is a large, mobile missile system fired from military vehicles that can reach tens of thousands of feet in the air - more than high enough to hit a jetliner at cruising altitude, according to an Australian industry analysis of the system.

Developed by the Russians, the SA-17 system has been a point of pride in Moscow where it was featured among other weapons systems in Russian Victory Day parades through Red Square.

The state-owned Russian news outlet RIA Novosti reported last year that Russian armed forces hoped to upgrade to a newer version of the missile system in 2016.

Prior to
the SA-17, the Russians developed the SA-11 Gadfly, or BUK-M1, which both the Russian military and the Ukrainian military operate.

While less sophisticated, missiles fired from the SA-11 can still reach more than high enough to knock out an airliner at cruise altitude, according to IHS Jane's Missiles and Rockets editor Doug Richardson."

What Weapons Could Have Brought Down MH17 - And Why

Þorsteinn Briem, 18.7.2014 kl. 23:15

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ættli að flugmálayfirvöld hafi ekki stólað a að Pútín væri ekki ofreskja i manns mynd sem mundi láta KGB fa leyfi til að að nota þessar eldflaugar til að skjóta niður MH 17, þvi að eg er viss um að hans persónulega leyfi varð að vera fyrir hendi.

En vonandi læra flugmálayfirvöld a þessum alvarlegu misreikningum i framtíðinni. Eg hef verið i flugi yfir Afghanistan og líka lent þar og það var um borð a flugvélum sem skráðar voru a Íslandi.

Auðvitað a engin flugvél nema herflugvél að fljúga yfir og eða til hernaðarsvæðis.

Kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 18.7.2014 kl. 23:31

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

U-2 vélin var reyndar mun lægra, því hún hafði „stallað“ svo hann var komin langt niður fyrir þessi 70 þúsund fet, en þessum vélum var mjög hætt við því.

Annars hljóta flugmálayfirvöld að bera mikla ábyrgð í þessu máli því hver flugvélin á fætur annarri hafði verið skotin niður þarna undanfarið. FAA í Bandaríkjunum hafð lýst þetta bannsvæði, þótt fáar bandarískar vélar fari þarna um. Það hefðu Evrópumenn líka átt að gera fyrir löngu.

Vilhjálmur Eyþórsson, 19.7.2014 kl. 00:43

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

33.000.- fet er hámarks "range" þessara flugskeyta. Einhver sem vill tjá sig um "restina"?

Halldór Egill Guðnason, 19.7.2014 kl. 03:57

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Held að Steini Briem ætii í eitt sinn að halda kjafti og ekkei mæla orð af vör, nema að mjög vel ígrunduðu máli.

Halldór Egill Guðnason, 19.7.2014 kl. 04:02

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef maximum range er 33 þúsund fet var það einmitt flughæð MH17.

Ómar Ragnarsson, 19.7.2014 kl. 13:37

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Known in Western parlance as the SA-11 Gadfly or SA-17 Grizzly, they were designed to defend the mighty Red Army from NATO planes as it would advance across battlefields in a Third World War.

They are some of the most potent tactical surface-to-air missiles (SAM) in Russia’s arsenal, said the Teal Group's Steve Zaloga, an expert on missiles.

It's a sophisticated surface-to-air anti-aircraft system with a range of up to 25 kilometers high, putting Flight MH17 easily within range [33 þúsund fet eru um tíu kílómetrar]."

"According to our information, the aircraft was flying at Flight Level 330 (approximately 10,000 metres/33,000 feet) when it disappeared from the radar.

This route had been closed by the Ukrainian authorities from ground to flight level 320 but was open at the level at which the aircraft was flying," EuroControl said on its website."

Þorsteinn Briem, 19.7.2014 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband