Það er ekki nóg að vona, - það verður að gera eitthvað strax.

Nú er sagt að síðasta haldreipið varðandi einstakt lífríki Mývatns sé að vona að kúluskíturinn og hið einstaka lífríki Mývatns komi aftur. 

En það er ekki nóg að vona þegar fyrir liggur að eftir að djöflast var í vatninu við kísilgúrnám í meira en þrjá áratgui eigi að halda áfram á sömu braut við hvers kyns umsvif við vatnið, auka byggðina við vatnið, fjölga ferðamönnum, auka umferðina og reisa 90 megavatta jarðvarmavirkjun á austurbakka vatnsins.

Það verður að gera eitthvað og það strax. Það þarf að reisa hreinsistöðvar til að hreinsa skólp frá vaxandi byggð og vaxandi umferð fólks og farartækja og það á að slá þegar í stað af allar hugmyndir um að hlamma stórri jarðvarmavirkjun niður á austurbakkann með tilheyrandi brennisteinsvetnsmengun.  

En það er eins og menn yppti bara öxlum og segi: Það eru ekki til neinir peningar og við verðum jú að lifa af landinu og virkja hvar sem því verður við komið. 


mbl.is Kúluskíturinn í Mývatni er horfinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þreifst ekki kúluskíturinn afbragðsvel í þá þrjá áratugi sem kísilgúrnámið stóð?

Grímur (IP-tala skráð) 20.7.2014 kl. 07:00

2 Smámynd: Hörður Einarsson

Kúluskíturinn kom þegar Kísiliðjan kom, kúluskíturinn fór þegar Kísiliðjan fór.

Hörður Einarsson, 20.7.2014 kl. 11:14

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ekki rímar þetta síðasta við það sem segir í fréttinni. En vísindamaðurinn Árni Einarsson sem hefur rannsakað og fylgst með lífríki Mývatns um áratuga skeið er líklega bara vitleysingur.

Ómar Ragnarsson, 20.7.2014 kl. 15:18

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ekki rímar þetta síðasta við það sem segir í fréttinni. En vísindamaðurinn Árni Einarsson sem hefur rannsakað og fylgst með lífríki Mývatns um áratuga skeið er líklega bara vitleysingur.

Niðurstaða: Hefjum aftur kísilgúrnám í Mývatni og gefum (kúlu)skít í þá sem vara við því sem er í gangi við vatnið.

Ómar Ragnarsson, 20.7.2014 kl. 15:20

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Að kísilgúrverksmiðjan hafi haft skaðleg áhrif á kúluskítinn er illa rökstudd tilgáta og algjörlega ósönnuð.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.7.2014 kl. 20:55

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

21.7.2014 (í dag):

"Und­ir­bún­ings­fram­kvæmd­ir eru nú í full­um gangi hjá Lands­virkj­un við Þeistareyki.

Þing­eyj­ar­sveit hef­ur gefið Lands­virkj­un fram­kvæmda­leyfi til að reisa þar 100 MW jarðhita­virkj­un sem ætlað er að út­vega raf­orku til stóriðju á Bakka við Húsa­vík."

27.6.2014:

"Á Húsavík er áformað að PCC BakkiSilicon hf., dótturfyrirtæki þýska félagsins PCC SE, byggi kísilver.

Áætluð framleiðslugeta kísilversins er 33 þúsund tonn af kísilmálmi á ári með möguleika á stækkun upp í 66 þúsund.

Samkvæmt samkomulagi við Landsnet er miðað við að starfsemin hefjist árið 2017 og aflþörf fyrsta áfanga verksmiðjunnar er 52 megavött
[104 MW þegar stækkun er lokið]."

Þorsteinn Briem, 21.7.2014 kl. 06:22

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.3.2013:

"Alþingi samþykkti í gær frumvarp sem veitir atvinnuvegaráðherra heimild til að gera fjárfestingasamning um byggingu 33 þúsund tonna kísilvers á Bakka við Húsavík.

Ríkið
veitir skattaívilnanir fyrir 1,5 milljarða króna.

Ef áætlanir standast gæti framleiðslan hafist 2016 og gert er ráð fyrir að hún verði aukin upp í 66 þúsund tonn síðar.

Félagið fær sérstakar skattaívilnanir
vegna nýfjárfestinga umfram aðrar heimildir í lögum hvað varðar tekjuskatt, tryggingagjald, stimpilgjöld, fasteignagjöld og fleira fyrir um 1,5 milljarða króna á tíu ára tímabili.

Ríkið
greiðir einnig nærri 800 milljónir króna vegna framkvæmda við lóðina og þjálfun nýs starfsfólks.


Alþingi samþykkti einnig frumvarp um þátttöku ríkisins í gerð vegtengingar milli Húsavíkurhafnar og Bakka fyrir 1,8 milljarða króna.

Og ríkissjóður veitir víkjandi lán vegna hafnarframkvæmda fyrir 819 milljónir króna."

Þorsteinn Briem, 21.7.2014 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband