Næstum því "óhugnanleg" tækni.

Ég er að ferð með kvikmyndatökumönnum sem hafa tekið kvikmyndir af ýmsum skurðaðgerðum og gefið mér lýsingar á þeirri upplifun að sjá slíkt. 

Þegar maður er búinn að heyra þær eykur það bjartsýni og hrifningu á starfi þeirra lækna, sem þetta gera.

Aðferðirnar eru lygilegar, viðfangsefnið skoðað með fullkominni tækni þar sem ferðast er um það kerfi líffæra sem líkamar okkar eru, viðfangsefnið greint og læknismeðferðin valin.

 

Síðan eru tekin upp verkfæri, sem eru nánast eins í meginatriðum og gróf verkfæri manna, sem starfa við viðgerðir á hvers kyns hlutum, svo sem húsum og bílum, og teknar upp sagir af ýmsum toga, svo sem hjólsagir, auk meitla, hamra, þjala, hnífa o. s. frv. 

Fyrir þá, sem eiga í vændum að fara í svona aðgerðir getur groddaleg lýsing á svona aðgerðum vakið óhug, en hvað okkur Helgu varðar, eykur hún aðeins bjartsýni, aðdáun og þakklæti í garð þeirrar mannúðarstarfsemi sem heilbrigðisstéttirnar stunda.  


mbl.is Mörg þúsund láta laga í sér sjónina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður var sá fyrsti sem fór í leiseraðgerð á augum hér á Íslandi.

En sjónin hefur versnað smám saman, þannig að nú nota ég gleraugu við lestur og tölvuvinnu.

Mæli þó með leisersjón ef hún verður ekki of mikil, þannig að menn sjái í gegnum fatnað.

Þorsteinn Briem, 11.8.2014 kl. 15:43

2 identicon

Hinsvegar eru því miður engir meðferðamöguleikar við "Macular degeneration" (AMD eða ARMD). 

Þar eru augnlæknar ráðalausir.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.8.2014 kl. 16:47

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Friðbert Jónasson prófessor í augnlækningum, bróðir Péturs ljósmyndara á Húsavík, er mikill tæknisnillingur og þeir báðir.

Friðbert hefur haldið fyrirlestra í augnlækningum úti um allar heimsins koppagrundir.

Sómafólk allt það fólk.


25.8.2001:

"Fyrir réttum fimm árum fór fram hér á landi yfirgripsmikil augnrannsókn unnin undir stjórn Friðberts Jónassonar, yfirlæknis augndeildar Landspítala - háskólasjúkrahúss og prófessors í augnlækningum við Háskóla Íslands, í samstarfi við Japani og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO).

Markmið rannsóknarinnar af hálfu WHO var fyrst og fremst að skoða þátt útfjólublárra geisla í skýmyndun á augasteini en þynning og gat á ósonlaginu hefur valdið því að slík geislun hefur aukist.

Þar að auki var rannsökuð gláka og ellihrörnun í augnbotnum en saman eru þessir þrír sjúkdómar helsta orsök blindu og sjónskerðingar í hinum vestræna heimi."

Sérstaða Íslands veitir einstök tækifæri

Þorsteinn Briem, 11.8.2014 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband