Græðgisæðibunugangurinn.

Græðgisæðibunugangurinn við að framkvæma stærsta "túrbínutrix" Íslandssögunnar er smám saman að koma betur fram í dagsljósið. 

Allar flóðgáttir opnuðust árið 2002 þegar ætt var af stað í risaframkvæmdum hvar sem því varð við komið.

Þrátt fyrir heitorð um það að Kárahnjúkavirkjun, stærsta framkvæmd Íslandsssögunnar, yrði eina stórframkvæmdin næstu fimm árin, var líka ætt af stað með mestu húsnæðisbólu sögunnar og stórfelldar stóriðjuframkvæmdir á Suðvesturlandi.

Reist var fáheyrt og rándýrt monthús yfir OR, og byrjaðar framkvæmdir á lóð nýs álvers í Helguvík, þótt alveg væri eftir að finna og  tryggja orku til þess og aðeins búið að semja við tvo aðila af minnst tólf, sem þurfti að semja við vegna þessarar geggjunar.

Orkuna átti auðvitað að selja í samræmi við stefnuna "lægsta orkuverð í heimi" sem var gefin í upphafi stóriðjuæðisins.  

Í því fólst þetta stóra túrbínutrix.

Reist var um það bil fimm sinnum stærri Hellisheiðarvirkjun en glóra var í, ef orkan átti að vera endurnýjanleg og standast kröfur um sjálfbæra þróun, fullyrt að búið væri að leysa öll mengunarvandamál, þótt þau séu enn óleyst, meira en áratug síðar.

Fáránlegast af öllu er að fyrsta embættisverk núverandi ráðherra orkumála á fyrsta starfsdegi sínum var að slá því föstu, að álver í Helguvík skyldi rísa, og að öll ríkisstjórnin skyldi skömmu síðar lýsa því yfir, að hún stefndi einróma að því að reisa álver þarna.   


mbl.is Vill losna undan orkusölusamningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samkvæmt lögum á Orkustofnun (OS) að hafa eftirlit með orkugeiranum.

OS á að meta sjálfbærni jarðhitavirkjana kostnaðargögn/tæknigögn og þarfagreiningu í raforkuflutningskerfinu ofl.

OS gerði ekki athugasemdir við gríðarlegar raflínulagnir til álvera á Bakka og Helguvík þó ekkert væri í hendi hvort eða hvar sú orka yrði framleiddd!

Norska Orkustofnunin var nýlega fengin til að gera úttekt á þeirr íslensku OS (kölluð hér NEA National Energy Authority).

Ég er viss um að jafnvel Íslenska Fjármálaftirlitið hefði ekki fengið jafn slæma útekt fyrir hrun!

Hér eru nokkur gullkorn úr skýrslu Norðmannanna:

"worrying poor communication skills among NEA staff."

"outrageous, beyond professionalism, and well beyond acceptable limits."

"NEA, allegedly, leaves out any reference to legal basis for its approval."

"As for other cases, however, it is said to exist an even less consistent and robust practice with regard to formalities."

"Both NEA and all market participants state that NEA does not at all conduct site inspections."

"Some market participants even claim that NEA does not have any control over important market

participants. According to one market participant, the TSO (Landsnet) is allowed to be managed horribly, on a continuous basis, without necessary interference from NEA."

"Finally, we would like to stress that public access to documents contributes to the level of

transparency needed for a well-functioning electricity market regardless of whether the document is

held by NEA, the Ministry or a state-owned undertaking not subject to competition. In relation to the

said, NVE is surprised to learn that documents held by state owned undertakings is exempted from

public access per se,"

"representatives of both authorities and market participants have expressed their deep

dissatisfaction with how certain governmental bodies and/or market participants act in terms of their

roles and responsibilities."

Hver er svo reynsla okkar heimamanna af OS (NEA)?

Landsnet fullyrðir að til sé skýrsla sem segi að jarðstrengur í stað loftlínu í Blöndulínu3 sé 500% dýrari. LN og OS neita að afhenda skýrsluna. Eftir mikil bréfaskrifti úrskurðar Úrskurðarndefnd um Upplýsingamál að LN skuli afhenda skýrsluna. -Þá reynis LN hafa "týnt skýrslunni"!. Það sem meira var OS sem ber að yfirfara öll kostnaðargögn hafði týnt henni líka!!!

Landsnet framvísað kostnaðargögnum vegna 220KV Suðurnesjalínu sem sýndi að jarðstrengur væri 500% til 900% dýrari en loftlína. Gögnin komu úr ágætri Breskri skýrslu en ósagt var að skýrslan fjallaði eingöngu um 400KV raflínur sem alla jafna hafa uþb 5X meiri afkastagetu en Suðurnesjalína. OS var bent á þessa fölsun LN en kaus að aðhafast ekkert og samþykkti loftlínuna á þessum falska grunni.

Rétt er að geta þess að nýja 220KV strenglagnir í Evrópu eru 50% til 100% dýrari en fyrirhugaðar loftlínur LN. Eftirlit og þekking OS er hinsvegar ekkert.

Helsti akkilesarhæll íslands er lélegt stjórnkerfi. Ekki að undra að landsmenn séu farnir að horfa til Noregs og ESB þar sem stjórnarfar er heilbrigðara.

Sigurðut Sunnanvindur (IP-tala skráð) 14.8.2014 kl. 09:40

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 20.8.2014 kl. 06:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband