Hestar eru helmingi of margir.

Mig minnir að Sigurbjörn Bárðarson hafi einhvern tíma sagt að hestar væru helmingi of margir á Íslandi. 

Helmingurinn mætti alveg verða sleginn af.

Á ferðum mínum í sumar um allt land hef ég séð slæm dæmi um gróðurspjöll vegna of margra hesta og of mikillar umferðar hesta sums staðar.

Á einum stað í nágrenni höfuðborgarinnar er afar illa farið land vegna langvarandi ofbeitar hesta.

Ég fjallaði um það í sjónvarðinu fyrir 20 árum en ástand landsins hefur bara versnað síðan þá.

Égveit um hliðstæð dæmi annars staðar, en Landgræðslan, sveitarfélög og nágrannar fá ekkert að gert vegna þess að í áratugi hefur enginn vilji verið á Alþingi til að setja lög, sem stöðva þetta landníð.

Þetta ástand er enn dapurlegra fyrir þá sök að íslenski hesturinn er eitt af því dýrmætasta sem land og þjóð á og ræktun hans og meðferð þorra hestaeigenda er til mikils sóma.

En einmitt þess vegna er meiri þörf á að þvo þennan blett af hestahaldi á Íslandi.  


mbl.is Umferð hesta takmörkuð í Reykjadal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

21.5.2012:

"Andrés Arnalds, fagmálastjóri hjá Landgræðslu ríkisins, segir að beitarhagar fyrir hross séu víða of mikið bitnir.

Ástandið nú sé jafnvel verra en fyrir rúmum tuttugu árum þegar land fór víða illa vegna ofbeitar."

"... vandamálið sé um allt land en Suðurlandið líti þó verst út og hægt sé að sjá tugi jarða sem hafa orðið fyrir ofbeit á milli Hvolsvallar og Selfoss."

Mesta ofbeit í rúmlega tvo áratugi

Þorsteinn Briem, 16.8.2014 kl. 03:04

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sauðfé hér á Íslandi fækkaði um 350 þúsund á árunum 1980-2012, síðastliðna rúma þrjá áratugi, úr 828 þúsundum árið 1980, en nautgripum fjölgaði um 11.500, úr 60 þúsundum, og hrossum fjölgaði um 25 þúsund, úr 52 þúsundum, á sama tímabili, samkvæmt Hagstofu Íslands og Matvælastofnun (MAST).

Norðurland vestra
er langmesta sauðfjárræktarsvæði landsins og sauðfé þar er 107 þúsund en Suðurland er í öðru sæti með 82 þúsund.

Suðurland
er hins vegar langmesta nautgriparæktarsvæði landsins og þar eru 28 þúsund nautgripir.

Á Suðurlandi
eru einnig flest hross, um 28 þúsund í fyrra.

Sauðfjárbúum fækkaði
hér um þriðjung (33,4%), í 1.961, og kúabúum um helming (51,8%), í 729, á tæplega tveimur áratugum, 1990-2008.

Skýrsla nefndar um landnotkun - Febrúar 2010, bls. 38

Þorsteinn Briem, 16.8.2014 kl. 03:11

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flutt voru út héðan frá Íslandi 1.589 lifandi hross árið 2009, þar af um 90% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Og seld voru um 1.500 tonn af íslensku hrossakjöti árið 2012.

Meirihlutinn
af því var fluttur út, aðallega til Frakklands, Ítalíu, Sviss og Rússlands.

18.2.2013:


Útflutningur á hrossakjöti þrefaldast


27.6.2012:


Telja að útflutningur á lifandi hrossum muni aukast

Þorsteinn Briem, 16.8.2014 kl. 04:13

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ekkert mál - borðum eitthvað af þessum hestum.  Þeir geta verið ljúffengir ef rétt matreiddir.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.8.2014 kl. 04:33

5 identicon

ef ég man rétt sagði sigurbjörn þettað þegar sölutregða var á mörkuðum. efast um að það meigi fækka hans hestum. oft búið að fjárfesta mikið í hrossarægtinni. of margir með of marga eðalgæðínga sem má ekki farga. en um ofbeit hrossa er auðvitað vandamál á sumum svæðum svo virðist vera tíska hjá sumum að hafa svokölluð sveltihólf til þess að hrossin verði ekki of feit. eins er hagabeit kosnaðarsöm sér ílagi eftir að jarðir hækuðu í verði. hvað er til ráða er erfit að eiga við. einsog eitn ráðunautur sagði að að velbeit land gleður mansins auga en gleimdi að seigja hóflega beit

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 16.8.2014 kl. 09:53

6 identicon

Eftir að hafa búið í Skandenavíu undanfarin ár kom það mér á óvart á ferð minni um Ísland í sumar hvað gróður er farina að spilla ásýnd landsins. Heilu héruðin er að sökkva í Síberíu lerki, Alaska ösp og meir að segja fjallavíðirinn í Víðidal á fjöllum er sokkinn Berings punt. Mýrdalssandur er orðin að Alaska lúpínu breiðu, Skógasandur er horfin og ekki sést lengur til Skógarfoss frá þjóðveginum vegna trjágróðurs. Ef fer sem horfir mun Ísland breytast innan skamms í heila helvítis Svíþjóð þar sem ekkert er að sjá nema tré og útsýnið út um hliðarrúðuna er eins og að horfa á strikamerki.

Leifur-heppni (IP-tala skráð) 16.8.2014 kl. 12:03

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skelfilegt að menn þurfi að fara af þjóðveginum til að sjá Skógafoss.

"Skógur þekur nú rúmlega 1% af Íslandi, að stórum hluta birkikjarr, en gróðursettir skógar þekja um 0,2% landsins:"

Í dag

Þorsteinn Briem, 16.8.2014 kl. 13:25

8 identicon

Ég þekki nú sæmilega slóðina milli Hvolsvallar og Selfoss, og eina breytingin sem ég sé frá því fyrir ca 20 árum eða svo, er minni beit, og upphleyping á allslags gróðri sem ég þekkti lítt hér áður.
Mikið um víði, og kerfil.
Svo er það leggurinn Hella-Djúpidalur. Þetta var svört eyðimörk fyrir svona 40 árum. Hægt að tapa bíllakki og framrúðu þarna í sandblæstri. En ekki í dag!
Ekki það að ég sé hrossadýrkandi, en þetta er nú að mestu í góðu lagi sýnist mér.
Það má benda á eitt að auki.
Útflutningur á lífhrossum fór um tíma í næstum 3.000 stykki. Miðað við 4ra ára meðalaldur þyrftu þá að vera 12.000 hross í eldi, og að auki a.m.k. 3000 hryssur. Reyndar 6.000, ef tekið er tillit til þess hversu valið er þröngt, - það kemur ekki alltaf folald úr hverri hryssu, og ekki nærri öll eru nógu góð. En gróft reiknað má segja að fyrir hvert sem fer úr landi, þurfi 6 á bak við, - aldrei minna.


Jón Logi (IP-tala skráð) 17.8.2014 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband