Afrek Bárðarbungu allt frá suðurströndinni til norðurstrandarinnar

Nú sést að hinar sjóðandi heitu herdeildir Bárðarbungu sækja fram einn km á dag.  Ef Það stæðu yfir réttarhöld yfir íslenskum eldstöðvum kæmi fljótlega í ljós að Bárðarbunga væri öflugasti mafíuforinginn.

Hún hefur í gegnum aldirnar byrjað að skjálfa og síðan hafa kvikustraumarnir streymt út frá henni til beggja átta og komið upp í eldstöðvum býsna langt frá upphafinu.

Þannig ollu eldstöðvar í kerfi Bárðarbungu sem ná allt suður undir friðland að Fjallabaki stórgosum árin 870 og 1480.

En magnaðasta gosið hefur sennilga verið það sem sendi hraun alla leið niður í Flóann.  Þegar menn aka um Suðurlandsveg átta þeir sig ekki á því að þessi blómlega sveit stendur á hrauni sem Bárðarbunga ber ábyrgð á.  

Hinum megin við Öxarfjörð er sandströnd sem að stórum hluta er mynduð af hamfaraflóðum vegna eldgosa undir jökli sem Bárðarbunga ber líka ábyrgð á.  

Jarðfræðilegir leynilögreglumenn hafa nú afhjúpað þetta og það er ekki lítill ,,afrekalisti" sem Bárðarbunga er á. 


mbl.is Kvikan færist um einn kílómetra á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 20.8.2014 kl. 19:56

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 20.8.2014 kl. 20:44

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 20.8.2014 kl. 20:53

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 20.8.2014 kl. 21:22

6 identicon

Gaus ekki Katla síðast 1918? Held ég hafi séð það í góðum heimildum.

Sigurdur Oddgeirsson (IP-tala skráð) 20.8.2014 kl. 22:40

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Talið er að Katla hafi gosið að minnsta kosti 20 sinnum síðan Ísland byggðist.

Tíminn sem liðið hefur á milli gosa er allt frá 13 árum upp í um 80 ár.

Síðasta stóra Kötlugos
var árið 1918 en árið 1955 kom hlaup frá Mýrdalsjökli sem menn halda að hafa verið undan gosi undir jökli.

Hlaupið var þó smávægilegt miðað við hlaup sem hafa myndast vegna gosa í Kötlu og þess vegna hefur það verið sett í sviga þegar talað er um Kötlugos."

Map of earthquake epicentres

Þorsteinn Briem, 20.8.2014 kl. 23:25

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jarðvísindastofnun Háskólans:

Wed, 08/20/2014 - 10:25

Þorsteinn Briem, 21.8.2014 kl. 02:43

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Uppruni nafnsins Bárðarbunga - Vísindavefurinn

20.8.2014 (í gær):

Mögulegt tjón vegna eldgosa í Bárðarbungu-Veiðivatnakerfinu - Vísindavefurinn:


"Tjón af völdum gosa á jökulþöktum hluta Bárðarbungu-Veiðivatnakerfis getur bæði stafað af gjóskufalli og jökulhlaupum.

Gjóskufall í byggð olli líklega einna mestu tjóni í gosi í ágúst og september 1717 en þá féll gjóska um Norður- og Austurland frá Eyjafirði austur á Hérað svo að haglaust varð og tafir á heyskap.

Tjón af völdum jökulhlaupa
sem sögur fara af í Skjálfandafljóti og þó einkum Jökulsá á Fjöllum var verulegt, enda ollu þau fjársköðum og landskemmdum þótt ekki væru hamfarahlaup."

"Tjón og umhverfisbreytingar vegna eldgosa á sprungureininni utan jökulsins geta bæði orðið vegna hraunrennslis og gjóskufalls - og hugsanlega vegna hreyfinga á sprungum og misgengjum.

Sprungureinin er alls staðar fjarri byggð. Stærstu forsögulegu gosin á suðvesturhluta hennar ollu stórfelldum umhverfisbreytingum.

Hraun þaðan runnu
niður á láglendi eftir farvegum Tungnaár og Þjórsár og meira en 130 kílómetra frá upptökum.

Gjóskufall í
tveimur sögulegum gosum á suðvesturhluta sprungureinarinnar náði til að minnsta kosti helmings landsins. Þótt það hafi ekki verið stórfellt í byggð voru áhrif þess á hálendinu mjög skaðleg og breyttu stórum svæðum í gróðurvana auðnir.

Fimm stórar vatnsaflsvirkjanir og allmargar stíflur á vatnasvæði Tungnaár og Þjórsár hafa verið byggðar í nágrenni sprungureinarinnar.

Öll mannvirkin eru innan þess svæðis sem 20 sentímetra gjóskufall getur náð til, fjórar virkjanir á svæðum þar sem hraun kann að renna og hugsanlegt er að sprunguhreyfingar geti náð til mannvirkja næst jaðri sprungureinarinnar."

Þorsteinn Briem, 21.8.2014 kl. 04:08

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

21.8.2014 (í dag):

"Virkni allra eldstöðva í Vatnajökli tók að vaxa, eins og sást á fjölda jarðskjálfta, strax frá 2007 og jafnvel 2005.

Svo gaus í Grímsvötnum 2011 og þá datt virknin í öllum eldstöðvunum niður en byrjaði fljótlega að vaxa aftur og virknin í Bárðarbungu tók að vaxa hraðar en annars staðar.

Virknin hefur margfaldast núna en aukning í skjálftavirkni hefur staðið lengi," segir Kristín Vogfjörð jarðeðlisfræðingur og rannsóknastjóri á Veðurstofu Íslands.

Aukin skjálftavirkni bendir til svæðisbundinnar aukningar á kvikuframleiðslu undir öllum norðvestanverðum Vatnajökli, að sögn Kristínar sem vann að vöktun jarðskjálftahrinunnar í aðdraganda eldgossins í Eyjafjallajökli.

"Þegar þessi hrina byrjaði og skjálftarnir voru orðnir þúsund hugsaði ég að þetta væri eins og í Eyjafjallajökli.

Þegar hrinan í aðdraganda gossins í Eyjafjallajökli hófst voru þetta þúsundir skjálfta en ekki nokkur hundruð.

Þetta er þannig atburður í Bárðarbungu
en þetta er allt stöðugt og engar vísbendingar um að kvikan séu að leita upp, sem endar í eldgosi.

En svona gríðarlegt magn af kviku getur alltaf leitað upp og við þurfum að vera vakandi fyrir því," segir Kristín.

Enn unnið að hættumati vegna Bárðarbungu

Þorsteinn Briem, 21.8.2014 kl. 10:02

14 identicon

Af hverju í ósköpunum ertu ekki með eigin bloggsíðu fyrir allt þetta gagnamagn, Steini Briem, frekar en hengja þig svona endalaust aftan í Ómar? 

Þá geta þeir sem hafa áhuga á þessu efni sem þú dregur saman (sem stundum er vissulega áhugavert), einfaldlega farið á síðuna en svo hinir náttúrulega sleppt því! 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 21.8.2014 kl. 10:37

15 identicon

Þetta er eitthvað svo yfirmáta geggjað!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 21.8.2014 kl. 10:38

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér finnst að ekki eigi að eigna Bárðarbungu hraunið í Flóanum þó það eigi uppruna sinn úr megin eldstöðvarkerfinu sem kennt er við bunguna Bárðar.

Ekki tölum við um Vestmannaeyjagosið 1963 (Surtsey).

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.8.2014 kl. 10:41

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er ekkert mál fyrir þig að sleppa því að lesa það sem ég birti hér, eins og Ómar Ragnarsson hefur margbent þér og öðrum vesalingum á, Bjarni Gunnlaugur.

Þorsteinn Briem, 21.8.2014 kl. 11:09

18 identicon

Jú, Steini það er nefnilega bölvað vesen að þurfa alltaf að vera að skrolla í gegnum moðreykinn frá þér, ég hef gaman af pælingunum hjá Ómari og stundum koma ágæt komment við þær frá ýmsum aðilum en mér leiðist þessi endalausi vaðall þinn þótt margt sé þar af ágætu viti (enda ekki frá þér komið)  þetta drepur bara svo niður umræðuna.

Þú varst einhvern tíman með bloggsíðu Steini, af hverju hættirðu því? 

Mundu svo að taka meðulin! 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 21.8.2014 kl. 11:52

19 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Svona hegðun hefur verið kölluð "sníkjublogg" en það orð ætti að skýra sig sjálft.

Emil Hannes Valgeirsson, 21.8.2014 kl. 12:05

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hef birt hér alls kyns staðreyndir, þar á meðal fjöldann allan af fréttum og fréttaskýringum, sem undirritaður hefur sjálfur samið, síðastliðin sjö ár og mun halda því áfram með fullu samþykki Ómars Ragnarssonar, eins og hér hefur margoft komið fram.

Haltu bara áfram að mjólka kýrnar og annað sem þú ert vanur að mjólka, Bjarni Gunnlaugur.

Þorsteinn Briem, 21.8.2014 kl. 12:15

21 identicon

Snýkju hvað ... ég bara spyr.

Af hverju, þurfa menn í sífellu að banna öðrum, þetta og hitt.  Þer, Emil og Bjarni, er ekki heimilt að banna einum ett eða neitt.  Þu getur, eins og bent hefur verið á ... bara sleppt því að lesa þetta.

Að hlusta á fólk, sem telur sig vera svo "lýðræðislegt", koma med "farðu heimt il þín" eða "ég vil ekki hlusta á þig, þú ert svo leiðinlegur".  Og svo, toppurinn ... gera menn útlæga fyrir skoðanir sínar, í lýðfrjálsu landinu.  Þ.e.a.s. Lýðfrelsið er "þú mátt þetta alveg, bara ef ég þarf ekki að hlusta á það".  Þú getur sleppt því að hlusta, en hefur ekki rétt til að meina hinum að tala.

Ég verð að segja það, að í umræðu um gosið eins og hér á síðu Ómars.  Eru upplýsingar Steina, bara mjög svo þarfar.  Þær eiga alveg hér heima.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 21.8.2014 kl. 12:18

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þið fáráðlingarnir hafið ekkert hér fram að færa annað en skítkastið, Emil Hannes Valgeirsson.

Þorsteinn Briem, 21.8.2014 kl. 12:24

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þakka hlý orð í minn garð, Bjarne Örn Hansen.

Þorsteinn Briem, 21.8.2014 kl. 12:28

24 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já, það er bara ekkert annað.

Emil Hannes Valgeirsson, 21.8.2014 kl. 12:38

25 identicon

Aftaníbloggari....samanber aftanítossi....

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 21.8.2014 kl. 14:07

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þið fávitarnir hafið greinilega ekkert annað hér fram að færa annað en fáviskuna og fábjánaháttinn.

Þorsteinn Briem, 21.8.2014 kl. 14:14

27 identicon

Þú ert líka svo orðljótur og dónalegur Steini, manni finnst það hálf ósanngjarnt á bloggi hjá hinum kurteisa Ómari, að þess þá heldur væri skynsamlegra hjá þér að vera með eigið blogg, ég er alveg vissum að þessi Bjarne Örn Hansen myndi mæta og mæla upp í þér vitleysuna ;-) 

     Það er svo aftur mesti misskilningur hjá þér Bjarne Örn að hér sé verið að banna eitt eða neitt, bara vinsamleg tilmæli til Steina að stofna eigið blogg undir allar þessar gríðarlegu upplýsingar sem honum þykir svo nauðsynlegt að koma frá sér! 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 21.8.2014 kl. 15:51

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég svara ykkur fábjánunum í sömu mynt og mun halda áfram að birta hér athugasemdir eins og ég hef gert síðastliðin sjö ár, án þess að spyrja ykkur hálfvitana um leyfi til þess, Bjarni Gunnlaugur.

Þorsteinn Briem, 21.8.2014 kl. 16:04

29 identicon

Dæs!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 21.8.2014 kl. 16:10

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Öllum er frjálst að senda athugasemdir inn og skrifa um það sem þá lystir, jafn mikið og oft og þeir vilja, - einnig að lesa eða lesa ekki það sem þá lystir.

Ég lagði upp með þetta fyrir sjö árum og það stendur."

Ómar Ragnarsson, 4.1.2014 kl. 20:00

Þorsteinn Briem, 21.8.2014 kl. 16:16

31 Smámynd: Óskar

Smáleiðrétting fyrir Gunnar sem segir:

"Mér finnst að ekki eigi að eigna Bárðarbungu hraunið í Flóanum þó það eigi uppruna sinn úr megin eldstöðvarkerfinu sem kennt er við bunguna Bárðar.

Ekki tölum við um Vestmannaeyjagosið 1963 (Surtsey)."

Að sjálfsögðu er rétt að eigna Bárðarbungu hraunið í Flóanum (Þjórsárhraunið) því kvikan er upprunin þaðan.  Hefur flætt neðanjarðar undan öskjunni og inná Veiðivatnasvæðið þar sem hún kom upp.  Nákvæmlega það sama er að gerast núna , nema bara kvikan fer í hina áttina og ekki komin upp ennþá.

Ju, Surtsey tilheyrir nefnilega Vestmannaeyjakerfinu , Surtsey er ekki sjálfstæð megineldstöð.  

Óskar, 21.8.2014 kl. 19:29

32 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

7. Ég ætla nú einfaldlega að vitna í Villa á Hnausum, sem segir: að það muni aldrei koma samskonar hlaup úr Kötlu og árið 1918, því þá brast fyrirstaðan sem hélt hlaupvatninu í skefjum og safnaði því upp, þannig að úr varð hamfarahlaup. Í dag er engin fyrirstaða (amk. ekki á þessum stað) þannig að vatnið rennur óhindrað eftir því sem það bráðnar.

Sindri Karl Sigurðsson, 21.8.2014 kl. 20:06

33 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Óskar, þú vilt s.s. kalla Surtseyjargosið 1963, Vestmannaeyjagos?

Bjarne Örn Hansen, þú segir: "Þú getur sleppt því að hlusta, en hefur ekki rétt til að meina hinum að tala.".

Engin hefur bannað Steina Briem að tala. Hann á m.a.s. eigin bloggsíðu þar sem hann getur tjáð sig að vild og allir geta skoðað.

All flestu fólki leiðist hins vegar að sjá tjáningarfrelsið misnotað á þennan hátt, með því að kaffæra athugasemdarkerfið í löngum álímingum, oft um efni sem kemur innihaldi pistilsins ekkert við.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.8.2014 kl. 07:47

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú ert vanur að fullyrða hér ýmislegt án þess að það hafi staðist, eins og undirritaður hefur margoft sýnt hér fram á, og skoðanir eru ekki staðreyndir, Gunnar Th. Gunnarsson.

Til að mynda er "allflestu fólki" skoðun en ekki staðreynd.

Ykkur vesalingunum kemur akkúrat ekkert við hversu margar athugasemdir undirritaður birtir á þessari bloggsíðu og Ómar Ragnarsson hefur nokkrum sinnum tekið sérstaklega fram að hann hafi ekkert við fjölda þeirra að athuga.

Og það kemur efni bloggfærslna Ómars Ragnarssonar ekkert við hvort og hversu oft undirritaður birtir hér athugasemdir.

Þorsteinn Briem, 22.8.2014 kl. 15:53

35 identicon

Afrek Bárðarbungu?

Bárðarbunga vinnur engin afrek hvorki nú né nokkru sinni

en hins vegar geta menn unnið sér það til afreka að

trompa eigin vitlaeysu.

Húsari. (IP-tala skráð) 23.8.2014 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband