"Geigvænlega geilin" gýs.

Ég átti að visu von á ýmsu í "geigvænlegu geilinni", sem ég nefndi svo í bloggpistli í gær. En ekki kannski alveg daginn eftir þegar kemur í ljós að geigurinn, sem greip mann við að fljúga lágt eftir henni, sem ég lýsti í gær, var á rökum reistur. 

Nú er það svo að í Kröflueldum lýsti myndun svona gígaraðar sér þannig, að eldveggurinn myndaðist ekki snögglega, heldur mjög rólega eins og sést á myndum, sem ég tók þá að næturlagi og sýndu þess vegna mjög vel, hvernig fyrst birtist í algeru myrkri eins og eldrauður hnífsoddur, sem kom upp úr myrkvaðri jörðinni, en byrjaði síðan að víkka til beggja handa og mynda líkt og skörðótt sagarblað, sem lengdist og stækkaði þangað til eldveggurinn var orðinn allt að tveggja kílómetra langur og meira en hundrað metra hár.

Ekki var vitni að svipuðu í morgun og því ekki víst að þetta hafi gerst nákvæmlega svona, en af myndum að sjá virðast líkurnar mjög miklar á þvi að yfirleitt rifni jörðin á svipaðan hátt þegar eldgos af þessu tagi koma upp.  

Á facebook síðu minni er mynd, sem tekin er á Sauðárflugvelli rétt eftir að byrjaði að gjósa í "geigvænlegu geilinni", og líklega hefur nýja gosið bætt einhverju við gosmökkinn þegar myndin er  tekin.  


mbl.is Flogið yfir gossprungur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Napurt ætíð Norðurland,
nema þegar gýs hann,
Ómar kallinn er þar grand,
aldrei fer á bísann.

Þorsteinn Briem, 6.9.2014 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband