Gæta þarf vel að "þróun hestsins."

Einstakir eiginleikar íslenska hestsins, dugnaður, þolgæði, gangtegundir hans og það hve fótviss hann er, þróuðust í erfiðu umhverfi kulda, takmarkaðrar fæðu og lands, sem var eriftt yfirferðar. 

Ásókn eftir stærri og öflugri hestum er eðlileg en gæta verður vel að því, hvar sú "þróun" endar, því að það þarf sterk bein til að þola góða daga eins og máltækið segir og eiginleikar hestsins kunna að breytast á lúmskan hátt hægt og bítandi.  

Það þarf að gæta vel að því að  sífelld stækkun hestanna verði ekki til þess að hinir rómuðu eiginleikar þeirra dofni og íslenski hesturinn missi sín frægu einkenni.   


mbl.is Íslenskir hestar stækka hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þetta er alveg laukrétt hjá þér Ómar.

Þegar Blönduvirkjun var á döfini og verið varar að semja um að hross hyrfu af Auðkúluheiði kom einmitt þetta sjónarmið upp að hross þyrftu viðlendi til að hreyfa sig á svo hinir náttúrusprotnu eiginleikar æfðust svo sem hlaup og sprettir ungviðisins. Það var reynt að gera grína f þessu. En það var erfitt að bæla þessi rök niður þó svo samið hafi verið um að hætta að reka hross í afrétt.

Ég hef einmitt orðið vitni að því á Auðkúluheiði að maður kom á svo hágengum töltara að hann steypti stömpum í stórþýfi á meðan liðlegur brokkari sem ég var á leið eins og ,,Volvó Amason" yfir þúfurnar. Þetta var mósóttur hestur sem ég keypti af Einari á Skörðugili og var eftirminnilegur m.a. notaði ég hann í stóðhestamálinu svokallaða þegar ég var ein að smala graðhestum Björns á Löngumýri, hér á árum áður.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 6.10.2014 kl. 10:26

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sést vel á gömlum myndum frá svo sem 1900 að íslenski hesturinn var miklu miklu miklu minni en nú þekkist. Barasta helmingi minni a.m.k. Þá skilur maður vel að hesturinn hafi verið kallaður pony af útlenskum. Hann var það. Smáhestur. Hægt að sjá hér á bandi þegar Friðrik 8 konungur Íslands kom í heimsókn til Akureyrar 1907. Þar þóttu móttökurnar einna virðulegastar og fara best fram. Fjöldi fólks fagnaði sínum kóngi og meðal annars flokkur manna sem fylgdi kóngi á hestum. Allir pínulitlir! Mennirnir draga nánast fæturnar eftir jörðinni. Samt ber að hafa í huga að fólkið þá var líka minna en núna.

http://www.youtube.com/watch?v=BSXNN52HTlA

Gamlar myndir af ísl. hesti minna á færeyska hestinn (føroyska rossið)

http://fo.wikipedia.org/wiki/F%C3%B8royskt_ross

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.10.2014 kl. 12:37

3 Smámynd: Jón Logi Þorsteinsson

Betri fóðrun hefur talsvert með þetta að gera.

Jón Logi Þorsteinsson, 9.10.2014 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband