Mikill og áleitinn "persónuleiki".

Nú er komið á annan mánuð síðan Bárðarbunga tók að minna okkur á það hver er yfireldstöð Íslands. 

Ég hafði áður en skjálftahrinan mikla og umbrotin hófust fylgst með henni af vaxandi áhuga vegna þess að hún virtist smám saman vera að komast í hægt vaxandi skjálftaham og mér fannst því vissara að taka af henni sérstakar myndir.

Viku síðar hófust lætin og þá kom sér vel að eiga þessar myndir, svona nýteknar.

Allan tímann síðan hefur hún verið leyndardómsfull, bæði seiðandi og ógnvekjandi í senn, og þessi stórbrotni "persónuleiki" hennar sest smám saman á mann og síðast inn í vitundina eftir því sem hún blasir oftar við og er til alls líkleg, jafnvel með hamfaraflóðum sem geta farið í fimm vatnasvið og geyst niður í sjó við Skjálfanda, Öxarfjörð, Þjórsárósa, Skaftárósa og ósa ánna sem renna niður á Skeiðarársand.

Að ekki sé minnst á allar eldstöðvarnar, gamlar og nýjar, sem hún getur kveikt í, nú siðast Tungnafellsjökli, þó án goss þar í bil. Bara til þess að auka á óvissunar og spennuna.  

Á flugi framhjá henni í gær var engu líkara en hún hefði sett upp risavaxna ullarhúfu til að dyljast undir á meðan hún væri að bralla sín stórbrotnu ráð af einstakri undirferli og dulhyggju.

Set mynd af henni á facebook síðu mína sem fylgihlut þessa pistils.

Viðeigandi gætu verið ljóðlínur úr laginu "Jezebel" og hljóðað svona:

"Like a demon you posess me,

you obsess me constantly

forsaken dreams and all

for the siren call

of your arms. "  


mbl.is Askjan sígur um 40 cm á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Who cares?

Bulli (IP-tala skráð) 19.10.2014 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband