Er náttúran sjálf að leita jafnvægis?

Skiptar skoðanir hafa verið um friðun refs í friðlandinu á Hornströndum. Tvennt hefur aðallega verið talið slæmt við þessa friðun: 

1. Refurinn á þarna griðland og fjölgar sér svo mikið, að hann dreifist út í byggðirnar og veldur þar miklum usla.

2. Refurinn fær næði til að rústa fuglalífinu þar sem hann er friðaður.

Eitt er það sem fær mann til að efast um að þetta sé svona einfalt. Þegar fornmenn komu og námu landið, þeirra á meðal Geirmundur heljarskinn á Hornströndum, hefði refurinn átt að vera búinn að gereyða fuglalífinu þar og um allt land. En þannig var það ekki, þótt hann hefði haft tíu þúsund ár til þess að gera það.

Spurning er hvort náttúran sjálf leiti ekki jafnvægis þannig, að þegar dýrategund hefur fjölgað svo mjög að hún gangi nærri þeim stofnum dýra og fugla, sem hún lifir á, valdi of lítið fæðuframboð því að hinn ógnandi stofn hríðfellur og að þannig leiti náttúran sjálf nýs jafnvægis. 

Sú spurning getur vaknað varðandi hrun í refastofninum á Hornströndum og fróðlegt verður að vita hvert framhaldið verður þar á næstu árum.  


mbl.is Aldrei áður fundið eins mörg dauð dýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Náttúran þar næstum dauð,
nema á Ísafirði,
einn þeir eiga svartan sauð,
soldið mikils virði.

Þorsteinn Briem, 27.10.2014 kl. 17:42

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú. Þetta er svoleiðis.

Eru uppsveiflur og niðursveiflur sem miða að einskonar jafnvægi.

Eru góðæri og harðæri.

Þetta fylgir oftast villtum stofnum.

Í raun var það sama með fólkið íslendinga fyrr á öldum. Það voru ákveðnar aðferir til að lifa í landinu og í góæri eð hagstæðum ytri skilyrðum fjölgaði fólki dáldið - sem svo einfaldlega hríðféll í harðærum eða þegar ytri skilyrði voru óhagstæð.

Það er sumt líkt með lifnaðarháttum refa og lifnaðarháttum íslendinga fyrr á tíð.

Td. lifa þeir helga þeir sér óðul - og verja þau. Þ.e. helga sér land og búa á því. Það setur þegar ákveðin takmörk varðandi fjölgun o.s.frv.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.10.2014 kl. 18:35

3 Smámynd: Sævar Helgason

Einn er sá fugl sem refurinn nýtir allt árið-bæði fuglinn sjálfan og egg í hreiðri.

Eftirtekravert er að við meira en áttföldun á refastofninum á undanförenum árum hefur rjúpnastofninn dalað mjög mikið og þessar fyrrum 10 ára sveiflur hafa ekki skilað sér -í aukningu.

Svo til allt Suðvesturhorn landsins hefur verið friðað fyrir rjúpnaveiðum í meira en 12 ár.

Samt er þar gríðarleg fækkun rjúpna frá því sem áður var- en ref fjölgað margfallt.

Við sem erum að þvælast til fjalla og á öræfin árum og áratugum saman -á öllum ástímum- sjáum þetta glöggt.

Og nú er stórfelldur fæðuskortur hjá rebba- hann er búinn að éta sig út á gaddinn og hríðfellur . Nú kemur í ljós á næstu árum hvort rjópnastofninn taki rösklega við sér í kljölfarið- ég er þess full viss.

Sævar Helgason, 27.10.2014 kl. 18:50

4 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þarf nokkuð að segja meira? Bendi t.d. á nýlega umfjöllun á http://fiski.blog.is/blog/fiski um tengt efni.

Erlingur Alfreð Jónsson, 27.10.2014 kl. 19:11

5 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Eru einhverjar heimildir um fjölda refa og staðfugla við landnám, held ekki.

Að sjálfsögðu leitar náttúran jafnvægis, refastofninn sérstaklega þar sem hann hefur enga náttúrulega óvini nema kanski haförninn: Síðan er möguleiki að svæði úrkynjist vegna skyldleika, sem veldur sjúkdómum og verri lífslíkum

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 27.10.2014 kl. 19:27

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki veit ég hvernig mófuglum fórst til á Hornströndum, þegar Geirmundur heljarskinn kom þar fyrst.

Hitt er vitað að meðan byggð var þarna, allt fram yfir miðja síðustu öld, var blómstrandi fuglalíf þar nyðra, ekki síst af mófuglum.

Nú sést varla slíkur fugla á Hornströndum.

Hitt er forvitnilegt, hvers vegna ref fækkar svo mikið þar núna. Kannski ætisleysi, kannski skyldleikaræktun, kannski eitthvað allt annað. Náttúrufræðingar hljóta líta þetta sem gullið tækifæri til rannsókna.

Gunnar Heiðarsson, 27.10.2014 kl. 19:51

7 identicon

Jú Ómar minn, náttúran er sannarlega að leita jafnvægis. Það er nefnilega að kólna!

„Í veiðiskýrsl­um frá átt­unda ára­tugn­um finna grenja­skytt­ur tvö dauð dýr eitt vorið sem þótti merki­legt, en ég fann 10 dauð dýr. Það er margt líkt aðstæðum nú og þá. Vet­ur­inn var mjög snjóþung­ur og það leysti seint og greni lengi að koma upp úr snjó og þau mjög blaut sem er slæmt fyr­ir ref­inn,“ seg­ir Ester Rut Unn­steins­dótt­ir, stofn­vist­fræðing­ur hjá Nátt­úru­fræðistofn­un, hef­ur farið á Hornstrand­ir í 16 ár að fylgj­ast með ref­um og telja greni og hún hef­ur aldrei áður fundið eins mörg dauð dýr. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/27/aldrei_adur_fundid_eins_morg_daud_dyr/

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 27.10.2014 kl. 22:14

8 identicon

Ég hef mestar áhyggjur á að þetta sé peningaplott vísindamannana og næst verði það óútskýrður sjúkdómur sem þurfi að rannsaka með tilheyrandi fjárútlátum.

Ég er sammála náttúru jafnvæginu og rjúpan fær vonandi aðeins meiri frið ef rebba fækkar umtalsvert.

En man ég það ekki rétt ? Var það ekki í vor sem okkur vetrarveiðimönnum á tófu var kennt um hina gríðarlegu fjölgun tófu með útburði svo hún kæmist yfir erfiðasta hjallann. Ég mótmælti harðlega þá enda fjölgar dauð tófa sér ekki en önnur hugleiðing  er að 2 árum eftir friðun tófu á Horbströndum urðu vísindamenn varir við fækkun svartfugls og kendu það um fæðuskorts en ekki friðunar tófu.

En nú kemu Ester með þá staðreynd að tófan hafi soltið í hel því fugl fór snemma úr bjargi.

Þorsteinn Hafþórsson (IP-tala skráð) 27.10.2014 kl. 22:21

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er líka veðurfar sem skiptir máli eins ogfræðingurinn bendir á í moggagrein.

(En með fiskinn, að það er sér umræða. Það skiptir auðvitað máli ef maðurinn getur verið með stórtækar veiðiaðferðir. Allt annað mál en þegar verið er eltast við refinn og sona, liggja á greni sem kallað var. Jú jú, getur haft einhver áhrif og þá td. fælingarmátt oþh., hrakið refinn frá ákv. svæðum nærri byggð o.s.frv.)

En með rauðref sem sumir segjast vera farnir að sjá, að þá ætti eg einum slíkum nánast á breiðstræti í Köpen í gamla daga. Já já, þarna labbaði bara rauðrefur í rólegheitum eins og hver annar borgari.

Kom mér á óvart og eg fór að spyrjast fyrir um þetta. Þá var það alvanalegt að sögn sumra manna danskra. Hafast við í görðum og skógum og sækja inní borgir í ætisleit.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.10.2014 kl. 23:10

10 identicon

er það ekki bara bull að tófu fari fækkandi

 http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/28/veiddum_refum_ekki_lengur_skilad/

 svona eins global warming will make the coming winters colder

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 28.10.2014 kl. 11:35

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þarna sést vel hve illa menn eru að sér í náttúrufræði. Hef tekið eftir þessu með íslendinga - að þeir virðast bókstaflega ekkert kunna fyrir sér í náttúrufræði.

Refurinn getur ekkert ,,hreinsað upp" rjúpu, egg og unga. Refur, einn og sér, hefur bara smotterísáhrif á stofnstæðr rjúpna.

Það þarf að stórbæta náttúrufræðikennsku í grunnskólum. Því þetta virðist ekkert kennt lengur í framhaldsskólum. Veit ekki hvað fólk er að læra nú til dags. Það virðist enginn vita neitt! Og svo er stjórnsýsla, eða stjórnleysissýsla, sjalla eftir þessu. Allt í klúðri á hálfbjánagangi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.10.2014 kl. 15:27

12 identicon

Sæll Ómar

Refurinn er fyrsti íslandingurinn

Við mennirnir erum bara gestir í hans garði

kv. Bjössi 

Björn Jóhann Guðjohnsen (IP-tala skráð) 28.10.2014 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband