Farinn að hafa áhyggjur af orðsporinu?

Margir hafa orðið fyrir vonbrigðum með efndir eða réttara sagt skort á efndum Baracks Obama á helstu kosningalofurðum sínum. 

Um of mörg þeirra gildir að "Yes, we can!" hefur breyst í annað hvort "no, we can´t!" eða "let me sleep on it".

Nú hefur Obama aðeins tvö ár til að reyna að breyta þessu og í raun aðeins rúmt ár til þess, því að hefðin hefur verið sú að síðasta ár hvers kjörtímabils er Bandaríkjaforseti það, sem kallað er "lame duck", lamaður vegna þess að nýr forseti er senn að taka við.

Ofan á þetta þarf Obama að kljást við meirihluta Republikana á þinginu og getur nagað sig í handarbökin yfir því að nota ekki betur þau sex ár sem hann var þó með meirihluta Demokrata í öldungadeildinni.

Hvað um það, nýjustu fréttir af vettvangi Sameinuðu þjóðanna, sem styrkja málstað Obama, kunna að vega þarna eitthvað á móti og fyrir orðspor forsetans til framtíðar er ekki seinna vænna en að taka á sig rögg, þótt seint sé.   


mbl.is Obama tekur loftslagsslaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Færð eru rök fyrir því að hjá stjórnvöldum hafi öryggissjónarmið vegið þyngst í Gervasoni-málinu: að þeim hafi helst verið í mun að koma í veg fyrir að það hefði fordæmisgildi og leiddi til aukins straums flóttamanna til Íslands.

Stuðningsmenn Gervasoni hafi hins vegar einkum beitt siðferðislegum og pólitískum rökum í málflutningi sínum, eins og þeim að ekki ætti að neyða fólk til að gegna herþjónustu."

"Í ritgerðinni er leitast við að sýna fram á að íslensk stjórnvöld hafi verið vanbúin til að takast á við málefni flóttamanna á þessum tíma.

Mikla baráttu þurfti að heyja til að tryggja að málið yrði tekið af af fullri alvöru innan stjórnkerfisins og lífi ríkisstjórnarinnar var stefnt í hættu til að leysa það."

Átök um franskan hælisleitanda. Meðferð Gervasoni-málsins í íslensku stjórnkerfi árið 1980

Þorsteinn Briem, 22.11.2014 kl. 05:40

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Færð eru rök fyrir því að hjá stjórnvöldum hafi öryggissjónarmið vegið þyngst í Gervasoni-málinu: að þeim hafi helst verið í mun að koma í veg fyrir að það hefði fordæmisgildi og leiddi til aukins straums flóttamanna til Íslands.

Stuðningsmenn Gervasoni hafi hins vegar einkum beitt siðferðislegum og pólitískum rökum í málflutningi sínum, eins og þeim að ekki ætti að neyða fólk til að gegna herþjónustu."

"Í ritgerðinni er leitast við að sýna fram á að íslensk stjórnvöld hafi verið vanbúin til að takast á við málefni flóttamanna á þessum tíma.

Mikla baráttu þurfti að heyja til að tryggja að málið yrði tekið af af fullri alvöru innan stjórnkerfisins og lífi ríkisstjórnarinnar var stefnt í hættu til að leysa það."

Átök um franskan hælisleitanda. Meðferð Gervasoni-málsins í íslensku stjórnkerfi árið 1980

Þorsteinn Briem, 22.11.2014 kl. 05:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband