Áherslan loks á heitasta svæði landsins.

Skipulag nýrrar Vogabyggðar getur orðið umdeilt eins og allar framkvæmdir, þar sem menn hafa mismunandi sjónarmið og mismunandi smekk. 

En eitt atriði ætti að vera óumdeilt. Skammt sunnan við hið nýja hverfi eru langstærstu krossgötur landsins.

Annars vegar liggja um þessar krossgötur leiðirnar frá Vestfjörðum og Norðurlandi í gegnum höfuðborgarsvæðið til Suðurnesja - og öfugt, - og hins vegar leiðin frá Austur- Suðausturlandi og Suðurlandi í gegnum sömu krossgötur allt út á Seltjarnarnes. 

Allar raunverulegar krossgötur soga til sín byggð með verslun og þjónustu og mynda "heitt svæði" sem í þessu tilfelli nær frá Ártúnshöfða um Mjódd og Smárahverfið í Kópavogi. 

Ný Vogabyggð yrði hluti af þessu komandi miðjusvæði.

Mikilvægt er að standa vel að frárennsli frá hinni óhjákvæmilegu vaxandi byggð við Elliðavog svo að tryggt sé að lífríki Elliðaánna sé ekki ógnað. 

Aðrar spurningar um eðli hverfisins og skipulag munu væntanlega verða efni í umfjöllun og skoðanaskipti sem nauðsynlegt er að leiði til farsællar lausnar.

Austan við voginn bíður síðan enn mikilvægara svæði þess að vera tekið til rækilegrar meðferðar, en það er Ártúnshöfðahverfið, sem býður upp á gríðarlega möguleika til endurskipulagningar og uppbyggingar.

Það hlýtur að koma að því að stórfellt malarnám og steypustöð víki á svona dýrmætu svæði nálægt raunverulegum þyngdarpunkti höfuðborgarsvæðisins.

Malarnámið og steypustöðin hafa vafalaust risið á afar heppilegu svæði til slíkrar starfsemi sem erfitt kann að vera að endurnýja á jafn góðum stað.

En sjáið þið fyrir ykkur slíkt nálægt helstu krossgötum í umferð Lundúnaborgar, Kaupmannahafnar eða annarra erlendra borga, sem risið hafa á krossgötum?  

 


mbl.is 100 milljarðar í nýtt hverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þrenn gatnamót á Miklubraut eru umferðarmestu gatnamót landsins og öll með um eitt hundrað þúsund bíla á sólarhring:

Gatnamót Miklubrautar, Hringbrautar, Snorrabrautar og Bústaðavegar.

Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.

Gatnamót Miklubrautar, Reykjanesbrautar, Sæbrautar og Vesturlandsvegar.

Og gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eru að sjálfsögðu jafn mikið austan og vestan Kringlumýrarbrautar.

Þorsteinn Briem, 20.11.2014 kl. 17:05

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík:

Íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu
1. janúar 2014:

Reykjavík 121.230 (58,1%),

Kópavogur 32.308 (15,5%),

Hafnarfjörður 27.357 (13,1%),

Garðabær 14.180 (6,8%),

Mosfellsbær 9.075 (4,4%),

Seltjarnarnes 4.381 (2,1%).

Samtals 208.531.

Sunnan Reykjavíkur og Seltjarnarness (í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði) 73.845 íbúar.

Í Laugardal, Árbæ, Breiðholti, Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Mosfellsbæ og á Kjalarnesi 74.970 íbúar.

Í Háaleitis- og Bústaðahverfi 14.519 íbúar.

Á Seltjarnarnesi, í Vesturbæ, Miðbæ, Hlíðum, Holtum, Túnum og Teigum 45.064 íbúar, eða 30.545 fleiri en í Háaleitis- og Bústaðahverfi.

Og póstnúmer 105 Reykjavík er að langmestu leyti í Hlíðum, Holtum og Túnum vestan Kringlumýrarbrautar.

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu
, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er því vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík, nálægt Klambratúni (Miklatúni) og því skammt frá Landspítalanum.

Ef
hins vegar engin byggð væri vestan Kringlumýrarbrautar, í Reykjavík og á Seltjarnarnesi, væri miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu í Háaleitis- og Bústaðahverfi.

Þorsteinn Briem, 20.11.2014 kl. 17:06

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vel á annað hundrað hótel og gistiheimili eru nú þegar vestan Kringlumýrarbrautar og þar er verið að reisa fjölmörg hótel, svo og hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem um 200 manns munu starfa.

Þar að auki eru þar meðal annars Landspítalinn, stærsti vinnustaður landsins, þrír háskólar með um 20 þúsund kennara og nemendur, bankar, CCP, stærsta fiskihöfn landsins, og fjölmargir aðrir stórir vinnustaðir ríkisins og Reykjavíkurborgar.

Vestan Kringlumýrarbrautar eru einnig um eitt hundrað matsölustaðir, krár og kaffihús og við Laugaveg einan eru um tvö hundruð verslanir, þar sem eitt þúsund manns starfa, tvöfalt fleiri en í Kringlunni, svo og fjöldinn allur af öðrum verslunum, til að mynda við Hverfisgötu og Skólavörðustíg.

Á Vatnsmýrarsvæðinu verður geysimikil uppbygging og 600 íbúðir verða á Hlíðarendasvæðinu einu.

"Heitasta svæði" landsins er því vestan Kringlumýrarbrautar.

Þorsteinn Briem, 20.11.2014 kl. 17:43

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

1. janúar síðastliðinn voru íbúar á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar, 208.531, eða 3.061 (1,5%) fleiri en ári fyrr, 1. janúar 2013.

Miðað við að þrír búi að meðaltali í hverri íbúð, eins og í Hafnarfirði árið 2006, þurfti þessi íbúafjöldi 1.020 íbúðir.

Og fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu um 3.061 á ári er 15.305 íbúar á fimm árum, sem þurfa 5.101 íbúð, miðað við þrjá íbúa í hverri íbúð.

Í Reykjavík búa 58,1% af íbúum höfuðborgarsvæðisins og 58,1% af 5.101 íbúð eru 2.964 íbúðir í Reykjavík á fimm árum, 124 íbúðum fleiri en nú eru í öllu póstnúmeri 107, Vesturbæ sunnan Hringbrautar.

Þorsteinn Briem, 20.11.2014 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband