Meira en áratugs öfugþróun.

 Fyrir um 15 árum hófst hæg en stöðug þróun varðandi upplýsingagjöf á Íslandi, sem ég vil kalla öfugþróun. Hún fólst í því að stór fyrirtæki, stofnanir og samtök fóru að leggja aukna áherslu á almannatengsl sín og sóttust eftir sem öflugustum og reyndustu fjölmiðlamönnum til að taka það hlutverk að sér. 

Þessi þróun hefur staðið alla tíð síðan og valdið skaðlegum atgerfisflótta frá fjölmiðlunum, af því að í boði hafa verið miklu hærri laun utan þeirra. 

Hættan hefur líka falist í öðru atriði sem mörgum yfirsést.

Fjölmiðlamenn, sem hafa sóst eftir góðum og vel launuðum stöðum, hafa á stundum séð hagræði í því, þó ekki sé nema ómeðvitað, að setja sig vel inn í einstaka málaflokka, þar sem miklir hagsmunir utan fjölmiðlanna eru fólgnir, og þar með aukið líkurnar á því að fá góð tilboð á þessum sérsviðum sínum.

Í ofangreindu ástandi er falin mikin hætta fyrir frjálsa fjölmiðlun og þar með lýðræðið í landinu.

Af þeim sökum er bág staða fjölmiðla og aðför gegn þeim eina þeirra, sem er ekki í eigu einkaaðila, mun stærra mál en sýnist vera í fljótu bragði.  


mbl.is Að segja en ekki þegja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er eðlilegt að þeir sem starfa á stórum fjölmiðlum skrifi eingöngu, eða nær eingöngu, um ákveðnar greinar.

Á fyrstu árum mínum sem blaðamaður á Mogganum skrifaði ég um alls kyns mál en síðustu árin eingöngu um sjávarútvegsmál, bæði daglega og í sérblaði, sem gefið var út vikulega um þau mál.

Og fyrir þá sem starfað hafa í sjávarútvegi er að sjálfsögðu mun auðveldara að setja sig inn í þau mál en þá sem aldrei hafa unnið í útgerð og fiskvinnslu.

Fyrir þrítugt hafði ég búið í Skíðadal, sem nú er í Dalvíkurbyggð, Hrísey, á Akureyri, í Hnífsdal, Reykholti í Borgarfirði, Grindavík, á Seltjarnarnesi og póstnúmerum 101, 104, 107 og 108 Reykjavík, öllum kjördæmum landsins.

Og fyrir þrítugt hafði ég meðal annars starfað við sauðfjár- og kúabúskap, verið sjómaður á línu- og netabátum og togara, starfað í frystihúsum, saltfiskvinnslu, rækjuverksmiðju og framleiðslu á lýsi.

Á mínu heimili las ég öll íslensk dagblöð frá sjö ára aldri, enda fyrrverandi blaðamaður á heimilinu. Og frá þeim tíma, í um hálfa öld, hef ég lesið mörg hundruð fréttir á dag, auk þess að fylgjast daglega með útvarps- og sjónvarpsfréttum.

Ég hef því lesið samtals að minnsta kosti um fjórar milljónir frétta og skrifað mörg þúsund fréttir en enn gapa nafnleysingjar Sjálfstæðisflokksins um að ég viti ekkert um nokkurn skapaðan hlut.

Þar að auki
hef ég stundað nám í mörgum greinum í þremur háskólum, bæði hérlendis og erlendis.

Og ekkert minnist nafnleysingjar Sjálfstæðisflokksins á "Morgunblaðseggin", fólk sem hefur verið ráðið á Moggann síðastliðna áratugi eingöngu vegna foreldra sinna.

Það er langur listi.

Nafnleysingjar Sjálfstæðisflokksins ættu hafa það í huga það áður en þeir gapa um undirritaðan sem fávita, sem ekkert geti birt hér nema sem copy/paste.

Þorsteinn Briem, 23.11.2014 kl. 22:27

2 identicon

Ætlar þú bara að taka þessa einu milljón frá löður.... eða ert þú eins og flestir Íslendingar,  kröfuharður á aðra en þegar kemur að þér.... þá má alveg hugsa sig tvisvar um.

Skömm að þér Ómar

sigthor onsson (IP-tala skráð) 23.11.2014 kl. 22:43

3 identicon

Já.... búin að vera á launum frá RÚV í 30 ár, og tekur svo styrki frá smáfyrirtækjum.Þ

Viðbjóðslegt.

Ótrúlegt,  þú ert Bill Cosby Íslands

Sigthor Jonsson (IP-tala skráð) 23.11.2014 kl. 22:46

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég svaraði samhljóða spurningu í athugasemd við bloggpistilinn um Holuhraun og Bárðarbungu. 

Ómar Ragnarsson, 24.11.2014 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband