"Þetta reddast"- hugarfarið.

Ég dvaldi í Helsinki í viku í desember 1966. Þá vakti það athygli mína að enda þótt handmoka þyrfti snjóinn, voru allar götur og gangstéttir hreinsaðar jafnharðan og snjórinn féll. 

Var Finnland þó fjarri því að vera jafn ríkt þjóðfélag og Ísland hvað snerti þjóðartekjur á mann.

Þess vegna tróðst snjórinn ekki niður og harðnaði og varð síðan að klakabunkum eins og gerist hér á landi. 

Hér virðist ríkja sá hugsunarháttur að það hljóti að koma hláka sem taki ómakið af snjóruðningsmönnum. 

Undanfarna vetur hafa hins vegar komið það langir snjóakaflar að biðin hefur tekið allt að tvo mánuði.

Og afleiðingarnar eru dýrar í formi ótal beinbrota og hnjasks á fólki og farartækjum.

Nú er meðalhitinn í Helsinki að vísu heldur lægri yfir háveturinn en hér á landi og hlákurnar því færri en hér. En eina lausnin til að losna við hvimleiðan klakann er að koma í veg fyrir að hann myndist. Og finnska dæmið sýnir að þetta er vel hægt.   

 


mbl.is Skelfilegt ástand í hliðargötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

SKELFILEGT ástand í hliðargötum. Þurfti að veita áfallahjálp?

Vetrarveður, vetraríki. Hættið að láta eins og fífl.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.12.2014 kl. 23:24

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Ómar, já það virðist vera ríkjandi hugsun hjá Borginni þessa dagana að þetta reddast bara.

Þetta er skelfilegt ástand bæði fyrir bíleigendur sem og gangandi vegfarendur og satt að segja þá virðist þetta hafa með það að gera hjá þeim sem stjórna hverju sinni...

Haukur Kristinsson og hvað með það þó að það sé vetur og vetraríkji...

Á þá bara ekkert að gera...

Það ætti frekar að kalla á betri undirbúning sem virðist vera eitthvað sem skortir...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 21.12.2014 kl. 00:01

3 identicon

Það virðist vera stefnan hjá borginni að samþykkja þunga færð, en berjast gegn ófærðinni. Þetta er spurning um hugarfar, frjóa hugsun, undirbúning og ekki síst þjónustu við borgarbúa. Síðasti borgarstjóri var álíka staðnaður í hugsun á þessu sviði eins og nashyrningur með gigt. Ég reikna ekki með neinum framförum með borgarstjóranum núverandi. 

Svo er nú annað; allt of margir ökumenn æða af stað án fyrirhyggju, á dekkjum sem eru haugamatur og festa sig og tefja 10 aðra. Er það virkilega alveg upp á líf og dauða að fara alltaf á bílnum hvernig sem viðrar? 

jón (IP-tala skráð) 21.12.2014 kl. 00:27

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég dreg það stórlega í efa að "allar" götur hafi verið mokaðar, en sjálfsagt flestar á fjölförnustu stöðunum.

Reynslan hefur kennt okkur Íslendingum að ef manni líkar ekki veðrið, þá bíðum við augnablik. Óvíða í veröldinni eru meiri umhleypingar en hér og hörkufrost og asahláka koma með skömmu millibili. Veðurfarið, landfræðilegar aðstæður og fámennið hefur mótað karakter okkar í gegnum aldirnar.

"Þetta reddast" er ekki alslæmt og er hugsanlega afleiðing þess að við vildum ekki vera upp á aðra komin. Vildum takmarkaða samvinnu og vildum vera kóngar, hver og einn. Arfleifðin frá landsnámsmönnunum sem vildu vera sjálfstæðir er enn í genunum. En að vera eigin herra krefst þess að vera fjölhæfur. Þegar getu eða kunnáttu sleppir er ágætt að bregða fyrir sig "þetta reddast" frasanum, í stað þess að leggja árar í bát

Þetta er það jákvæða við "þetta reddast". Í því er engin uppgjöf heldur bjartsýni, í bland við ákveðið kæruleysi.

Við gerð Hvalfjarðaganganna heyrði ég að Skandínavarnir sem unnu við verkið voru nokkuð stífir varðandi hver átti að gera hvað. Mér skilst að Finnar hafi verið þar nokkuð ráðandi. Helst þurfti sérþjálfaðan réttindamann við hvert viðvik. Ef sérfróður réttindamaður var ekki við höndina, var verkið stopp.

Íslendingarnir á staðnum létu ekki vöntun á sérfræðingum stoppa sig. Þeir óðu í verkin og þetta reddaðist alltaf einhvern veginn, ekkert vesen.

Ég frétti að Finnarnir hefði dáðst að Íslendingunum fyrir vikið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.12.2014 kl. 00:32

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Í mörgum löndum þar sem staðviðri ríkja, bíða menn ekki eftir næstu hláka á veturna. Þeir bíða eftir vorinu. Þess vegna er betra að moka strax laughing

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.12.2014 kl. 00:38

6 identicon

Finnsk kona búsett hér á landi sagði mér að Íslendingar og Finnar væru almennt nokkuð líkir að því leiti að þeir gangi í öll störf ólíkt Svíum og Norðmönnum sem almennt vilji síður fara út fyrir rammann í verkum.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 21.12.2014 kl. 01:52

7 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það er nú bráðum að koma vor og snjórinn hverfur oft fljótlega upp úr því.

Guðmundur Pétursson, 21.12.2014 kl. 03:46

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Snjóhreinsun á öllum götum, gangstéttum, göngu- og hjólreiðastígum í Reykjavík er sama vegalengd og frá Íslandi til Japan.

Og eitthvað fleiri bílstjórar, hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur í Reykjavík en á Reyðarfirði.

Þorsteinn Briem, 21.12.2014 kl. 08:00

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.1.2012:

"Í dag eru 55 snjómoksturstæki í notkun víðsvegar um höfuðborgina."

En Ómar Ragnarsson vill væntanlega ráða Finna til að handmoka allar götur í Reykjavík, í stað 55 snjómoksturstækja, sem mörg hver fara á nær ólöglegum hraða um borgina.

Þorsteinn Briem, 21.12.2014 kl. 08:24

10 identicon

bros og lokkar sér um sína, hans skilaboð sýnist mér vera; éttu það sem úti frýs. :-)

Nonni (IP-tala skráð) 21.12.2014 kl. 10:25

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sam­an­lögð lengd gatna í Reykja­vík var 515 kílómetrar árið 2011 en göngu- og hjóla­stíg­a með bundnu slit­lagi 768 kílómetrar.

Sumar götur eru fjórar akreinar, moka þarf tvær akreinar gatna víðast hvar og gangstéttir eru í flestum tilvikum báðu megin við götur.

Einnig þarf að moka fjöldann allan af bílastæðum, fara þarf varlega vegna kyrrstæðra bíla og flytja þarf snjó af mörgum svæðum.

Götur getur þurft að moka oftar en einu sinni á sólarhring, þær eru saltaðar og sandi stráð á gangstéttir og göngustíga.

Þar af leiðandi getur þurft að moka, salta og strá sandi á um þrjú þúsund kílómetra vegalengd á einum sólarhring, einungis í Reykjavík, og um níu þúsund kílómetra ef mikið snjóar í þrjá daga, vegalengdina á milli höfuðborga Íslands og Japans, sem er um 8.800 kílómetrar.

Þorsteinn Briem, 21.12.2014 kl. 10:43

12 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Lausn væri að nota affallsvatn frá hitaveitunni til að hita upp gangstéttir.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 21.12.2014 kl. 11:46

13 Smámynd: Snorri Hansson

Að ryðja snjó og salta á sama tíma vekur endalausar spurningar hjá mér. Til hvers?

Snorri Hansson, 21.12.2014 kl. 14:33

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Steini minn, þetta var desember 1966 í Helsinki, ekki desember 2014, og fráleitt að tala um að einhver vilji handmokstur nú. 

Ómar Ragnarsson, 21.12.2014 kl. 22:25

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ég dvaldi í Helsinki í viku í desember 1966.

Þá vakti það athygli mína að enda þótt handmoka þyrfti snjóinn, voru allar götur og gangstéttir hreinsaðar jafnharðan og snjórinn féll."

Hversu margir bjuggu í Helsinki árið 1966?

Þorsteinn Briem, 21.12.2014 kl. 22:40

16 Smámynd: Már Elíson

3...og þeir handmokuðu allir. - Og hvað með það, hvað margir bjuggu í Helsinki árið 1966 ? - Er nú einhver copy/paste runan á leiðinni ?

Már Elíson, 21.12.2014 kl. 23:14

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég var að spyrja Ómar Ragnarsson en ekki þig, Már Elíson.

Reyndu svo að taka undirritaðan af þínum fávísa Framsóknarheila, enda þótt það verði gríðarlega erfitt fyrir þig.

Geturðu ekki farið á fyllerí eða eitthvað með einhverjum í þessari forljótu blokk í Kópavoginum?!

Þorsteinn Briem, 21.12.2014 kl. 23:50

18 identicon

https://translate.google.com/translate?sl=fi&tl=is&js=y&prev=_t&hl=fi&ie=UTF-8&u=http%3A%2F%2Fwww.hel.fi%2Fwww%2Fstara%2Ffi%2Fkaduilla-ja-liikenteessa%2Ftyotjatekijat%2Fkeskusta-konkarin-hoivissa

https://translate.google.com/translate?hl=fi&sl=fi&tl=is&u=http%3A%2F%2Fwww.hel.fi%2Fwww%2FHelsinki%2Ffi%2Fkartat-ja-liikenne%2Fkadut-ja-liikennesuunnittelu%2Fkatujen-kunnossapito%2Ftalvikunnossapito%2F

Finn (IP-tala skráð) 22.12.2014 kl. 00:12

19 Smámynd: Már Elíson

Þetta klikkaði ekki....Skröggur-jóla kominn í hann og runan kom...Með dass af skæting.  -  Samur við sig..en ég náði honum samt !!

Már Elíson, 22.12.2014 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband