Flugöryggi aldrei meira og líka flughræðslan?

"Öruggur staður til að vera á" var sagt í umdeildri auglýsingu. Það slagorð gæti áttt við um farþegaþotur heimsins sem eru víst mun öruggari staður til að vera á en önnur samgöngutæki. 

En sú staðreynd að manninum er ekki áskapað sjálfum að fljúga heldur einungis að ganga, hlaupa og synda, truflar allt mat.

Og þegar sagt er í fréttum frá fólki sem hefur orðið flughræddara en fyrr á sama ári og flugöryggi hefur aldrei verið meira, bara vegna þess að þessi fáu flugslys, sem um ræðir, voru svo óhugnanleg, sýnist það vera mótsögn en er þó skiljanlegt. 

Eitt þessara flugsllysa varð vegna styrjaldarátaka og þegar litið er á hryðjuverkin í heiminum, ætti fólk að vera hræddara en fyrr við að vera á ferli í erlendri borg en áður.

En það er einhvern veginn öðruvísi en að stíga upp í flugvél.  

Á fyrstu árum skemmtanaferils míns var ég mjög flughræddur enda þótt ég væri jafnframt heillaður af fluginu og hefði mikinn áhuga á því. 

Ef mögulegt var ók ég til dæmis frekar hina seinförnu og erfiðu leið, sem þá lá til Ísafjarðar, heldur en að fljúga þessa vegalengd á l5 sinnum styttri tíma. 

Ástæðan hefur hugsanlega verið hin tíðu flugslys á litlum flugvélum á þeim árum, bæði hér heima og ekki síður erlendis. Einkum virtust skemmtikraftar og frægt fólk vera i áhættuhópi og nafnalistinn var sláandi: Ricki Valens, Buddy Holly, "Big Bopper" Richardson, Rocky Marciano, Jim Reeves, Patsy Cline og fleiri og fleiri. 

Að lokum fór svo að ég varð að gefast upp gagnvart fluginu, því að öðruvísu gat ég ekki sinnt starfi mínu að gagni. Og ekki sé ég eftir því, heldur hef ég stundum sagt: Flugið er það næst besta sem hefur rekið á fjörur mínar í lífinu. 

Gagnvart því og þeirri staðreynd að það er 100% lífshættulegt að lifa varð að tileinka sér orð Shakespeares: "Enginn má sköpum renna og best er það." 

Og síðar að leggja út af því með þessum söngtexta: 

Ljúfur Drottinn lífið gefur, - 

líka misjöfn kjör, -

og í sinni hendi hefur

happ á tæpri skör. 

Feigðin grimm um fjörið krefur. 

Fátt er oft um svör. 

Enginn veit hver annan grefur. 

Örlög ráða för. 


mbl.is Hröpuðu, hurfu og voru skotnar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu eru til fleiri flugvélar en stórar farþegaþotur.

Þorsteinn Briem, 30.12.2014 kl. 12:29

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hættan á flugslysum er einna mest við enda flugbrauta.

Þorsteinn Briem, 30.12.2014 kl. 12:43

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 30.12.2014 kl. 12:44

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á hverju ári er greint frá mörgum flugslysum og það á einnig við um til að mynda rútu- og járnbrautarslys.

Hér á Íslandi hafa einnig orðið flugslys á síðastliðnum árum og dæmi um að fólk á jörðu niðri hafi verið þar í mikilli lífshættu.

Og Ómar Ragnarsson lenti nýlega sjálfur í flugslysi.

Þorsteinn Briem, 30.12.2014 kl. 13:07

5 identicon

Það er eins og mig minni að hafa séð þessa mynd í #3 áður.....

ls (IP-tala skráð) 30.12.2014 kl. 13:09

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Góð vísa er aldrei of oft kveðin.

Og eins og mig minni að nafnleysingjar hafi áður birt hér eitthvað sem engu máli skiptir í öllum sínum vesaldómi og fáráðlingshætti á öllum sviðum.

Þorsteinn Briem, 30.12.2014 kl. 13:19

7 identicon

:-D

ls (IP-tala skráð) 30.12.2014 kl. 13:47

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hversu mörg járnbrautarslys og flugslys hafa orðið í heiminum síðastliðin tíu ár?

Hverjar eru líkurnar á að deyja í annars vegar járnbrautarslysi og hins vegar flugslysi?

Hversu margir ferðast með járnbrautum og hversu margir með flugvélum?

Þorsteinn Briem, 30.12.2014 kl. 14:08

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hversu margir ferðast með járnbrautarlestum, áður en snjóþekjutittlingurinn "Þorvaldur S" byrjar að gapa hér.

Þorsteinn Briem, 30.12.2014 kl. 14:16

10 identicon

Þorsteinn Briem.  Þér leiðist ekki að kasta skít í saklaust fólk, ræfillinn.  Hvern djöfulinn kemur snjóþekja þessu máli við?  Orð sem reyndar er bæði gott og gilt.  Og finnst víða í orðabókum. Þar á meðal Orðabók Menningarsjóðs í ritstjórn Marðar Árnasonar.  

Og þér að segja;  Þér kemur ekki við hvort eða hvenær ég skrifa hér enda hefur eigandi síðunnar marglýst því yfir að hér séu allir velkomnir og situr síst á þér að fetta fingur út í annarra manna aðkomu á síðuna.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 30.12.2014 kl. 15:06

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reyniðræflarnir að skrifa hér undir nafni, "Þorvaldur S".

Þú ert hér fullkomlega réttlaus.

Hér er því hægt að segja hvað sem er um þig og aðra nafnleysingja og vesalinga.

Þú hefur aldrei bloggað hér eða skrifað undir nafni og kennitölu og ræðst hér á annað fólk sem það gerir, snjóþekjutittlingurinn og kommúnistavesalingurinn.

Þorsteinn Briem, 30.12.2014 kl. 15:49

12 identicon

Hver er þessi Steini Briem?  Hefur hann kennitölu? Er einhver Steini Briem í þjóðskrá?  

Hefur þú einhvern ritstjórnarrétt á þessari síðu?  Hver ert þú að úrskurða um það hver má skrifa hér?  Eða rétt og réttleysi annarra?  Er kannski eitthvað til í kenningu Hilmars Hafsteinssonar að þið Ómar séuð sami maðurinn?  Annars vegar Ómar kurteisi og hins vegar Ómar froðufellandi?

En; eins og ég hef áður sagt:  Því fjær sem ég er að vera viðhlæjandi þinn þeim mun betri maður er ég.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 30.12.2014 kl. 16:09

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður hefur skrifað hér blogg og athugasemdir undir eigin kennitölu og mynd en þú hefur aldrei skrifað hér undir þinni kennitölu og ert því hér fullkomlega réttlaus.

Ég get því skrifað hér hvað sem er um þig og þína líka, "Þorvaldur S", hvort sem þér líkar það betur eða verr.

Og þú getur þóst vera þessi eða hinn sem "Þorvaldur S".

Þú hefur aldrei gert athugasemdir við það að undirritaður hafi verið kallaður hér öllum illum nöfnum af öðrum nafnleysingjum og þið eruð allir sami skríllinn.

Skammastu svo til að skrifa undir þinni kennitölu áður en þú skrifar hér meira um annað fólk sem það gerir, hvort sem það er ég eða einhverjir aðrir, vesalingurinn.

Punktur.

Þorsteinn Briem, 30.12.2014 kl. 17:00

14 identicon

 Það er annars meira flogið af því tilefni að ég benti á að „snjóþekja“ væri gott og gilt orð í íslensku máli og fyndist í orðabókum.

Svo vil ég taka fram að bæði hefi ég á þessum vettvangi gefið upp fullt nafn og flugskírteinisnúmer þannig að eiganda síðunnar má vera fullkunnugt um hver ég er.

Þá þykir mér leiðinlegt hvað allir eru vondir við Steina Briem, fullkomlega að tilefnislausu.

Hins vegar er það nú svo að til eru þeir menn sem hvorki hafa stjórn á orðum sínum né gerðum og er því skynsamlegt að láta ógert að auðvelda þeim hugsanlegar heimsóknir með opinberri kennitöluuppskrift.  Hér er auðvitað ekki átt við margnefndan Steina Briem sem er annálaður geðprýðismaður og Skíðdælingur.  Er miður að við berum ekki gæfu til samþykkis, en margt er manna bölið.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 30.12.2014 kl. 17:23

15 identicon

"Öruggur staður til að vera á" og flug frá Íslandi hefur aldrei verið öruggara, læknar og hjúkrunarkonur í hverri vél!

Hábeinn (IP-tala skráð) 30.12.2014 kl. 19:12

17 identicon

Ómar:

Audie Murphy, John Denver....

Jón Logi (IP-tala skráð) 31.12.2014 kl. 08:44

18 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Steini Briem.

Ég heiti fullu nafni Helgi Ingólfsson og kennitala mín er 180757-2609.

Hvað heitir þú fullu nafni og hver er kennitala þín?

Með áramótakveðju og ósk um gleðilegt ár.

Helgi Ingólfsson, 31.12.2014 kl. 13:11

19 identicon

Þetta grey sem kallar sig Steini Briem er ekkert annað en nettröll og hundleiðinlegur. Skil ekkert í Ómari að loka ekki á þennan pappakassa.

Halldór 

Halli (IP-tala skráð) 1.1.2015 kl. 10:27

20 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Meðan sá, sem kallar sig "Steini Briem" hér að ofan í athugasemdum, kemur ekki fram / vill ekki / þorir ekki að koma fram undir fullu nafni og kennitölu, en eys skömmum yfir aðra fyrir hið sama, er sá sem að baki þeim karakter býr lítilmótleg og smásálarleg mannleysa og allt sem hann segir er markleysa.

Ef "Steini Briem" er hins vegar er til í raunveruleikanum, ætti hann að hafa í sér döngun og manndóm til að upplýsa um fullt nafn og kennitölu, í ljósi þess sem hann vænir aðra um. 

Helgi Ingólfsson kt. 180757-2609

Helgi Ingólfsson, 1.1.2015 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband