Í fótspor Eisenhowers.

Obama Bandaríkjaforseti má hafa sig allan við ef hann ætlar að skáka golfáhuga Eisenhowers forseta Bandaríkjanna 1953-1961, ef marka má umfjöllun fjölmiðlanna í forsetatíð hans,sem tíunduðu þau skipti sem karlinn var á golfvellinum í stað þess að púla við að leysa vanda þjóðarinnar og sinna Kalda stríðinu. 

Í ofanálag var Eisenhower hjartveikur og undir smásjá lækna, og gott ef hann fékk ekki eitt áfallið þegar hann var sveifla kylfunni. 

Golfíþróttin er prýðis íþrótt og um hana gildir það sama og flestar aðrar íþróttir, að það liggur oft mikil ástundun að baki því að ná góðum árangri í henni, auk þess sem iðkendurnir þurfa að búa yfir líkamlegum og andlegum hæfileikum til að ná góðum árangri. 

Samt hef ég dottið í þá gryfju að daðra við fordóma gagnvart henni. 

Á tímabili voru tvö systkini mín mjög hrifin af golfi og hvöttu mig óspart til að prófa að vera með. 

Ég svaraði því til að ég skyldi koma og spila þetta með þeim þegar þannig yrði komið fyrir mér að ég gæti ekkert annað. 

Þetta var hrokafullt fordómasvar, sem ég bið að sjálfsögðu alla golfunnendur afsökunar á. 


mbl.is Obama golfóður á Havaíeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband