Ígildi vegaáætlunar í heilbrigðismálum er nauðsynleg.

Ástandið í heilbrigðismálum okkar nú er ekki nýtilkomið, heldur hefur það verið að gerast síðustu ár að við höldum ekki nógu mörgum læknum hér heima af þeim sem hafa aflað sér menntunar, einkum sérmenntunar, heldur eru hundruð þeirra í stöfum erlendis og nýliðunin hér er of lítil. Þeir sem eftir eru, eldast, fara á eftirlaun og eiga æ erfiðara að fylgjast með framþróun í greininni. 

Þá myndast vítahringur sem er fólginn í því að þegar of fáir eru orðnir eftir hér heima, eykst vinnuálagið á þeim. Sumir þeirra komast að vísu í mjög há laun, en aðeins vegna óhóflegrar vinnu sem getur verið hættulega mikil. Þar að auki menntaði þetta fólk sig ekki til þess að þurfa að sæta slíku álagi og þrældómi, auk annarra atriða sem gera vinnuaðstæðurnar þannig, að einfaldast er að flytja úr landi og njóta sín betur þar.

Nú hrúgast hinir stóru stríðs- og eftirstríðsárgangar inn í lífeyris- og heilbrigðiskerfið og gera ástandið enn erfiðara og umfangsmeira.  

Lausn þessara mála finnst ekki í einum kjarasamningum og með því að einblína á ein fjárlög og næstu kjarasamninga, heldur með þróun til lengri tíma, jafnvel margra ára og áratuga. 

Rétt eins og í vegamálum þarf að gera langtímaáætlun, sem forðar okkur frá því að verða 2. flokks þjóð í heilbrigðismálum, því að slíkt mun hafa keðjuverkandi áhrif gagnvart því nútímafólki, sem flytur sig þangað sem boðið er upp á betri og öruggari kjör á öllum sviðum. 


mbl.is Árangur náðst í læknadeilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland hefur alltaf verið 2. flokks ríki í vegamálum og öllum launa- og kjaramálum.

Það nægir því engan veginn að gera einhverja áætlun í heilbrigðismálum okkar Íslendinga.

Með minnsta kaupmátt Norður-Evrópubúa og minni kaupmátt en Suður-Evrópubúar.

Og ef fólk vill bæta hér til að mynda heilbrigðiskerfið verða menn að auka kaupmátt allra Íslendinga, þar sem við fjármögnum allir heilbrigðiskerfið.

Fólk í öllum stéttum hér á Íslandi er að flytja úr landi.

Þorsteinn Briem, 31.12.2014 kl. 02:16

2 identicon

Góður pistill sem ég er fullkomnlega sammála.

Í raun hafa aðeins tvö alvöru mál verið í gangi á árinu, annað er stærsta eldgos sem nokkur núlifandi Íslendingur hefur upplifað, enda öflugasti heiti reitur jarðar að rumska (sbr Harald eldfjallafræðing) og hitt er grafalvarleg staða heilbrigðiskerfisins.

      Hvorugt þessa mála hefur náð sérstaklega hátt á umræðukvarðanum (allir búnir að gleyma þessu blessaða gosi enda fátt að gera þar) meðan hinir stóru stormar hafa geysað - í vatnsglösum!

Óhemju orka og tími hafa farið í ekki neitt á meðan heilbrigðiskerfið hefur verið eins og brennandi bílferja, sjúklingarnir komnir upp á dekk og skórnir farnir að bráðna en þjóðin (björgunarliðið) í bullandi afneitun og með hugann við annað. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 31.12.2014 kl. 06:59

3 identicon

Læknar fara fram á

42 prósenta hækkun

Fréttablaðið (IP-tala skráð) 31.12.2014 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband