"Ég veit allt, skil allt, geri allt betur en fúll á móti, - haltu kjafti!"

Ég hef verið að reyna að melta í rólegheitum ræður leiðtoga þjóðarinnar á áramótum.

Fallegar og uppbyggjandi ræður í snyrtilegum umbúðum með nauðsynleg skilaboð. Í ræðu forsetans var minnst á að gagnrýni gæti verið nauðsynleg en engin þjóð gæti lifað á henni einni saman.

Já, á maður ekki að reyna að skilja það þannig, að leitast skuli við að meta sem réttast allar hliðar málanna, jákvæðar og neikvæðar, og finna út réttustu leiðina eftir það ef vel á að fara? Það hefði maður haldið.

En forsætisráðherrann minntist hins vegar ekki á gagnrýni en dró upp einhliða dýrðarmynd af stöðu mála.   

Get samt ekki að því gert að í huganum hefur þessa hátíðardaga ómað lag Bjartmars Guðlaugssonar þar sem orðin "fúll á móti" og "haltu kjafti!" stóðu upp úr.

Ekki furða, því að þetta var á allra vörum á sinni tíð og er orðið að klassík. 

 

"Ég veit allt! Ég get allt! 

Geri allt miklu betur en fúll á móti!

Ég kann allt! Ég skil allt! 

Fíla allt miklu betur en fúll á móti!

Smíða (þjóðar)skútu, skerpi skauta,

bý til þrumu ost og grauta!

Haltu kjafti!!"  

 

Minnist þess óljóst að hafa upplifað svolítið svipað 2007 hjá þeim, sem þá réðu ferðinni með hallalújasöng og blésu á hvers kyns gagnrýni sem rangfærslur, niðurrif, nöldur og öfund.  

 

 


mbl.is Senda Sigmundi og Bjarna tóninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Persónulega finnst mér prestar því betri sem þeir tala minna um Guð.

Hér er einn ágætur sem kemur inn á efni pistils: http://svavaralfred.blog.is/blog/svavaralfred/entry/1564952/

Fyllilega þess virði að lesa pistil sama um orður.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.1.2015 kl. 07:42

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Höfundur textans "fúll á móti" heitir Bjartmar en ekki Bjartur.

Magnús Óskar Ingvarsson, 3.1.2015 kl. 08:14

3 identicon

Gallinn við að gagnrýni snýst yfir í neikvætt niðurrifstal er annars vegar sá að þá förum við að tala okkur niður sem er jafnvel enn verra en að tala okkur upp ;-)  Sjá t.d. góðan pistil Stefáns Snævarrs  hér: http://www.dv.is/blogg/stefan-snaevarr/2014/12/16/mynd-endursynd-og-talsett-um-vael-i-londum/

Hinn gallinn er sá að þegar alltaf er hrópað: Úlfur, úlfur, þá hættir maður að taka mark á gagnrýninni.  Sem er slæmt því gagnrýni er nauðsynleg. Góð gagnrýni er hornsteinn lýðræðisins, fjölmiðlar hafa stundum verið kallaðir 4. valdið vegna mikilvægi þeirrar gagnrýni sem þeir ættu að geta veitt. http://www.simnet.is/lillokristin/Vandamal_10.htm

 Tilhneiging fjölmiðla til að selja sig með æsifréttum grefur þó mikið undan þessari gagnsemi þeirra sem og undirþjónkun þeirra við verslunar og peningavaldið sem hafa líf þeirra í hendi sér.

Svo eru það einstaklingarnir í netheimum sem engum eru háðir en gleyma sér í neikvæðni,útúrsnúningum og niðurrifstali, kanski að þessar "snotru" ræður ættu helst að geta höfðað til þeirra (okkar). Hér er t.d. ágætt dæmi:https://www.youtube.com/watch?v=VrWF6EVQgdE

Ástand ríkisfjölmiðlsins er svo náttúrulega sér kapítuli út af fyrir sig, en þar veldur þó hver á heldur!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.1.2015 kl. 09:37

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, takk, Magnús Óskar, það vantaði í innslættinum í nótt tvo stafi í nafn Bjartmars og er hér með leiðrétt. Alltaf varasamt að vera að á næturnar, jafnvel á engu glasi.  

Ómar Ragnarsson, 3.1.2015 kl. 12:00

5 identicon

Íslendingur:

"Ég veit allt, skil allt og geri allt betur."

Grikki:

"I hope for nothing. I fear nothing. I am free."

(Δεν ελπίζω τίποτα. Δε φοβούμαι τίποτα. Είμαι λέφτερος.)

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.1.2015 kl. 12:06

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

BJARGVÆTTURIN:

Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":


"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."

"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many.

Let me leave you with a promise that I gave at the recent opening of the Avion Group headquarters in Crawley.

I formulated it with a little help from Hollywood movies:

"You ain't seen nothing yet!""

Þorsteinn Briem, 3.1.2015 kl. 13:37

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flestir vilja að Jón Gnarr taki við af Ólafi Ragnari Grímssyni

Þorsteinn Briem, 3.1.2015 kl. 13:41

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Kirkjugarðar heimsins geyma ómissandi fólk."

Þorsteinn Briem, 3.1.2015 kl. 13:42

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er lækkunin á skuldum ríkissjóðs?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 3.1.2015 kl. 13:45

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árinni kennir illur ræðari.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn geta að sjálfsögðu ekki kennt Ríkisútvarpinu eða Ómari Ragnarssyni um það að vera nú með brækurnar á hælunum í öllum málum og lítið fylgi miðað við það sem áður var.

Fylgi flokka á landsvísu - Capacent Gallup 1.12.2014:

Samfylking 20%,

Björt framtíð 13,5%,

Vinstri grænir 14,5%,

Píratar 8%.

Samtals 56%
og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 38% og þar af Framsóknarflokkur 11%.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 3.1.2015 kl. 13:52

13 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Yfirgengilegt skrípamálfar forsetans , tæplega ætlað venjulegum almenningi

Hér grýtir forsetinn svo sannarlega grjóti úr glerhúsi eina ferðina enn. Vissulega er það rétt, að þjóðin lifir ekki á ómálefnalegri gagnrýni einni saman. Þjóðin lifir heldur ekki á spillingunni sem á Íslandi grasseraði fyrir hrun og farið er að örla á aftur.

Þjóðin hlýtur að taka alvarlega málefnalega og réttmæta gagnrýni studda fræðilegum rökum, eða hvað?

Eða ætlar blessaður forsetinn að segja, að rannsóknarnefnd Alþingis hafi farið með fleypur eitt?

Er Ólafur Ragnar kanski að meina, þeir stjórnmálamenn sem báru ábyrgð á stjórnar-farinu síðustu 15 árin fyrir hrun, hefðu gert rétt í því að hunsa allt það sem þessi rannsóknarnefnd sagði um störf þeirra?

Hann og þeir kenndu bara öðrum um ófarnaðinn rétt eins og alkarnir gera með brennivínið. Hann kallar hrunið bara bankakreppu og minnist ekki á ábyrgð stjórnvalda sem leyfðu þessari spillingu og ófarnaði að gerast.

Er hinn ástkæri Bessastaðabóndi að ýja að því við þjóðina, að það hafi verið hárrétt vinnubrögð hjá honum sjálfum þegar hann sjálfur hunsaði álit rannsóknarnefndar-innar á háttarlagi hans er hann dansaði sem ákafast við útrásarvíkinganna og dinglaði þá flesta?

Er hann að mælast til þess, að þjóðin gleymi hans þátttöku í dansinum í kringum gullkálfinn ásamt vinum sínum í bankerfinu?

Er hann einnig að ætlast til þess, að þjóðin gleymi inngripi hans inn í Icesave málið og hvernig hann notaði það mál til að ná sem bestu kjöri í forsetakosningunum síðustu?

Nú er þjóðin búin að greiða 85% af Icesave-skuld Lands-bankans hf sem vinur hans átti stærstanhlut í.

Gagnrýnin hefur að mestu verið málefnaleg undanfarin 6 ár vegna hrunsins þótt einn og einn maður hafi skotið yfir markið. Svona eins og Ólafur Ragnar þekkir sjálfur allra manna best úr pólitíkinni forðum.

Forsetinn vill að við hrósum stórköllunum og verðum stolt af þeim. Rétt eins og þegar hann sjálfur fór um lönd og álfur og hrósaði útrásarvíkingum.

Hann á auðvitað að vita, að íslensk alþýða á ekkert skylt við víkinga fortíðarinnar sem fóru um strandir Evrópulanda og drápu saklaust fólk og rupluðu.

Kristbjörn Árnason, 3.1.2015 kl. 15:43

14 identicon

Ekki sé ég að þetta sé "yfirgengilegt skrípaávarp" Kristbjörn Árnason. 

Miklu fremur orð í tíma töluð sem eru að sanna sig aftur og aftur í ummælum um þau, líklega frá fólki sem hefur hvorki lesið þau né hlustað á. Einhver sagði að þeir hefðu mest af Róm að segja sem aldrei hefðu þangað komið. 

Hér er tilvitnun í áramótaávarp forsetans: (Sjá einnig tilvitnun í Stefán Snævarr hér að ofan um væluganginn í Íslendingum)

"Um hríð hefur lít verið tíðkað að halda til haga því sem þjóðin hefur

áorkað og sumir bregðast jafnvel ila við þegar slíku er hampað; telja gort og

vart við hæfi; kaldhæðni gagnrýnandans einat vinsæli en lofsamleg ummæli

þeira sem vekja athygli á því sem vel er gert.

Áfölin sem fylgdu bankahruni; hörð átök íkjölfarið; reiðin sem lengi bjó í

brjósti margra; alt mótaði hina daglegu umræðu með þeim hæti að gagnrýni,

oft hatrömm, varð ráðandi; mistök og ávirðingar helsta frétaefnið.

Að mörgu leyti var þeta skiljanleg þróun, viðbrögð við skyndilegu áfali,

en til engdar getur verið hætulegt að festast í slíku fari, misa sjónar af þeim

hornsteinum sem fyr voru reistir, gildunum sem lengi voru í öndvegi,

verkunum sem þokuðu Íslandi smát og smát ífremstu röð meðal þjóða heims. Gagnrýnin umræða er visulega forsenda þes að lýðræðið virki en

vitundin um sameiginlegan árangur er líka kjölfesta sem gerir þjóðum kleift að

vina sigra, halda sínu íhringiðu breytingana, sækja fram til bætra kjara. Um leið og við þróum áfram þá lýðræðishefð sem á djúpar ætur íslenskri

sögu, gerum aðhald og gagnsæi að grundveli stjórnkerfis, er nauðsynlegt að

gleðjast líka yfir árangrinum sem kynslóðirnar og við sjálf höfum náð.

Þjóð getur aldrei þrifist á gagnrýnini eini saman, þót læra þurfi af

mistökum. Hún verður einig að halda til haga hinum góðu verkum, heiðra það

sem vel var gert, vita hve oft heni hefur tekist að ná og halda til jafns við aðra;

hvaða verk skipa heni ífremstu röð."

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.1.2015 kl. 19:17

15 identicon

Heimild að ávarpinu og "peistuð" þaðan: http://www.ruv.is/files/skjol/aramotaavarp_2015.pdf

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.1.2015 kl. 19:20

16 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þann dag sem við föttum, að stríðandi fylkingar eru verstu óvinir samhjálpar.

Þann dag fer okkur öllum að ganga betur á jafnréttis og friðarvegferðinni.

Þetta líf snýst allt um hugarfar allra ólíkra.

Hugarfar á sér skilnings/þekkingar-rætur!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.1.2015 kl. 20:13

17 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er nú gott að þér skuli líða vel með þetta ávarp Ólafs Ragnar Bjarni minn. Það vill svo til að ég starfaði lengi með Ólafi Ragnari og þekki hann bærilega og raunar alla tíð stutt hann.

En eftir að skýrsla rannsóknarnefndarinnar kom út og hann hunsaði hana algjörlega og var bara með stærilæti hætti ég að geta stutt hann. Þeesi maður er fluggreindur á vuiðurkenndan hátt og geri þær kröfur til hans að sýni það með háttarlagi sínu.

Það eina sem hann hefur sýnt, er það sem hann lærði hjá Eysteini Jónssyni forðum að hans sögn. En það er nokkuð sem ekki er hægt að stæra sig af. En það er framsóknarmennska af verstu tegund.

Kanelístíllinn í málfari forsetans er hann flytur þetta ávarp er honum til háðungar og skammar, en hann er sjálfur af alþýðufólki kominn. Ég átta mig ágætlega á því að þjóðin hefur staðið sig allbærilega á lýðveldistímanum en það breytir því ekki hvernig farið var með almenning í þessu landi fram að hruni svo það tímabil er nefnt sérstaklega.

Mundu Bjarni að forsetinn tók fullann þátt í gullkálfadansinum með útrásarvíkingunum og var þeirra helsti talsmaður úti um heiminn. Einskonar stafnbúi. Heiðarlegir forsetar sem þannig haga sér í lýðræðisríki segja af sér embætti og flytja til Kaupmannahafnar. 

Kristbjörn Árnason, 3.1.2015 kl. 23:15

18 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er nú gott að þér skuli líða vel með þetta ávarp Ólafs Ragnars Bjarni minn. Það vill svo til að ég starfaði lengi með Ólafi Ragnari og þekki hann bærilega og raunar alla tíð stutt hann.

En eftir að skýrsla rannsóknarnefndarinnar kom út og hann hunsaði hana algjörlega og var bara með stærilæti hætti ég að geta stutt hann. Þessi maður er fluggreindur á viðurkenndan hátt og geri ég þær kröfur til hans, að hann sýni það með háttarlagi sínu.

Það eina sem hann hefur sýnt, er það sem hann lærði hjá Eysteini Jónssyni forðum að hans sögn. En það er nokkuð sem ekki er hægt að stæra sig af. En það er framsóknarmennska af verstu tegund. 

Kanelí-stíllinn í málfari forsetans er hann flytur þetta ávarp er honum til háðungar og skammar, en hann er sjálfur af alþýðufólki kominn.

Ég átta mig ágætlega á því að þjóðin hefur staðið sig allbærilega á lýðveldis-tímanum en það breytir því ekki hvernig farið var með almenning í þessu landi fram að hruni svo það tímabil er nefnt sérstaklega.


Mundu Bjarni, að forsetinn tók fullann þátt í gullkálfadansinum með útrásar-víkingunum og var þeirra helsti talsmaður úti um heiminn. Einskonar stafnbúi.

Heiðarlegir forsetar sem þannig haga sér í lýðræðisríki, segja af sér embætti og flytja til Kaupmannahafnar.

Kristbjörn Árnason, 3.1.2015 kl. 23:19

19 identicon

Neikvæða niðurrifstalið var reyndar kallað bölmóður fyrir 23 árum.

Ætli þeir sem vilja dvelja í bölmóði kalli það ekki upptaktinn að Hruninu ;-)

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3535569

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.1.2015 kl. 23:32

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 4.1.2015 kl. 19:39

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar seljum ekki ál og kísiljárn, heldur raforku til stóriðjunnar hér á Íslandi, sem er í eigu útlendinga.

T
ekjur af raforkusölu til stóriðjunnar að frádregnum kostnaði við að framleiða raforkuna eru að sjálfsögðu miklu minni en verðmæti áls og kísiljárns sem flutt er út.

Og mikill meirihluti hagnaðarins vegna álsölunnar er fluttur úr landi.

Landsvirkjun tekur gríðarlega há lán hjá erlendum lánastofnunum til að reisa virkjanir og greiðir vexti af þessum erlendu lánum að andvirði tugmilljarða íslenskra króna á ári.

Og mjög lágt verð fæst fyrir hverja kílóvattstund til álveranna, þar sem mikil raforka er seld hverju og einu álfyrirtæki.

Auk þess þarf að flytja til landsins mikið magn af súráli til álframleiðslunnar og greiða fyrir það með erlendum gjaldeyri.

Árið 2013 varð ferðaþjónustan hins vegar stærsti útflutningsatvinnuvegurinn hér á Íslandi og árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals að andvirði 238 milljarða króna.

Þar að auki eru að meðaltali hærri laun í ferðaþjónustunni hér á Íslandi en í stóriðjunni, eins og undirritaður hefur margoft sýnt hér fram á.

Þorsteinn Briem, 13.1.2015 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband