Gleymist að hann er fulltrúi flokks og skoðana hans.

Í nýjustu stjórnarskrám á Vesturlöndum er mannréttindakafli fremstur. Þannig er það líka í frumvarpi stjórnlagaráðs. Slíkt er ekki að ástæðulausu, því að grunnur vestræns lýðræðis og skoðanafrelsis felst í slíkum kafla. 

Nú sér maður þess krafist að listi Framsóknarflokksins og flugvallarvina eigi að halda því til streitu bjóða fram mann í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar, sem ekki fellst á þessi grundvallaratriði. Er sagt, að ef þessi maður eða skoðanasystkin hans eigi ekki aðgang að mannréttindaráði borgarinnar sé verið að "þagga niður" ákveðnar skoðanir og þar með að vinna gegn skoðanafrelsi.

Þetta er nú svolítið stór krafa, vegna þess að maðurinn er fulltrúi flokks, sem hefur alls ekki skoðanir hans á stefnuskrá sinni heldur þveröfugar.

Og ekki er vitað til þess að flugvallavinir séu á þeirri línu sem Gústaf Níelsson er.

Hvernig er hægt að krefjast þess í fulltrúalýðræði af framboðum og flokkum, að þeir tefli fram fólki sem er algerlega á móti stefnu viðkomandi flokks og vinni gegn henni?

Kvörtun yfir "þöggun" á ákveðnum skoðunum á ekki við í þessu máli, því að fólki er frjálst að setja fram fjölbreytilegar skoðanir og hefur slíkt frelsi aldrei verið meira en núna á tímum netsins.

Og skoðanasystkin Gústafs Níelssonar geta, rétt eins og aðrir, stofnað sjálft til framboðs til framdráttar skoðunum sínum og fengið fulltrúa sína í kjörna trúnaðarstöður.   


mbl.is „Þeirra rödd, rödd haturs og fordóma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varðandi meinta hommaandúð Gústafs þessa þá var vitnað í margra ára gamla grein þar sem hann tók sér stöðu í deilumáli er þá var í gangi um hvort kirkjan ætti að vígja sambúð samkynhneigðra.

Var það á stefnuskrá Framsóknarflokks eða einhvers flokks að menn ættu bara að vera öðru meginn í þeirri deilu er þá fór fram?  

Enn fremur, þó niðurstaða sé komin í málið á þá enn að núa þeim um nasir sem höfðu "hina" skoðunina og skerða þau mannréttindi þeirra sjálfra að taka þátt í nefndarstörfum eða einhverju öðru? 

Geta menn átt von á því að ef þeir taka þátt í opinberri umræðu og verða undir með sína afstöðu t.d. í Icesave umræðunni, að þá verði þeir það sem eftir er að sæta takmörkuðum mannréttindum af þessum toga? Fólki sem ætlaði þjóðinni að gangast undir óbærilegt skuldaok er jú varla treystandi eða hvað?

Eru þá kaþólikkar á Íslandi ótækir í slíkar nefndir þar sem þeir eru enn á þeirri skoðun Gústafs að kirkjan eigi ekki að gefa saman samkynhneigða?

Nú eða múslimir?

Í þessari téðu grein kom Gústaf inn á þá skoðun sína að börn getin með tæknifrjófgun ættu að njóta þeirra mannréttinda að vita um kynforeldra sína.   Þeir sem hafna Gústafi vegna skoðanna hans virðast þar með vera að taka afstöðu á móti þessum meintu mannréttindum barna, þú þar með Ómar.

Ég held einmitt að mál þetta allt sýni hversu varasama leið við erum að komast á í skoðanafrelsi á Íslandi. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 4.2.2015 kl. 16:52

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Veit ekki betur en að Gústaf Níelsson hafi verið kosinn sem vara­maður í mann­rétt­indaráð Reykja­vík­ur­borg­ar fyrir Framsóknarflokkinn.

Og aðrir borgarfulltrúar komu ekki í veg fyrir það.

Hins vegar gerði Framsóknarflokkurinn sjálfur athugasemd við það.

Þorsteinn Briem, 4.2.2015 kl. 17:50

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Menn hafa getað gapað um Icesave og gert þar öðrum upp alls kyns skoðanir.

"Fólki sem ætlaði þjóðinni að gangast undir óbærilegt skuldaok ..."

28.8.2009:

"Alþingi. 137. löggjafarþing, 59. fundur. Atkvæðagreiðsla, 136. mál. Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (Icesave-samningar). Þskj. 346, svo breytt.

Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 34 en 14 nei, 14 greiddu ekki atkvæði og einn var fjarverandi."

"Sátu hjá: Ásbjörn Óttarsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari."

Þorsteinn Briem, 4.2.2015 kl. 18:00

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Icesave er arfleifð Sjálfstæðisflokksins.

"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans í Bretlandi og Hollandi."

"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.

Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmerkur ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir, afhafnakona í Vestmannaeyjum."

Þeir sem tapað hafa fé vegna Icesave-reikninganna ættu því að senda reikninginn í Valhöll og til Vestmannaeyja.

Þorsteinn Briem, 4.2.2015 kl. 18:04

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.6.2012:

"Samkvæmt eignamati slitastjórnar Landsbankans frá því í mars síðastliðnum mun þrotabúið eiga fyrir öllum forgangskröfum og eiga 122 milljarða króna umfram þær til að greiða almennum kröfuhöfum."

Hálf Icesave skuld greidd

19.12.2014:

Búið að greiða 85% af Ices­a­ve skuld­inni

Framsóknarflokkurinn verður nú að láta sér detta eitthvað annað í hug en Icesave.

Fylgi flokka á landsvísu - Capacent Gallup 2.2.2015 (í fyrradag):

Samfylking 18,5%,

Björt framtíð 13%,

Píratar 12%,

Vinstri grænir 11%.

Samtals 54,5% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 40% og þar af Framsóknarflokkur 13%.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 4.2.2015 kl. 18:30

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er lækkunin á skuldum ríkissjóðs?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 4.2.2015 kl. 18:32

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flestir vilja að Jón Gnarr taki við af Ólafi Ragnari Grímssyni

Þorsteinn Briem, 4.2.2015 kl. 18:46

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson 4.2.2015 (í dag):

"Það er raunar dæmi um það hve erfitt er að ræða þessi mál á réttum forsendum, að mannvirkjasinnar hafa fengið fram sín sjónarmið með því að ráða því hvaða orð eru notuð."

"Framsókn og flugvallarvinir."

Veit ekki til þess að til séu óvinir flugvalla og það er ekki stefna Reykjavíkurborgar að flytja Reykjavíkurflugvöll af höfuðborgarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 4.2.2015 kl. 19:54

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég nefni framboðið því nafni sem það valdi sér sjálft: Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir. Það er ekki hægt að ætlast til þess að ég fari að nefna framboð og flokka öðrum nöfnum en þeim sem þau eða þeir heita á kjörseðlinum. 

Ég er sammála Gústaf Níelssyni í því að það séu grundvallarmannréttindi hvers einstaklings að fá að vita um kynforeldra sína. 

En samkvæmt reglum fulltrúalýðræðisins hefur framboð Framsóknar og flugvallarvina rétt til að ráða sjálfir hvaða fulltrúa þeir telji helst þjóna stefnu þeirra. 

Ómar Ragnarsson, 5.2.2015 kl. 01:02

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú hefur sjálfur talað hér um "flugvallarvini" þegar rætt hefur verið um flutning Reykjavíkurflugvallar, án þess að vísa til þessa framboðs, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 5.2.2015 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband