Nú er nóg komið og kominn tími fyrir "Já, ef..."

Að vetrarlagi eru allar ferðir um Grænlandsjökul bannaðar nema hugsanlega með afar ströngum skilyrðum.

Ströng skilyrði eru um allt flug í lögsögu Grænlands. Þetta þekki ég eftir jeppaferð yfir jökulinn í maí 1999 og flug á TF-FRU upp að Blosseville-ströndinni í nóvember 2000. 

Ef menn fara ekki eftir þessum lögum eru þeir einfaldlega lögsóttir. 

Nú liggur fyrir að þverhausar, sem neita staðreyndum um íslenskt veðurfar, láta sér ekki segjast, heldur vaða út í tóma vitleysu í krafti þess að engin lög gilda um slíkt athæfi. 

Ýmsar djarflegar ferðir hafa verið farnar í gegnum tíðina um hálendi Íslands. 

Argrímur Hermannsson stóð fyrir fyrsta jeppaleiðangrinum við þriðja mann yfir meginjöklana þrjá á Íslandi. Hann og Ástvaldur Guðmundsson voru hoknir af reynslu og settu upp kerfi og reglur, sem tryggðu aðstoð á þeirra eigin kostnað ef á þyrfti að halda og viðunandi öryggi.

1991 var farin fyrsta og eina jeppaferðin upp á Hvannadalshnjúk og enn og aftur voru það reyndustu jöklajeppamenn landsins undir forystu Benedikts Eyjólfssonar, sem stóðu að ferð sem stóð af sér fárviðri á Öræfajökli, af því að menn voru rétt búnir. 

1999 stóð Arngrímur fyrir fyrstu og einu jeppaferðinni fram og til baka yfir Grænlandsjökul, enn á ný í krafti yfirburða reynslu sem framkallaði strangar öryggisreglur. 

Guðmundur Eyjólfsson gekk einn frá Hornströndum suður eftir Vestfjarðahálendinu og áfram af Holtavörðuheiði alla leið eftir miðhálendinu austur í Vopnafjörð.

Hann var með pottþétta áætlun varðandi öryggi og búnað og öflun vista. Hafði áður dreift vistum á ákveðna staði á leiðinni og var með plan B og C varðandi hjálp, ef á þyrfti að halda, sem hann kostaði sjálfur. 

Þannig mætti lengi telja.

Núverandi ástand, að hvaða vitleysingur og þverhaus sem er, geti vaðið upp á hálendið í versta rokrassgati veraldar um hávetur og neitað að láta segjast, gengur ekki lengur.

Vitleysingarnir eru orðnir of margir.

Ég er yfirleitt ekki mikið fyrir boð og bönn, bannanna einna vegna, heldur hallast ég að reglum um leyfisveitingar, sem byggja á grundvellinum: "Já, ef..." og á eftir orðinu "ef" kemur nákvæm og skynsamleg útlistun á skilyrðunum sem setja þarf í öryggisskyni og byggjast á bestu reynslu.  

Nú er nóg komið af dellunni og rétt að grípa í taumana áður en illa fer.  


mbl.is Neituðu að koma til byggða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er nóg komið af forræðishyggju kynslóðar þinnar Ómar. Þið ráðskist með allt og alla og það eina sem íslenskt þjóðfélag hefur fengið út úr því er ofbeldisfulla stjórnsýslu og spillta embættismenn. 

Ef fullorðið fólk vill hætta lífi sínu uppi á jökli þá er það þeirra mál. Ef það fer fyrir brjóstið á fólki að góðgerðar samtök séu að hjálpa þeim ókeypis þá er alveg hægt að rukka fyrir björgunina en annars kemur þetta engum neitt við, sama hversu hnýsinn hann er.

Farðu nú að njósna um nágranna þína út um eldhús gluggann og fussaðu og sveijaðu í einrúmi, þar sem þú hættir ekki á að sannfæra ungt fólk um að það sé í lagi að hafa vit fyrir fullorðnu fólki með því að takamarka frelsi þeirra.

Pollinn (IP-tala skráð) 6.3.2015 kl. 13:55

2 identicon

Þetta er ekkert einkamál þessara manna, og sjálfsagt að setja skilyrði því þeir eru að hætta lífum annarra lika

Jóhanna Harðardóttir (IP-tala skráð) 6.3.2015 kl. 14:57

3 identicon

Jóhanna, það mætti koma því á framfæri að ferðamenn geta ekki hætt lífi annarra, því björgunarsveitir eru ekki skyldugar til að fara í útkall þegar lögregla sendir beiðni um það. Þegar björgunarsveit fer í útkall, þá liggur að baki þeirra eigin upplýst ákvörðun byggð á mati á aðstæðum og úr hvaða mannafla og tækja þeir hafa að spila í það og það skiptið.

Auk þess sem björgunarsveitamenn hafa almennt yndi af því að fara í fjallaútköll og bjarga fólki lifandi. Þeim finnst ekkert óyndi að leita að heimsins mestu kjánum ef þeir finnast, hvort heldur lífs eða liðnir - helst lifandi þó.

Það eina sem björgunarsveitum finnst mjög miður er þegar þær finna ekki það sem leitað er að. 

Björgunarsveitir hafa ekki að markmiði að þurfa ekki að gera neitt. Þær vilja fá útköll og leysa þau. Og æfa. Og eiga gott safn af tækjum. Þetta er bara allt mjög heilbrigt. Björgunarsveitir taka ekki undir kvartanir bloggara um hvað þetta eða hitt kosti nú og þennan og hinn eigi að rukka fyrir fyrirhöfnina of svo framvegis. Það hefur reyndar borið á því að stöku björgunarsveitamaður telji það orka tvímælis að senda þær í þakplötuviðgerðir í óveðrum. Enda séu þeir ekki sérfræðingar í þakplötum og meðferð þeirra upp á þökum við hættulegar aðstæður.

jon (IP-tala skráð) 6.3.2015 kl. 20:57

4 identicon

Er ekki eitthvað sem heitir á eigin ábyrgð?

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.3.2015 kl. 08:35

5 identicon

„Er ekki eitthvað sem heitir á eigin ábyrgð?“ Nei.  Enginn er eyland og allt sem kemur fyrir náunga minn bitnar á mér.  Þeir sem gana áfram í heimsku og oflátungshætti eiga sér fjölskyldu sem syrgir ef illa fer.

Maður nokkur spurði:  „Á ég að gæta bróður míns?“  Og svarið var tvímælalaust.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 7.3.2015 kl. 13:50

6 identicon

Er Steini Briem staddur uppi á hálendinu?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.3.2015 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband