Mistök í vörn = Hörð refsing. Mistök í sókn = Bara mistök.

Einn grundvallarmunur á því þegar varnarmaður gerir mistök og þegar mistök eru gerð í sókn er sá, að sé andstæðingurinn góður, refsar hann varnarmanninum grimmilega eins og gerðist í leik Íslendinga og Norðmanna í Algarve-mótinu í gærkvöldi. 

Hefði norska sóknarkonan gert þau mistök að klúðra færinu hefði þau mistök verið skráð sem "bara mistök"; markatalan 0:0 óbreytt í stað þess að mistök íslensku varnarkonunnar breyttu stöðunni í 0:1.

Í venjulegum leik Barcelona eða Real Madrid sjáum við snillingana Messi og Ronaldo gera margar tilraunir, sem flestar misheppnast, jafnvel allar, en það nægir til að menn fyrirgefi þeim, ef þeir bara skora úr einni eða tveimur tilraunum sínum.

Varnarmennirnir, sem verjast þeim, fá hins vegar heldur betur að súpa seyðið af sínum mistökum, jafnvel þótt þau séu bara ein í viðkomandi leik.  


mbl.is Skelfileg mistök (myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reisn er yfir Ronaldo,
rétta finnur gatið,
ekkert betra er nú þó,
en íslenskt karla matið.

Þorsteinn Briem, 8.3.2015 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband