Athyglisverð sýn Styrmis og Jóns á málið.

Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins hefur verið framarlega í flokki þeirra sem eru andvígir öllum hugmyndum um inngöngu í ESB eða aðildarumsókn. 

En hann segir samt þetta í upphafi og niðurlagi bloggpistils síns í dag hér á blog.is um nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar í málinu:

"Erfitt er að finna nokkurt dæmi fyrir því að jafn illa hafi verið haldið á svo stóru máli."

Á hann þá bæði við loðna og mótsagnakennda meðferð málsins, en þó einkum við það að fara ekki þá eðlilegu þingræðislegu leið að láta Alþingi fjalla um málið og samþykkja nýja þingsályktun í stað þeirrar sem enn er formlega í gildi um umsókn að ESB.  

Styrmir útskýrir þessa skoðun sína nánar í pistlinum og nægir að vísa í hann.

Í pistli í dag setur Jón Magnússson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fram svipaða skoðun undir fyrirsögninni "tuddameldað í Brussel" og gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir að gefa reglum þingræðisins langt nef.   


mbl.is Kann engin orð yfir vonbrigðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."

Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."

Og daginn eftir á Stöð 2:

"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband