Tímanna tákn.

Það hlýtur að teljast tímanna tákn og tákn um mikinn ólgusjó í tæknimálum og hraða á tækniþróun á menningarsviðinu að Skífan, sem var stórveldi á sviði tónlistarmenningar á Íslandi í áratugi, skuli nú hafa lagt upp laupana.

Það myndi verða talin saga til næsta bæjar ef helstu bókabúðir í Reykjavík yrðu lagðar niður. 

Eins og er virðist staða bókarinnar og lesturs furðu góð þótt erfitt sé að segja hvort einhver tæknibylting geti lagt hana á hliðina eins og geisladiskinn.

Geisladiskurinn er ekki eins handhægur og bókin. Munurinn er sá að það er auðvelt víðast hvar að grípa til nettrar bókar og glugga í hana en þarf hins vegar að vera tæki við hendina til að spila disk.

Undantekningar eru frá þessu, svo sem hjá ökumönnum bíla, sem að sjálfsögðu geta ekki verið að lesa bækur undir stýri.  

Ýmsar spurningar vakna, svo sem hvernig hægt sé að nálgast það mikla tónlistarefni, sem hingað til hefur verið á boðstólum í plötuverslunum. 

 

 

 


mbl.is Skífunni lokað eftir 40 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvorugt hefur enn náð að ógna stöðu bókarinnar og bókaverslana, Steini. 

Ómar Ragnarsson, 16.3.2015 kl. 20:27

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Var að benda á að hægt sé að hlusta á hljóðbók undir stýri.

Þorsteinn Briem, 16.3.2015 kl. 20:36

4 identicon

Tónlistarefni má nálgast á hinum ýmsu tónlistarveitum, tónlist.is, spotify o.fl. Og þá velur þú sjálfur hvaða lög en þarft ekki að kaupa allan diskinn. Það efni má jafnvel brenna á geisladisk kjósi maður það. Höfundarréttargjald er greitt af tómum diskum þannig að löglegt er að setja allt efni á geisladisk.

Hábeinn (IP-tala skráð) 16.3.2015 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband