Vaðið yfir alla. Draumur um risalínu frá Hornafirði vestur um Fjallabak.

Varla líður sú vika að ekki berist fréttir af fyrirætlunum Landsnets, þar sem enginn hluti landsins er undanskilinn, allt frá ysta hluta Reykjanesskagans, þversog kruss um hálendið og um byggðir.

Fyrirtækið stendur ekki við loforð eins og dæmið með spennistöðina við Hamranes sýnir glöggt og tregðast við það út í hið endalausa við að leggja línur í jörð.

Fyrirtækið heldur því fram að verið sé að "tryggja afhendingaröryggi til heimilanna og fyrirtækja landsmanna" með lagningu þessara risalína þótt augljóst sé að þetta er einungis birtingarmynd hinnar takmarkalausu virkjana-og stóriðjustefnunnar, sem enn lifir jafn góðu lífi og hún gerði fyrir áratug.

Forstjóri Landsvirkjunar hefur lýst því yfir að það verði ekki spurning um hvort heldur hvenær sæstrengur verði lagður til Skotlands.

Í tengslum við það eru ekki aðeins uppi áform um risalínur þvers og kruss um hálendið heldur er líka í ráði að vegna þess að sæstrengurinn komi á land á Hornafirði verði lögð þaðan risaháspennulína um Suðursveit, Öræfasveit og Skeiðarársand en síðan liggi línan um suðurhálendið í gegnum Friðland að Fjallabaki til virkjananna við Tungnaá og Þjórsá.

Í skoðanakönnunum Önnu Þóru Sæþórsdóttur kemur fram að ekkert trufli eins upplifun útlendinga af ósnortinni íslenskri náttúru og háspennulínur, en meira en 80% erlendra ferðamanna koma til Íslands til að upplifa hana ósnortna.

En að sjálfsögðu stefnir Landsnet að því að gefa því langt nef og vaða yfir allt og alla.  

 


mbl.is Skora á bæjarstjórn að synja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu.

Þetta verður aldrei samþykkt þ.e. þessi lína.

En helv... hugmyndin um sæstrenginn er hættuleg.

Og því má ekki sofa á verðinum.

Björn Jóhann Guðjohnsen (IP-tala skráð) 31.3.2015 kl. 20:00

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar ég var á ferli á Kárahnjúkasvæðinu á árunum 1995 til 2000 hitti ég vísindamenn og fleiri, sem voru að kanna svæðið og sögðu mér að það væri tímasóun fyrir mig að vera að fjalla um þetta, því að það væri svo galið að það yrði aldrei að veruleika. 

Ómar Ragnarsson, 31.3.2015 kl. 20:05

3 identicon

Æ, Ómar

Það er rétt hjá þér. Maður veit aldrei.

Þess vegna er gott að hafa mann eins og þig á vaktinni.

Og ég skal fylgja þér.

Björn Jóhann Guðjohnsen (IP-tala skráð) 31.3.2015 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband