ÞAÐ SEM EKKI MÁ GERAST.

Skoðankönnun Capacent Gallup sýnir að stóriðjuflokkarnir þrír, Sjálfstæðis-, Framsóknar- og frjálslyndir fái um 52 prósent atkvæða í stað um 50 prósent sem þeir hafa haft til þessa. Þessu verður að breyta og þetta má ekki gerast í kosningunum. Íslandshreyfingin er að þessu sinni aðeins fyrir neðan þau mörk að ná inn 3 mönnum og fella núverandi stjórn.

En höfuðskilyrði til þess að koma í veg fyrir hreina stóriðjustjórn er auðvitað að koma samanlögðu fylgi stóriðjuflokkanna niður fyrir 50 prósent.  

Raunar er mjög hæpið fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn að mynda stjórn með aðeins eins þingmanns meirihluta og því er hættan sem fyrr sú að frjálslyndum verði kippt um borð. Það má ekki gerast að mynduð verði hrein stóriðjustjórn á sama tíma og skoðanakönnunin sýnir að 60 prósent landsmanna, þar af hátt í helmingur kjósenda stjórnarflokkanna, vilja 5 ára stóriðjuhlé.

Nóg fylgi við Íslandshreyfinguna er forsenda þess að ná til þessa mikla fjölda umhverfisverndarfólks í stóriðjuflokkunum og minnka þannig stóriðjufylkinguna. Splunkuný skoðanakönnun í Norðausturkjördæmi og fyrri tvær kannanir á landsvísu sýna að þetta er mögulegt, því að í þeim öllum var Íslandshreyfingin inni með þrjá þingmenn.

Í fréttaskýringu Sjónvarpsins í kvöld kom fram að hægt er að koma þingmannatölu stjórnarinnar niður í 30 ef Íslandshreyfingin kemur að mönnum. Samfylkingin og VG geta ekki hoggið nóg inn í raðir stóriðjuflokkanna, til þess þarf flokk sem er hægra megin á miðjunni. Og þar er Íslandshreyfingin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Það er rétt Ómar þetta má ekki gerast.  Sjálfstæðisflokkur og framsókn meiga ekki komast aftur í stjórn.  Framsókn er búinn að mála sig út í horn með þessum yfirlísingum Jóns með því að vilja ekki skoða samstarf með þeim flokkum sem vilja fresta stóriðju.  Svo nú er kominn tími til að þessir tveir flokkar fái gott frí,  Íslandshreyfinginnn er sá flokkur sem mun geta breitt þeirri þróun sem hefur verið að myndast í stóriðjumálum. 

Þórður Ingi Bjarnason, 5.4.2007 kl. 19:40

2 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Það sem því miður virðist vera að gerast Ómar er einmitt það sem sagt var: að framboð Íslandshreyfingarinnar myndi verða vatn á myllu stjórnarflokkanna og ef til vill tryggja meirihluta stóriðjuflokkanna.  Tal um hægri og vinstri í þessu samhengi er marklaust.  Getur verið að vopnin séu að snúast í höndum þínum?

Árni Þór Sigurðsson, 5.4.2007 kl. 21:24

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Í raun ætti að vera sérlega auðvelt að höfða til íhaldssinnaðs fólks með umhverfiisverndarmál, þau snúast um að vernda óbreytt það sem við eigum. Samt eru vinstrimenn alltaf léttari á sér að stökkva á vagninn þegar nýjir kostir bjóðast, í raun kannski ekki síður rökrétt. En úr þessu væri réttmætara að segja: Kjósið Íslandshreyfinguna og tryggið þannig að atkvæðin fari ekki til spillis, það vantar svolítið.

Sjálfur er ég líklega enn of vinstrisinnaður til að hverfa frá stuðningi við Samfylkinguna, en óska ykkur alls góðs.

Helgi Jóhann Hauksson, 5.4.2007 kl. 22:04

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tal um hægri og vinstri er ekki marklaust meðan Vinstri hreyfingin - grænt framboð heitir þessu nafni. Að minnsta kosti ekki í huga þeirra sem kjósa VG vegna vinstri stefnunnar. Og stór hluti Sjálfstæðismanna telja sig hægri menn.   

Fyrir margan Sjálfstæðismanninn sem er á móti stóriðjustefnunni er það ekki mikið átak í óskuldbindandi skoðanakönnun að segjast ætla að kjósa VG.

Reynslan sýnir hins vegar, því miður málstaðarins vegna, að hik vill koma á allmarga þeirra þegar þeir standa með kjörseðilinn í höndunum. Þá eiga þeir til að hrökkva til baka alla leið yfir á gamla flokkinn sinn eins og dæmin sanna vegna þess að þeir geta ekki fengið sig til að kjósa vinstri flokk.

Vinstri-hægri hefur nefnilega enn talsvert að segja hjá mörgum kjósendum. Ætlun okkar í Íslandshreyfingunni er að "grípa" þessi atkvæði þegar þau hörfa til baka til hægri en gætu átt það til að staldra við hjá okkur í leiðinni af þvi að við erum ekki "vinstri".

Ég er sammála þér um að stóriðjuflokkarnir hafa óverðskuldaðan meirihluta í þessari skoðanakönnun þegar miðað er við andstöðu tæpra 60 prósenta við stóriðjustefnuna. En það er ekki Íslandshreyfingunni að kenna að þeir hafa nú 52 prósent fylgi því við höfum gagnrýnt stjórnina jafn harðlega og aðrir.

Og sannaðu til: Ef stjórnarflokkarnir kippa frjálslyndum uppí mun sú stjórn ekki verða hóti betri en núverandi stjórn. Við vitum hins vegar að verði úrslitin svo jöfn að ekki verði hægt að mynda nógu sterka græna stjórn hafa flokkarnir á vinstri vængnum hver um sig tilbúið plan B þess efnis að fara í stjórn með einhverjum stóriðjuflokkanna.

Það yrði þá varla hrein græn stjórn en vonandi með minni stóriðjublæ en núverandi stjórn. Ég myndi harma öll úrslit sem viðhalda einhverju af stóriðjustefnunni en hugga mig við það að slík stjórn yrði vonandi miklu skárri hvað umhverfismálin snertir en hrein stóriðjustjórn.

Ég aðhyllist æðruleysisboðskap AA-samtakanna um að reyna að breyta því sem hægt er að breyta en sætta mig við það sem ég get ekki breytt. Ég tel raunhæft að hægt sé að breyta úrslitum kosninganna ef það er reynt. Að þora ekki að reyna er trygging fyrir því að ekkert gerist. Ég get ekki hugsað mér að vakna upp 13. maí og sjá eftir því að hafa ekki reynt.

Ómar Ragnarsson, 5.4.2007 kl. 22:17

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sjálfstæðisstefnan er mjög umhverfisvæn stefna.  Ég tel að þær fórnir sem færðar hafa verið muni skila sér til alls heimsins. Það að vatnsorkan okkar sé nýtt með þeim hætti sem við getum gert virkar strax og á meðan er ekki þörf á eiturspúandi raforkuframleiðslu fyrir framleiðslu á því áli sem heimurinn kallar eftir.  Sífellt.  Flugvélar, bílar og bílahlutar, ýmis tæki til heimilis og margt annað sem of langt er upp að telja hér.  Plasthlutir margir hverjir  eru t.d. unnir úr olíu að mér skilst þannig að ekki er það neitt umhverfisvænna og leysir því ekki álið af í þeim skilningi.  Ég tel að stefna Sjálfstæðisflokksins sé í raun ein vistvænasta stefna sem völ er á í næstu kosningum og hvet fólk til að kynna sér hana vel fyrir þær. Ég hefði viljað sjá Ómar þar innan borðs og er næsta viss um að honum verður "landað" með einum eða öðrum hætti þangað inn eftir kosningar. 

Vilborg Traustadóttir, 5.4.2007 kl. 22:22

6 Smámynd: Jón Magnússon

Hættan við framboð eins og Íslandshreyfingarinnar Ómar er að þið tryggið áframhaldandi setu núverandi ríkisstjórnar. Eins og málið stendur í dag þá ert þú að stuðla að því.

Við í Nýju Afli vildum reyna að koma í veg fyrir það síðast og fórum fram á við Frjálslynda flokkinn að verða FF listi til að öll atkvæði nýttust gegn ríkisstjórninni. Margrét Sverrisdóttir varaformaður þinn og faðir hennar komu í veg fyrir það. Kaldhæðni örlaganna var að hefði þetta orðið þá hefði Margrét verið kjörin á þing og ríkisstjórnin fallið. Nú virðist sama sagan að endurtaka sig. Margrét ætlar í annað sinn nú með hjálp þinni að bjarga ríkisstjórninni. Þú berð þá  ábyrgð á stóriðjustjórn.

Til að koma í veg fyrir áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf ættir þú að hugleiða að ræða við okkur um FF lista. Margrét les hvort eð er aftur og bak og áfram upp úr stefnu Frjáslyndra á fundum sem  hún fer á.

Ómar viltu bjarga ríkisstjórninni eða koma henni frá? 

Jón Magnússon, 5.4.2007 kl. 23:03

7 identicon

SJALLAR fá alltaf miklu minna fylgi í kosningum en skoðanakönnunum, í mesta lagi 35% nú, og Framsókn missir geysimikið fylgi yfir til Vinstri grænna vegna stóriðjustefnu sinnar, sem hefur ekki verið til mikilla heilla fyrir Framsókn. Og Ómar fær út á sína grænu stefnu mun meira fylgi en Frjálsblindir með sínar xenó- og rectófóbíur.

Enda þótt 5% fylgi þurfi á landsvísu til að fá jöfnunarþingmenn þarf einungis tæplega 1% fylgi á landsvísu til að fá kjördæmakjörinn þingmann, 10% í galdrakjördæminu, Norðurlandskjördæmi vestra. Flokkar með 5% fylgi á landsvísu fá hins vegar jöfnunarþingmenn, enda þótt þeir fái engan kjördæmakjörinn þingmann. Addi Kitta Gau, Ómar og Margrét munu því verða þingmenn í vor, hvernig sem allt veltist annars og snýst í henni Verslu, og 23. mars sýndu 15% landsmanna áhuga á að kjósa Ómar.

Páskalambinu hefur verið slátrað en eiturefnamælingar á hvalketi liggja enn ekki fyrir.

Steini Briem (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 23:06

8 Smámynd: Kristján Pétursson

Nú fara allir dagar að telja í kosningabaráttunni.Það er rétt hjá þér Ómar,ykkar flokkur getur fellt ríkisstjórnina,en þá verðið þið að taka fast á framsókn og íhaldinu og láta frjálslynda,sem eru farnir að nudda sér upp við íhaldið fá verðskuldaða ráðningu. 

Kristján Pétursson, 5.4.2007 kl. 23:25

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Í mínu umhverfi er það staðreynd að fjölmargir "hægri" menn sem kusu til vinstri síðast vegna umhverfisáherslna VG geta ekki hugsað sér það núna og fagna því komu Íslandhreyfingarinnar á vettvang.  Það er nefnilega þannig að það er svo saklaust að kjósa t.d. VG eins og margir gerðu síðast og gefa þar með frat í núverandi ríkisstjórn og náttúrulausa stefnu þeirra.

En þegar er útlit fyrir að VG kæmist jafnvel í ríkisstjórn eru nú ansi margir hægri mennirnir sem hugsa sinn gang því staðreyndin er að það er ansi margt í stefnu VG sem við getum ekki fellt okkur við í ríkisstjórn, þó það hljómi vel í stjórnarandstöðu sem mótvægi og aðhald.

Baldvin Jónsson, 6.4.2007 kl. 00:06

10 identicon

Þá vil ég hvetja alla hægrimenn til að kjósa Íslandshreyfinguna...

Sem stendur fyrir Náttúrufegurð, líffræni landbúnaðarframleiðslu, er opin fyrir hugsanlegum samningaviðræðum fyrir aðild að ESB (sem gæti aukið útflutningstekjur okkar í lífrænni framleiðslu ennþá meir.. ) .. og síðast en ekki síst, stendur fyrir frelsi einstaklingsins.

Kveðja frá flóttakonu úr Sjálfstæðisflokknum..

Björg F (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 00:20

11 identicon

Þeim mun meira sem ég les um stjórnmál eftir minn gamla sveitunga Kristján frá Steini því minna skil ég um hans pólitísku viðhorf. Vera má að það segi meira um mig en hann. Ekki man ég betur en að hann sýndi stofnun Frjálslynda flokksins nokkurn áhuga og einhverja fundi sat hann með okkur sem stigu þar fram og gerðum hann að pólitískum veruleika, Ég mat það svo þá, eftir nokkur samtöl okkar að hann teldi það eina stærstu von sjávarbyggðanna víðsvegar um land að þessi flokkur næði góðum meðbyr og hefði erindi sem erfiði. Líklega var þetta einhver misskilningur.

Nú er þessi sami maður farinn að brýna okkar ágæta mann Ómar Ragnarsson til dáða og" láta frjálslynda, sem eru farnir að nudda sér upp við íhaldið fá verðskuldaða ráðningu". Eflaust finnst honum þetta göfugt markmið þó ekki kæmi annað til.  Hvergi hef ég rekist nýlega á íhaldsmann sem neitt sér nú á að ráði vegna nudds frá sendimönnum okkar í þeim skelfilega flokki.

Þó ég játi fúslega að ég hefði viljað sjá skýrari stefnumótun í átt til náttúruverndar frá forystu flokksins míns með framkvæmdastjórann Margréti Sverrisdóttur til ráðuneytis hef ég hvergi séð frá öðrum flokkum stefnu í umhverfisvernd í anda Frjálslynda flokksins. Ég var bara smápatti þegar ég var farinn að gera mér grein fyrir því að höfin og fiskistofnarnir væru veigamikill hluti þess lífríkis sem nærir mannlíf og lífsfyllingu. Þetta stærsta baráttumál okkar hefur verið sett á ís í allri umræðu um umhverfismál. Og nú telja Ómar Ragnarsson og hans stafnbúar að eitt brýnasta verkefni þess stjórmálaafls sem hann hyggst leita umboðs fyrir að knésetja Frjálslynda flokkinn!

Ómar hefur margsinnis verið brýndur og særður til að benda á lausnir til uppbyggingar atvinnutækifæra fyrir fólkið í hinu dreifðu byggðum, svo unnt væri að leysa upp allar barnalegar væntingar um störf í mengandi álbræðslum. Það hefur farið framhjá mér að þær tillögur hafi snúist um kröfuna um að fólkið við sjávarsíðuna verði leyst úr ánauð lénsherranna með handhöfnina á þessari einni mestu auðlind þjóðarinnar. Hafi ég ekki lög að mæla þarna er mér skylt að biðja hann afsökunar. Það mun koma í ljós.

En ekki vefst það fyrir mér að nærtækasta skref okkar Íslendinga í umhverfismálum er að færa aflaheimildirnar til útgerða sem sækja aflann með kyrrstæðum veiðarfærum og draga jafnframt úr botnvörpuveiðum, ásamt líka vafasömum nóta-og flotvörpuveiðum. Þetta er jafnframt krafa sífellt fleiri vísindamanna á sviði sjávarliffræði og vistvænnar sóknar. Íslensk stjórnvöld sem um langt skeið hafa gegnt hagsmunavörslu fyrir góðvini sína hjá L.Í.Ú. hafa hinsvegar gert lítið úr öllum þeim vísindum og hafnað þessum rökum að flestu eða öllu leyti. Og þeir flokka það til "sjálfstæðisbaráttu okkar Íslendinga". En kannski er þetta misskilningur hjá mér og umhverfisvernd er þá bara verndun fossa og hálendisgróðurs. Ég er nú samt ekki sannfærður.

En alltaf dreymir mig um það mannlíf þegar trillubátarnir komu öslandi inn að bryggjunni umkringdir gargandi mávum sem börðust um lifrarbroddana sem héngu við slógið. Þessa ævintýralegu lykt sem var sambland af heitri smurolíu, slorinu á sjóvettlingunum og reyknum frá tóbakspípunni í munnvikinu á formanninum sem bölvaði togaradjöflunum fyrir að hafa slitið línuna á næstsíðasta bjóðinu og gátu ekki stillt sig um að láta alla gremjuna bitna á konunni sem hafði sett svo mikinn sykur í kaffibrúsann að kaffið var ódrekkandi  skólp.

Sú stjórnmálahreyfing sem telur þetta innlegg í atvinnumál landsbyggðarinnar ekki mikilvægara en svo að það er sett til hliðar, en í stað þess ævinlega rætt um "eitthvað annað", ætti ekki að kenna sig við Ísland. En við í Frjálslynda flokknum gefum ekki afslátt í þessu efni. Og þess vegna eigum við auðvitað ekki betra skilið en "að fá verðskuldaða ráningu".

Árni Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 00:46

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 Það er augljóst á málflutningi þínum Ómar að forsendur Íslandshreifingarinnar fyrir stóriðjustoppi eru eingöngu á forsendum náttúrunnar. Ég þykist vita að stuðningur við slík sjónarmið eru hverfandi meðal þjóðarinnar og sá stuðningur er að mestu í VG.

En nú bregður svo við að VG presenterar ekki það sjónarmið með start-stopp stefnu sinni. Þeir blanda efnahagslegum forsendum í málið. Hungrið í völd hefur borið þá ofurliði og þeir eru reyna að klæða sjónarmið sín í umhverfismálum í annan búning. Vaðmálsfötin eru ekki nógu hipp og kúl.

Samfylkingin er söm við sig, er út og suður, þar er einn hrærigrautur sjónarmiða og seglum hagað eftir vindi.

Röksemdarfærslur andstæðinga stjórnarflokkanna í stóriðjumálum eru því á ýmsum forsendum. Ein er sú að stjórnarflokkarnir ætli að virkja allt og setja niður álver í hvern fjörð á landsbyggðinni. Þetta er auðvitað fjarri sanni og þegar fólk áttar sig á því þá minnkar innistæðan fyrir fylgi stjórnarandstöðuflokkanna og þess vegna mun ríkisstjórnin halda velli. Takk fyrir það Ómar!!

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.4.2007 kl. 01:24

13 Smámynd: Kristján Pétursson

Minn ágæti sveitungi Árni Gunnarsson.Þakka þér fyrir að láta nafns míns getið varðandi stofnun Frjálslyndafl.og þau góðu markmið flokksins að vinna fyrir sjávarbyggðir,sem misst höfðu fiskveiðiheimildir.Ég hef ekki skipt um skoðun varðandi þessi baráttumál.Hins vegar hefur Frjálslyndifl.klofið sjálfan sig í herðar niður af einstökum aulaskap,sem ég kæri mig ekki að vera þátttakandi í.Einnig hefur flokkurinn fengið til liðs við sig menn,sem ég ber ekkert traust til og gætu hæglega reynt að ganga liðs við íhaldið ef "  vel " er boðið.Ég ætla að fyrra mig pólutískri ábyrgð af hugsanlegum hrossakaupum.Hins vegar mun ég leggja mig allan fram,að koma ríkisstjórninni frá völdum og leggja þeim pólutísku öflum lið,sem ég treysti best að ná fram þeim markmiðum.Við höfum Árni minn verið a.mk.tvisvar sinnum samstíga í pólutíkinni,hver veit nema leiðir okkar kunni að liggja saman aftur.Þú ert glöggur maður,skoðaðu vel liðsheildina á þínum heimavelli.

Kristján Pétursson, 6.4.2007 kl. 01:34

14 identicon

Frjálsblindir undir í ótíma,
Addinn nú syndir í svíma,
frjálslyndir fundir í bríma,
fölbláar myndir og víma.











Steini Briem (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 04:01

15 identicon

Sælinú
Er það rétt að Íslandshreyfingin standi fyrir "Náttúrufegurð, líffræni landbúnaðarframleiðslu". Skoðið þið nú hvað er flutt inn af áburði og olíu fyrir landbúnaðinn.
Hvaðan á olían í allar bættu flugsamgöngurnar að koma Ómar, Írak?
Ég las stefnuskrá Íslandshreyfingarinnar og hún var ekki alvitlaus en þið þurfið að skoða betur hvað er umhverfisvænt og hvað ekki áður en þið fáið mitt atkvæði. Stóriðjan er enn þá það umhverfisvænasta sem ég hef séð gerast á Íslandi :)

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 08:00

16 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Hvernig er hægt a segja að stóriðjan sé það umhverifisvnasta sem hefur sést á íslandi.  Það er ekkiert umhverifsvænt við þennan iðnað.  Þið fyglir öllum einhver unhverfisspjöll en það sem þjóðinn þarf að gera er að taka höndum saman og takmarka þá röskun og mengun eins og hægt.  Með stóriðju er ekki verið að takmarka mengun og skemd á landinu.  Því getur stóriðja ekki verið umhverifsvæn.

Þórður Ingi Bjarnason, 6.4.2007 kl. 09:07

17 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ef mig minnir rétt var það á stefnuskrá Íslandshreyfingarinnar á meðan hún var að verða til að fá fleiri græna þingmenn á þing. Ekki sýnist mér þessi hreyfing vera að taka af xD eða xB heldur frekar plokka fylgi af græna flokknum. Eftir stöndum við því með jafn marga græna þingmenn eða færri. Hef aldrei heyrt Margréti ræða mikið um stóriðjustopp fyrr en hún fór í þetta bandalag og finnst mér það því ótrúverðugt þegar ég heyri það í dag. Verði niðurstaðan sú að Íslandshreyfingunni takist með dauðum atkvæðum að hjálpa núverandi ríkisstjórn að halda velli og fá engann mann eða konu inn á þing þá eruð þið að stuðla að áframhaldandi fullvirkjun á landinu.

Hvernig ætlið þið að fá sjálfstæðismenn og konur sem eru trygg flokknum til liðs við ykkur? Eins og staðan er í dag þá er bara verið að taka fylgi af flokkum sem annars hefði tryggt stóriðjustopp og þyrmt landinu í það minnsta næstu 4 til 5 árin. Verð að viðurkenna að ég hef nokkrar áhyggjur af þessu.

Birgitta Jónsdóttir, 6.4.2007 kl. 09:45

18 identicon

Það búa 6,6 milljarðar manna á jörðinni í mikilli misskiptingu. Til að minnka þessa misskiptingu þarf að auka framleiðslu á áli, stáli, plasti og fleiru. Það þarf að deila gæðunum jafnar og við vesturlandabúar þurfum kannski að gefa eftir svolítið af okkar lífsgæðum.
Það er mjög mikils virði að þessi aukna framleiðsla verði eins umhverfisvæn og hægt er. Að berjast gegn henni hefur hingað til leitt til hins gagnstæða.
Sjálfur ferðast ég um á hjóli, reyni að fljúga ekki oftar en einu sinni á ár og er að fara á matreiðslunámskeið í grænmetismatreiðslu til að minnka óþarfa mengun af mínum völdum.

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 09:54

19 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Sæll Ómar aftur.

Ég veit að það er góður vilji og hugur á bak við það sem þú segir og ég treysti þér vel til að tala máli umhverfis og náttúruverndar.  Nema hvað!  Hitt er svo að annars vegar standa stjórnarflokkarnir tveir og spyrða sig saman sem mest þeir mega.  Hins vegar er svo stjórnarandstaðan og þau önnur framboð sem fram kunna að koma.  Nýju framboðin eru eðli málsins samkvæmt "óánægjuframboð" sem munu skipa sér á bekk með stjórnarandstöðunni og því er hættan á að sú sveit splittist mikil.  En allt um það

Það er hins vegar áhugavert að fá að heyra frá þér hvað það er í stefnu VG sem þú telur þitt fólk ekki geta stutt og það sem gerir það að verkum að þið kallið ykkur "hægri".  Er það áhersla VG á velferðarmálin, að draga úr misskiptingu og auka jöfnuð, bæta kjör aldraðra og öryrkja og lífeyrisþega almennt og að koma á réttlátara skattkerfi?  Eða er það andstaðan við aðild okkar að stríðinu í Írak sem veldur því að þið getið ekki stutt stefnu VG?  Nú eða þá hin einarða jafnréttis- og kvenfrelsisáhersla?  Við boðum líka fjölbreytni í atvinnulífi með áherslu á lítil og meðalstór fyrirtæki, að hlúð verði að útflutnings- og samkeppnisgreinum, ferðaþjónustu, handverki, smáiðnaði, menningu og listum.  Við viljum stórauka framlög til menntunar og rannsókna og tryggja jafnrétti til náms.  Eru þetta áherslurnar sem ykkur hugnast ekki Ómar?  Eða kannski sjónarmið okkar um að heilbrigðiskerfið eigi að vera fyrir alla án tillits til efnahags?  Nema kannski það séu bara gamlar klisjur frá síðustu öld um ("kommagrýlan") sem eru að þvælast fyrir?  Mér finnst mikilvægt að þið talið um þessi mál líka og segið okkur fyrir hvað "hægrið" ykkar stendur.

góðar páskakveðjur

Árni Þór Sigurðsson, 6.4.2007 kl. 10:08

20 identicon

Það kom nú fram í svarinu við spurningu Magnúsar Bergssonar á flokksþingi VG að VG er fylgjandi stríðinu í Írak. Fólk sem er á móti stríðinu reynir að nota minni olíu og styður notkun endurnýjanlegra orkugjafa!
Andstaða VG við ESB gerir talið um jöfnuð jafn falskt, varðani afstöðuna til ESB fær Íslandshreyfingin pínulítinn plús í kladdann frá mér.

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 10:27

21 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Þessi hundalógik sem höfð er í frammi af ykkur, um hvað er umhverfisvænt er

komin út í algjörar öfgvar. Álframleiðslan í Straumsvík hefur nú starfað í meira

en 30 ár og eftir því, sem þið viljið halda fram, ættu hafnfiringar ekki að hafa lifað

þetta af, eða allavega ekki hæfir að ganga til kostninga, vegna flúor og brennisteins

eitrunar. Ætlið þið að halda því fram að milljón ferðamenn hafi engin áhrif á íslenska

náttúru, akandi um á jeppum og rútum þrammandi um holt og hóla.

Eða er þetta lýðskrums kjaftæði aðeins til að gera útaf við hag Íslands sem aldrei hefur

verið betra en nú.

Leifur Þorsteinsson, 6.4.2007 kl. 10:48

22 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Leifur

Það er einginn að halda því fram að Hafnfirðignar hafi skaðast af þeiri mengin sem alcan hefur spúað út í andrúmsloftið.  En ef mengun frá þeirri verksmiju eikst þá er sú hætta fyrir hendi að þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum geta skaðst en það er ekkert öruggt.   Ég er Hafnfirðingur og hef starfað hjá fyrirtæki sem ekur fyrir alcan og veit því vel um hvað er verið að tala.  þar sem ég starfaði á rútum og fór með ferðamenn um landið þá veit ég vel hvaða mengun stafar af því.  En það er hægt  að stjórna öllu ef vilji er til.  Með því að gera þolmarkarannsóknir á áningarstöðum ferðamanna og skipulegja svæðið sem fjöldaferðamannastað þá er hægt að lágmarka þann skaða sem ferðamaðurinn veldur.  Einnig er hægt að lágmarka þá mengun sem rútur menga á ferðum um landið.  Fyrirtækið sem ég starfi hjá lagði mikla áherlu á umhverfisvernd og sendf alla bílstjóra í vistakstur.  Þetta er akstur sem við lærðum að keyra vistvænt og með því að spara olíu og minka mengun.  Ég hafði litla trú á þessu en eftir að ég fór að keyra vistvænt þá sá ég hvað hægt var að draga mikið úr mengn bíla með að breita aksurslagi aðeins.  Þannig að þetta fyrirtæki hefur lágmarkað þá mengun sem þeirra bílar skila frá sér og er það gott.  Þetta á við alla þjónustu í landinu sama hvort það er stóriðja eða ferðaiðnaður fyrir tæki verða að setja sér markmið í umhverfismálim til að vinna eftir.  Þetta er hægt það ef villji stjórnenda er fyrir hendi.  Ég vona að Ómar og hans fólk komi manni á þing þvi það vantar svona fólk til að tala máli umhverfisins.

Þórður Ingi Bjarnason, 6.4.2007 kl. 11:17

23 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Birgitta Jónsdóttir skrifar: "Hef aldrei heyrt Margréti ræða mikið um stóriðjustopp fyrr en hún fór í þetta bandalag og finnst mér það því ótrúverðugt þegar ég heyri það í dag. Verði niðurstaðan sú að Íslandshreyfingunni takist með dauðum atkvæðum að hjálpa núverandi ríkisstjórn að halda velli og fá engann mann eða konu inn á þing þá eruð þið að stuðla að áframhaldandi fullvirkjun á landinu".

Á heimasíðu Frjálslynda flokksins er að finna safn allra greina sem Margrét Sverrisdóttir hefur skrifað frá því síðan var opnuð fyrir fjórum árum. Hér er hennar greinasafn. Ekki ein grein um umhverfismál eða gegn virkjunum og stóriðju. Enda sýndi hún þessum málaflokki aldrei neinn sérstakan áhuga í þau fjögur ár sem við unnnum náið saman í sama húsi með skrifstofur hlið við hlið.

Þeim kjósendum sem ætla að láta afstöðu sína til stóriðjustopps ráða atkvæði sínu gef ég bara eitt ráð. Látið atkvæði ykkar falla á einhvern af núverandi stjórnarandstöðuflokkum. Gefið ekki ríkisstórninni færi á að sleppa við fall núna með því að dreifa atkvæðum eins og gerðist árið 2003 og Jón Magnússon benti réttilega á hér fyrir ofan. Ef þessi ríkisstjórnarmeirihluti fær nógu marga þingmenn til að halda áfram þá gerir hann það. Slíkt er jafnljóst og að nótt mun fylgja þessum fallega vordegi nú á föstudaginn langa. Góðar stundir og í Guðs friði.

Magnús Þór Hafsteinsson, 6.4.2007 kl. 11:20

24 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Það er greinilegt á skrifum Jón M og Magnúsar að þeir eru á taugum yfir framboði Íslandshreyfingarinnar, enda bendir margt til þess að FF fari undir 5% markið og detti alveg út af þingi. Ég segi nú bara að slíkt myndi ekki hryggja mig mikið

Guðmundur H. Bragason, 6.4.2007 kl. 11:26

25 identicon

Nú skal ég fara að hlífa þessu bloggi við athugasemdum en ein að lokum.
Það er stórfínt að rútubílstjórar fari á námskeið í vistakstri en hvað þýðir þetta? Lærið þið að búa til rútur úr fiskroði sem svífa með ferðamenn yfir viðkvæmum mosa og fara á bensínstöðvar í þeim eina tilgangi að tappa af orku sem hefur safnast saman á ferðalaginu?
Helsta byltingin sem hefur orðið í umhverfisvernd á undanförnum árum er að fjöldi fallegra frasa hefur margfaldast. Að öðru leyti hafa íslenskir jeppamenn og sóldýrkendur fengið að njóta alls vafa en ekki náttúran.

Páskakveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 11:29

26 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Guðjón

Það skilja allir efitir sig spor sama hvað hann reinir að passa sig.  En með því að hafa umhverfismál í huga þegar ferðast og þegar ferðamannastaðir eru skipulgaðir þá er verið að takmarka þá röskun og þá skemd sem landið verður fyrir.  Það er aldrei hægt að koma í veg fyrir allt sem veldur mengun eða spilingu en það er hægt að stjórna þvi í betri farveg.

Þórður Ingi Bjarnason, 6.4.2007 kl. 11:41

27 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Þórður, gerir þú þér grein fyrir því að milljón mans, er meira en þrisvarsinnum

öll íslenska þjóðin., Og að keyra rútu frá stað A til B þarf vist magn af kalorium

á hvert kíló sem rútan vegur og sára lítið hægt að spara. Það er ekki svo mikið

sem rútan mengar eins og sú afleidda mengun sem er af sjálfum túristunum.

Farðu að Geysi í Haukadal, opnaðu augun og hugsaðu. Hvað er svo mengun?

Í 10 til 15 km fjarlægð frá Straumsvík er staður sem spúir út í loftið meiri flúor og

brennisteins -?mengun?- en stafar frá álverinu og hefur gert það frá upphafi

landsinns.

Leifur Þorsteinsson, 6.4.2007 kl. 11:42

28 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Verk Margrétar Sverrisdóttur, Ólafs F. Magnússonar og félaga þeirra í borgarstjórn Reykjavíkur segja allt sem segja þarf um umhverfisáherslur hennar. Þau hafa verið í fararbroddi í umhverfismálum borgarinnar eins og ótal tillögur þeirra bera vitni um sem og afstaða til Kárahnjúkavirkjunar á sínum tíma.

Um þá framkvæmd hefur borgarstjórnarflokkurinn sem Margrét veitir nú forystu í fjarveru Ólafs F. ítrekað lagt fram ályktanir sem sýna áherslurnar í umhverfismálum á landsvísu.

Eðli málsins samkvæmt hafa borgarmálefnin verið aðal vettvangur Margrétar eftir góða útkomu frjálslyndra og þar sýna verkin merkin. Það er því ómaklegt að gera því skóna að hugur fylgi ekki máli hjá henni.

Síðustu skoðanakannanir sýna einmitt að nái Íslandshreyfingin mönnum á þing fellur stjórnin vegna þess að nógu stór hluti fylgis hennar kemur frá stjórnarflokkunum þótt líka komi talsvert frá VG. En hið síðarnefnda fylgi sýnir hve valt er að treysta á að kjósendur á hægri vængnum sem hafa látið líklega í skoðanakönnunum með að kjósa VG standi við það þegar þeir halda á kjörseðlinum.

Þá sýnir reynslan að margir þeirra hrökkva alla leið til baka ef ekki er fyrir hendi grænt framboð á miðjunni sem styður jafnt einstaklingsfrelsi og velferð og er grænt í gegn.

Mjög stutt er siðan frjálslyndir mældust með 4,5 prósent á landinu öllu og komu ekki manni inn. Nú mælast þeir með 2,1 prósent í Norðausturkjördæmi en Íslandshreyfingin með 5,9. Magnús veit því hvað hann er að tala um þegar hann talar um "dauð" atkvæði.

Tek að lokum undir orð hans um að njóta góðs vorveðurs og Guðs friðar á þessum fallega degi.  

Ómar Ragnarsson, 6.4.2007 kl. 11:47

29 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Ómar, - þær umhverfisáherslur sem komu fram í borgarstjórn af hálfu F-listans þar voru fyrst og fremst frá Ólafi F. Magnússyni borgarfulltrúa komnar. Hann var hugmyndafræðingur og gerandi á bak við það allt enda heill og sannur umhverfisverndarsinni. Það er óþarfi að vera að gera lítið úr því. Margrét var í Frjálslynda flokknum svona álíka mikill umhverfisverndarsinni og ég og Guðjón Arnar Kristjánsson. Við erum báðir umhverfisverndarsinnar og lítilmótlegt tal þitt um að við séum einhver sérstakur stóriðjuflokkur sem beri að koma fyrir kattarnef í íslenskum stjórnmálum ber bara vott um að það er verið að beita þér sem nytsömum sakleysingja í heiftúðlegri hefndarför Sverris Hermannsonar, fjölskyldu hans og klíkunnar kringum Margréti Sverrisdóttur gegn Frjálslynda flokknum og forystu hans.

Reyndar varð ég svo frægur að fara með þér í gönguna frægu og á ógleymanlegan fjöldafund á Austurvelli í haust leið, og hið sama gildir um fjölmarga núverandi félaga í Frjálslynda flokknum. Veit þó ekki um Margréti. Þú ættir að spyrja hana....

Og talandi um skoðanankannanir þá finnst mér þú fara frjálslega með því þú flaggar bara þeim könnunum sem þér hentar best á hverjum tíma. Ekki mjög trúverðugur málflutningur. Ef þú vilt endilega rífast um kannanir þá get ég bent þér á Gallup könnunina sem kom í gær og birt er í Morgunblaðinu. Þar er Frjálslyndi flokkurinn mældur með 5,4% á landsvísu og þrjá þingmenn en þín hreyfing með 4,5% og engan mann inni. Í Norðausturkjördæmi fyrst þú nefnir það sérstaklega, þá mælir Gallup Frjálslynda þar með 5% en hreyfingu þína með 3,7%.

Það kemur mér á óvart að jafn reyndur fréttamaður og þú skulir stunda skollaleik gagnvart kjósendum með því að veifa lítt marktækum könnunum þegar þér hentar sjálfum þér til framdráttar. Þú veist að skekkjumörkin í þessum könnunum eru mjög stór og margir kjósendur óákveðnir. Við skulum spyrja að leikslokum.

Magnús Þór Hafsteinsson, 6.4.2007 kl. 12:15

30 identicon

Afsakiði, nú brýt ég eigin loforð.
Ég styð heils hugar kennslu í vistvænum akstri og minnkun á umhverfisáhrifum ferðamennsku.
Ég bið hins vegar um að stóriðjan fái að njóta sanngirni í umfjöllun og að það verði virt að hún spari erlendar náttúruperlur (jafnvel frumskóga) og CO2.
Lesið ágæta umfjöllun Leifs um mengun. Langar að bæta við að ef flúormengunin í Hafnarfirði er raunveruleg, þá ætti tannheilsa Hafnfirðinga að vera mælanlega betri en Reykvíkinga, að því gefnu að þeir bursti tennurnar jafn mikið.

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 12:18

31 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Og bara eitt einn á meðan ég man og áður en ég fer út í góða veðrið. Ég heyrði um daginn viðtal við Halldór Hermannsson á Ísafirði í Morgunahana Jóhanns Haukssonar á Útvarpi Sögu. Halldór þessi er bróðir Sverris Hermannssonar. Talið barst eitthvað að því af hverju Margrét Sverrisdóttir væri ekki formaður þessarar hreyfingar sem tekið hefur nafnið á landinu okkar allra til eigin nota á sjálfa sig. Bróðir Sverris sagði eitthvað á þá leið að þetta skipti svo sem litlu máli því "Margrétararmurinn" í þessari svokölluðu hreyfingu hefði fimm af sjö stjórnarmönnum og því tögl og haldir.

Er þetta rétt Ómar? Ertu þá ekki eins og hvítur hrafn á toppnum, einangraður og áhrifalaus lifandi á lánuðum tíma og bara spurning um vikur og mánuði þar til þér verður velt úr sessi og "Margrétararmurinn" nær algerum yfirráðum með formennsku og öllu saman? Það var einmitt svona þróun sem okkur Guðjóni Arnari og góðum meirihluta félaga í Frjálslynda flokknum tókst að koma í veg fyrir á landsfundi Frjálslynda flokksins í janúar.

Sumir segja að sagan endurtaki sig alltaf, en aðrir benda á þeir sem ekki læri af sögunni séu dæmdir til að endurtaka hana.

Ég hallast að síðari kenningunni.

Og nú er það vorið....!

Magnús Þór Hafsteinsson, 6.4.2007 kl. 12:39

32 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Heill og sæll, Magnús.

Íslandshreyfingin varð til með því að fólk kom úr ýmsum áttum til liðs við þetta nýja framboð, þó aðallega í gegnum fólk úr Frjálslynda flokknum og fólk, sem hafði íhugað framboð á vegum Framtíðarlandsins. Ef þú endilega vilt sortéra þessa sjö manna stjórn í "arma" þá settust í hana þrír sem komu úr "Margrétararmi" Frjálslynda flokksins.

En vikurnar tvær sem eru liðnar eru langur tími í pólitík og allt tal um arma varð strax úrelt því samstarf okkar hefur gengið svo vel að maður trúir því varla. Ég fagna því vorinu áhyggjulaus að þessu leyti.

Ég þakka og virði það að þú skyldir taka þátt í göngunni síðastliðið haust. En mér skilst að enginn þingmaður Frjálslyndra hafi undirritað sáttmálann um framtíð Íslands samkvæmt upplýsingum sem gefnar voru um það í Hafnarfjarðarleikhúsinu rétt fyrir lok söfnunar.

Ef svo er finnst mér það miður og á erfitt með að draga aðra ályktun af því og ummælum Kristins H. Gunnarssonar um stóriðjuna að þið mynduð ekki stöðva stóriðjuna ef þið settust í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki.

Njótum nú vorsins og páskahelgarinnar.  

Ómar Ragnarsson, 6.4.2007 kl. 14:01

33 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Sé það rétt að einungis þrír séu úr "Margrétararminum" þá veltir maður því fyrir sér hvaðan Halldór Hermannsson hefur sínar heimildir. Varla frá öðrum en bróðurdóttur sinni - eða hvað?

Varðandi lista Framtíðarlandsins svokallaða þá kom ekki til greina af minni hálfu sem alþingismaður á löggjafasamkundu þjóðarinnar að láta þrýstihóp úti í bæ draga mig í dilka með þessum hætti. Aðferðafræðin við þetta var mjög ámælisverð og þessum samtökum til lítillar frægðar og enn minni sóma. Ef þú varst ekki grænn samkvæmt þeirra skilgreininum þá varstu grár! Þetta er náttúrulega barnaskapur sem er fyrir neðan allar hellur. Sjálfur er ég í samtökum eins og Landvernd og Félagi íslenskra náttúrufræðinga. Það eru hvorutveggja virðingaverð samtök sem beita ekki svona aðferðum.

Þegar við bættist svo staðfastur grunur um að þessi samtök tengist þeim pólistíska hóp sem þú stendur fyrir þá er beinlínis bjánalegt fyrir stjórnmálamenn annarra flokka að láta hafa sig út í þessa vitleysu.

Síðan skaltu vita að það kemur ekki til greina að stöðva uppbyggingu orkufreks iðnaðar um aldur og æfi enda væri það tilræði við möguleika þjóðarinnar til frekari atvinnuuppbyggingar og sóknar inn í framtíðina. Meira að segja þú lagðir nýlega fram tillögur um auknar virkjanaframkvæmdir þegar þú vildir virkja gufuafl á Norðausturlandi í haust og færa rafmagnið til Reyðarfjarðar. 

Heldur þú virkilega að Samfylking og Vinstri Grænir sem eru og hafa verið í stjóriðjukrulli víða um land á sveitarstjórnarstiginu muni þegar á reynir leggjast gegn öllum áformum um frekari virkjanir? Nær allir þingmenn Samfylkingar greiddu Kárahnjúkum atkvæði sitt og Ingibjörg Sólrún hafði sem borgarstjóri úrslitaáhrif að farið var í þær framkvæmdir. Þingmenn Frjálslynda flokksins greiddu Kárahnjúkum ekki atkvæði sitt.  

Ég bloggaði um þetta nú í haust þegar ég fór með þér í gönguna sem sumir aðrir sem þú telur nú til vina þinna fóru ekki í. Þar fór ég meðal annars gegnum atkvæðagreiðslur á þingi sem skiptu sköpum. Þarna átti Frjálslyndi flokkurinn sem þú stimplar nú sem stóriðjuflokk enga sök, á meðan Samfylkingin sem ber þungar sakir eru nú stikkfrí í þínum augum og flokkast ekki undir "stóriðjuflokka"!

Ómar, hvernig getur þú ætlast til að við tökum þig alvarlega?:

Þjóðin mætir vatnaskilum í jökulsárgöngu Ómars

Jökulsá er ei meir

Magnús Þór Hafsteinsson, 6.4.2007 kl. 15:22

34 identicon

Heyrið þið nú. Hvernig væri að þið hættuð þessum kítingi og færuð að tala um náttúruvernd! Hver er afstaða ykkar til Rammaáætlunarinnar? Ætlið þið að fara eftir henni þegar hún verður tilbúin? Íslendingar flytja inn 900.000 tonn af olíu á ári. Hafið þið raunhæfar áætlanir um að minnka þennan innflutning?

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 16:04

35 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kæri Magnús Þór. Tillaga mín síðastliðið haust byggðist á því að eftir tilskilinn árafjölda lægju fyrir niðurstöður tilrauna með djúpboranir. Ef þær gæfu margfalda orku eins og menn vonuðust til væri jafnvel hægt með orku frá Þeystareykjum einum eða Kröflu einni að knýja álbræðslu á Reyðarfirði.

Á þessum tímapunkti síðastliðið haust var það mitt mat að enda þótt gufuaflsvirkjun ylli umhverfisspjöllum yrðu þau spjöll miklu minni en hin hrikalegu spjöll sem fylgdu drekkingu Hjalladals og öðrum spjöllum af völdum Kárahnjúkavirkjunar. Tillaga mín beindist að því að lágmarka skaðann og ná fram sátt um málið þar sem báðir aðilar gæfu nokkuð eftir og fengju sitt fram að mestu.  

En Kárahnjúkavirkjun er ekki kosningamál núna heldur sú ætlun stjórnvalda að halda áfram stóriðjustefnunni og bæta næstum fjórum álverum við ef stækkun Alcan er tekin með. Engin trygging er fyrir því að látið verði staðar numið með 250 þúsund tonna álver við Húsavík og 150 þúsund tonn í Helguvík. 

Öll saga álveranna frá 1999 sýnir að ekki er stundinni lengur að marka loforð um að halda stærð þeirra niðri.Talsmenn allra álfyrirtækjanna hafa sagt að 5-600 þúsund tonna álver séu lágmarksstærð til þess að þau beri sig. Í það færi öll virkjanleg orka Íslands.

Alcoa verður með slík hreðjatök á norðausturhluta landsins með tvö stór álver að ég sé ekki hvernig menn muni geta staðist þrýsting þessa öfluga fyrirtækis ef til þess kemur. Þar með verða Skagafjarðarárnar, Skjálfandafljót og jafnvel Jökulsá á Fjöllum teknar ásamt þvílíku virkjanageri fyrir austan og norðaustan Mývatn að einstæð náttúra þess svæðis yrði stórsköðuð.  

Ég veit að Frjálslyndi flokkurinn greiddi ekki atkvæði með Kárahnjúkavirkjun en hann greiddi heldur ekki atkvæði á móti henni og nú virðist flokkurinn hrekjast undan í stóriðjumálunum eins og ég reifaði áðan.

Ég vona að við getum aftur náð upp sömu sameiginlegu stemningunni og í göngunni góðu þótt við lítum misjafnlega á stöðuna í stóriðjumálunum núna. Ég er þér sammála um tvískinnung Samfylkingarinnar þar sem 30 prósent þeirra, sem segjast myndu kjósa hana, segjast ekki getað mælt með fimm ára stóriðjustoppi.

Og svo virðist sem mikill meiri hluti kjósenda þíns flokks vilji áframhaldandi stóriðjuframkvæmdir.

Í héraði fylgir Samfylkingarfólk stóriðjunni fram þótt henni sé andmælt í Fagra Íslandi. Það er hinn mikli vandi Samfylkingarinnar. Ef flokkur þinn og flokkur minn ná báðir inn mönnum og fella ríkisstjórnina nógu rækilega til að stjórnarandstaðan geti myndað starfhæfa stjórn ætti það að verða forgangsmál að mynda slíka stjórn og gera að minnsta kosti fimm ára hlé á stóriðjubröltinu. 

Við slíkar aðstæður yrði gaman að vera í samstarfi sem fylgdi fram þjóðarviljanum. Þá myndir þú og þínir flokksmenn taka upp þráðinn úr göngunni góðu og þá yrði gaman að lifa og fylgja eftir árangrinum sem við vildum ná þegar við gengum saman sællar minningar.  

Ómar Ragnarsson, 6.4.2007 kl. 23:57

36 identicon

Í öllu talinu um rasisma. Mengandi stóriðja hefur í stórum mæli flust til fátækra landa sem eru oft byggð svörtu og gulu fólki. Oft skilst mér á umræðunni að stóriðjan eigi alls ekki heima á hinu "hreina Íslandi", þetta sé þriðja heims iðnaður.
Hef ég misskilið eitthvað eða er viðhorfið það að Íslendingar megi neyta en þriðji heimurinn eigi að sjá um mengunina?

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 06:56

37 identicon

Greinilegt að Íslandshreyfingin stendur aðeins fyrir einu málefni...eins og að vísu Frjálslyndi flokkurinn - sósíalistar vita síðan ekki fyrir hverju þeir standa á meðan umhverfisfasistarnir segja bara stopp og aftur stopp, síðan kemur bara í ljós hvað við ætlum að gera!  

Populisminn á vinstrivæng íslenskra stjórnmála nær engum enda og er aumkunarverður.  Í guðanna bænum farið að tala um eitthvað annað en umhverfismál. 

Guðmundur (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 11:56

38 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þú skalt bara halda áfram að vera óskráðurguðmundur. Það gæti valdið mönnum ótta ef þeir mættu þér og vissu hvílíkur garpur væri á ferðinni. Það er nefnilega aldrei of varlega farið. Láttu heyra almennilega í þér.

Árni Gunnarsson, 7.4.2007 kl. 17:05

39 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Mig langar að spyrja þig Ómar um það sama og Árni Þór spyr þig hér að ofan... hvað er það í málefnaskrá okkar VG sem þú telur ekki falla kjósendum í geð? Ég held nefnilega að fólk verði að hætta að hlusta á áróðursmaskínuna um hvað sé hættulegt að leggja áherslu á velferðarmálin og menntun. Þetta er langtímafjárfesting sem borgar sig og við hugsum lengra en eitt kjörtímabil í þessum málum. Hvað er það í stefnu okkar sem heftir einstaklingsfrelsið Ómar? Við  hyggjumst leggja áherslu á styrkingu í kerfinu sem gerir að verkum að einstaklingar með hugmyndir geti komið þeim í framkvæmd og jafnvel afslætti af gjöldum á fyrstu árum í rekstri... hvort er þetta hægri eða vinstri?

Ég renndi yfir stefnuskrá ykkar Íslandshreyfingarinnar og ég var meira að segja með á fundum þegar þetta var í fæðingu til að byrja með. Það er margt í stefnu ykkar sem er nákvæmlega eins og í stefnu okkar í VG. Það eina sem ég sá mun á var að ekki er eins vel mótuð stefna ykkar í öðrum málum en umhverfismálum... þeas ekki eins vel á veg komin og okkar og svo sá ég á einum stað punkt um að skattaumhverfi fyritækja ætti að vera gott svo þau geti vaxið. Þá langar mig að benda þér á að skattaumhverfi fyrirtækja er nú þegar með prýði og betra en víða í nágrannalöndum okkar. Telur þú Ómar að fyrirtæki eigi ekki að greiða neitt til samfélagsins? Ég tel að það sé í lagi að þau greiði aðeins minni skatta en almenningur þar sem þau eru ekki persónur og eru ekki að nýta alla hluta samfélagsins á sama hátt. En þó eru þau að nota ýmislegt, eins og t.d. vegakerfið - þó þau séu ekki að sama skapi að nota heilbrigðiskerfið. En fyrirtækjaskattar eru núna 18% ... vill Íslandshreyfingin lækka þá enn frekar? 

Þú talar mikið um það Ómar að hægri menn hrökkvi til baka þegar í kjörklefann er komið á kjördag. Ég vil samt benda þér á að sjálfstæðismenn hafa verið að tilkynna að ætla sér að kjósa okkur í VG. Margir sjálfstæðismenn telja nefnilega líka mikilvægt að vinna að velferðarmálum því þau hafa verið vanrækt mikið síðast liðin ár.

Heldur þú virkilega að hægri menn hrökkvi ekki til baka aftur til XD með nýtt framboð? Sjálfstæðismenn eru líklega íhaldsamasta fólk á Íslandi. Íhaldsamt fólk þorir ekki að kjósa algerlega nýjan flokk. Það er stærsta vandamál Íslandshreyfingarinnar.  

Andrea J. Ólafsdóttir, 8.4.2007 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband