HVERNIG NÆST ÞJÓÐARVILJINN FRAM?

Ný skoðanakönnun Capacent Gallup sýnir að 58 prósent þjóðarinnar vill stóriðjustopp næstu 5 árin og að ótrúlega stór hluti Sjálfstæðismanna (38 %), Framsóknarmanna (34 %) og Frjálslyndra er andvígur frekari stóriðju. Þessi könnun og síðustu kannanir sýna líka að þegar Íslandshreyfingin breikkar grænu fylkinguna og kemur mönnum inn fellur stjórnin og einnig möguleikinn á að núverandi stjórnarflokkar kippi frjálslyndum upp í hreina stóriðjustjórn.

Það verður alltaf stór hluti andstæðinga stóriðjunnar í Sjálfstæðisflokknum sem hikar við að kjósa vinstri flokkana þegar í kjörklefann er komið og mun auðveldara verður fyrir þá að kjósa Íslandshreyfinguna sem liggur hægra megin í miðju hægra/vinstra litrófsins með áherslu á umhverfi, einstaklingsfrelsi, nýsköpun og bætta velferð.

Umhverfismálin eru eina mál þessara kosninga sem varðar þá hagsmuni óborinna kynslóða að við ómetanleg verðmæti náttúru landsins fyrir þær og mannkyn allt. Þess vegna er svo brýnt að þjóðarviljinn komi fram.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hreint er alveg ég nú bit,
fær alræðið forseta Hillary,
borð Frjálsblindir undir fari,
nú forseti verður hér Dorrit.

Steini Briem (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 12:56

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Þið talið um ,,Þjóðarviljann". Ég persónulega vil áframhaldandi velmegun í landinu og áframhaldandi atvinnutækifæri. Stöðnun er leiðin afturábak.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 6.4.2007 kl. 16:16

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Í síðustu borgarstjórnarkosningum þá drógu Vinstr grænir, sig út úr stjórnarsamstarfi með R listanum og tvístruðu samstarfinu. þeim treysti ég ekki til að vinna með stjórnmálaflokkum sem vilja núverandi ríkisstjórn feiga.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 6.4.2007 kl. 16:49

4 identicon

Ómar Ragnarsson, getur þú skilgreint stóriðjustopp? Ég efast ekki um að þín útskýring verður ekki sú sama og allra. Það er afar hæpið að spyrja landsmenn hvort þeir séu hlynntir/andvígir stóriðjustoppi því það liggur ekki fyrir hvað það merkir. Nú boðar Íslandshreyfingin stóriðju í tölvunotkun og ferðamennsku, leggur til að samið verði við risafyrirtæki og (auðhringi, segja einhverjir) eins og Microsoft, Google, Yahoo o.fl. Einnig á að fjölga hér ferðamönnum úr 300 þúsund árið 2006 í 1 milljón árið 2020. Hverngi skilgreinir þú þetta? Fjölgun ferðamanna um 700 þúsund mundi einhver skilgreina sem stóriðju, margra gígavatta gagnavinnsluver sem þurfti mörg megavött myndi einhver skilgreina sem stóriðju.

   Þú vitnar í hægri, vinstri í pólitíkinni. Það er staðreynd að flokkar hafa allir verið að færa sig nær miðjunni og vinstri og hægri er að hverfa úr pólitík í hinum vestræna heima. sá flokkur sem hefur skilgreint sig á miðjunni er Framsóknarflokkurinn sem frjálslyndur félagshyggju- og umbótaflokkur. Einnig hefur Samfylkingin reynt að skilgreina sig á miðjunni sem jafnaðarmannaflokk. Ef þú styðst við vinsrti-hægri kenninguna þína þá getur þú, Íslandshreyfingin ekki verið bæði til hægri og vinstri. Þá værir þú að nálgast miðjuna.

   Ég er sammála að umhverfismál er stækkandi málaflokkur og fær aukið vægi í umræðunni en það má ekki gleyma öðru. Það er til lítils að vera með áherslur í umhverfismálum ef ekki liggur fyrir hvernig við ætlum að lifa í sátt við náttúruna og hvernig við ætlum að nýta hana. Þú vilt virkja og það vilja flestir, nýta orkuna sem býr í iðrum jarðar og þau vatnsföll sem falla til sjávar. Það er brýnt að þjóðarvilji komi fram eins og þú segir en aðeins með áherslu á umhverfismál væri það afar hættulegt. Lausnin í umhverfismálum er málamiðlun ekki öfgar í aðra hverja áttina. Því miður stuðlar þú að öfgum í þá átt að umhverfið sitji fyrir öllu, þú hagræðir sannleikanum umhverfisins vegna og það dregur úr allri vitrænni umræðu. Atvinnumál og uppbygging velferðarkerfisins er m.a. stór þáttur þegar hugsað er til komandi kynslóða. Ekki viljum við atvinnuleysi, koma þarf í veg fyrir misskiptingu á sem flestum sviðum.

   Flokkur eins og Íslandshreyfingin hafa ýtt undir tortryggni í samfélaginu, dregið úr trausti stjórnkerfisins og þannig skaðað þá eðlilegu þróun sem á sér stað í atvinnumálum þjóðarinnar.

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 17:35

5 identicon

Mer synist nu samkvaemt nyjustu skodaanakonnun Gallups sem tu vitnar til ad tad se nu einmitt fyrir tilverknad Islandshreyfingarinnar tinnar Omar minn sem tad se ad verda mogulegt einu sinni ennnn, ad STORIDJUFLOKKARNIR FRAMSOKN  OG SJALFSTAEDISFLOKKUR fai enn og aftur endurnyjad umbod til tess ad fara sinu fram i storidjumalum og odrum malum. Enn nu verdur tad jafnvel med minnihluta atkvaeda a bak vid sig.

Tetta er fyrsta skodanakonnunin um langan tima, einmitt eftir ad Islandshreyfingin er ad fullu komin fram sem tad gerist ad stjornarflokkarnir halda velli i tingmannatolu en reyndar med minnihluta atkvaeda a bak vid sig.

Og tad ma alveg skyrt lesa tad utur tessari konnun vegna hvers tad gerist, ju tu hreyfir ekki vid fylgi stjornarflokkana njema sidur se, en tu taetir adeins i fylgid hja Samfylkingunni og Vinstri graenum og to adalega VG. En naerd samt ekki inn neinum manni a ting.

Tannig ad fullt af atkvaedum detta algerlega daud og omerk og tad er einmitt tad sem stjornarflokkarnir voru ad vona og tannig geta teir hugsanlega fengid onnur 4 ar til tess ad virkja og byggja fleiri alver.  

Nei eg segi vid alla ta sem sannarlega vilja breyta til og fella tessa vondu rikisstjorn. Kjosd alls ekki Islandshreyfinguna, tvistrum ekki kroftum okkar a svona eins mals frambod, to svo malsstadurinn se agaetur og tu vel meinandi madur Omar. ta er tad bara alls ekki vogandi.

Enda get eg ekki annad sed en baedi SF og ta serstaklaega VG hafi alveg sambaerilega goda stefnu i alvers- og virkjanamalum og Islandshreyfing tin.

Til hvers ad tvistra atkvaedunum, til tess eins ad halda Framsokn enn og aftur ad kjotkotlunum ! 

Til hvers var ta barist ! EG bara spyr ? 

Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 17:56

6 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Hjálmar Bogi, þú ættir að lesa stefnu Íslandshreyfingarinnar Lifandi lands og sjá að húin stendur fyrir nýja sýn, breytt viðhorf og breytt vinnubrögð í íslensku samfélagi. Allt sem þið framsóknarmenn getið lært af. Sammála þér um að hægri/vinstri eru að verða úreld viðhorf í stjórnmálum og nú er að renna upp öldin þar sem við þurfum að ná jafnvægi á milli umhverfis, efnahagsmála og velferðar sem einmitt merkið okkar græna, bláa og rauða stendur fyrir.

Lárus Vilhjálmsson, 6.4.2007 kl. 18:05

7 identicon

Ég bar skil þetta ekki. Ég set athugasemd á bloggsíðu Ómars Ragnarssonar sinn eftir sinn en hann svara aldrei. En þú alltaf hér á síðunni hans Ómars Lárus, því spyr ég aftur ertu fulltrúi hans eða Íslandshreyfingarinnar? Síðast þegar ég svaraði þér Lárus hér svaraðir þú mér ekki.

   Ég hef lesið stefnu Íslandshreyfingarinnar og það getur hver sem er skirfað upp á hana. Það er ein bein tillaga í atvinnumálum "Handfærabátar,allt að 6 tonn, fái frjálsan aðgang að fiskimiðunum." þetta er nú allt og sumt sem hefur einhverja vísun í atvinnulífið og beina tengingu við raunveruleikann. Það vilja allir flokkar hag allra sem bestan, það er ekki einkamál neins flokks en þetta lítur að því hvaða flokkur setur fram raunhæfar tillögur og stefnu til að koma verkum sínum í framkvæmd. Íslandshreyfingin er svo fjarri því og sannaði það á fundi hér á Húsavík þegar fulltrúar hreyfingarinnar nánast flúðu fund. Það er óþolandi þegar fulltrúar höfuðborgarsvæðisins fara út á land og segja heimamönnum að nú að nota eigið frumkvæði og bíða eftir ferðamönnum. Svona boðskapur gengur ekkert upp. Heimamenn vilja álver á Bakka við Húsavík, 77% Þingeyinga vilja það, heimamenn eru að vinna í málinu, í sveitarstjórn, hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga, Markþingi o.fl. Svo koma svona fuglar eins og Ómar Ragnarsson og Ósk Vilhjálmsdóttir vilja banna heimamönnum að nýta orkuna til þeirrar atvinnuuppbyggingar sem er raunhæf í dag.

   Ég hef verið lengi í pólitík þrátt fyrir ungan aldur en framboð Íslandshreyfingarinnar hefur kennt mér eitt, að treysta ekki hverjum sem er til að fara með stjórn, axla ábyrgð, miðla málum og styðja við atvinnuuppbyggingu. Það þýðir ekkert að líta framhjá því að forsenda velferðarkerfisins og velsældar er atvinnulífið. Það þarf að skapa tekjur, tekjur sem notaðar eru til framkvæmda hvort sem er fyrir ferðamenn eða aðra. Íslandshreyfingin hefur engan einkarétt á þeim málefnum sem koma fyrir í stefnuyfirlýsingu hennar, það vilja allir flokkar gera gott en hvaða leið skal fara er annað mál. Ég treysti ekki Íslandshreyfingunni.

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 18:26

8 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Tek undir með Hjálmari Boga, ef maður kemur með athugasemdir eða spurningar þá er maður ekki virtur viðlits. Ætla að vona að þetta sé ekki stjórnunarstíll Íslandshreyfingarinnar ef hún kemst að kjötkötlunum. Allavega frekar litil mannvirðing þar í gangi. Kannski umhverfið sé svo mikið númer eitt að við mennirnir séum bara í öðru sæti, eða þriðja á eftir öðrum dýrum?

Guðmundur H. Bragason, 6.4.2007 kl. 18:47

9 identicon

Frjálsblindir þennan nú fengu dóm
að falla í jörð og verða aldrei blóm.
Aldrei til landsins munu Sjallar sjá,
sökkva mun Framsókn í djúpin blá.
Hefur nú Jón hægri vænginn misst,
Hveragerður getur hann ekki kysst. 
Hægri geta elskendurnir aldrei mæst
og ei geta Frjálsblindir draumar ræst.

Steini Briem (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 19:43

10 Smámynd: Ólafur Þröstur Stefánsson

Tek undir með Guðmundi og Hjálmari Boga. Það er vanvirðing síðuhaldara að svara ekki þeim sem koma með rökstudda gagnríni og beina spurningum til Ómars. Til hvers er verið að gefa kost á því að skrifa í athugasemdadálkin  ?

Mig er farið að langa til að eitthvað fleira berist í tal en þessi tvö málefni sem hafa verið rædd fram og til baka undarfarnar vikur. Báðir aðilar hafa komið sínum skoðunum á framfæri og stutt með rökum.  Ef þetta framboð hefur einhver fleiri málefni á dagskrá er tímabært að fara að varpa ljósi á þau. 

Eitt mál brennur mjög á landeigendum þessa dagana og ekki síst hér í Þingeyjarsíslu.

Hver er afstaða íslandshreifingarinnar til þjóðlendumála Ómar? Finnst ykkur réttlæti í því að ríkið fari með ofbeldi um landið og hirði eignir manna. Jafnvel eignir sem það hefur selt nýverði til einstaklinga eða sveitarfélaga?

Ég vonast eftir svari.

ps. Mér finnst að Steini Brím ætti að fara að gefa út ljóðabók.  

Ólafur Þröstur Stefánsson, 6.4.2007 kl. 20:45

11 identicon

Valdimars Ómar Error son,
anda hans mikil er ekki von,
þar gróðurhúsaáhrif eru lon
og eiturmengunin í kolli don.

Steini Briem (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 21:09

12 identicon

Ómar

Hvað greinir Íslandshreyfinguna frá Vinstrihreyfinguna-grænu framboði? Það að fara í kosningar og tala aðeins um það hvað hinir eru slæmir í stað þess að segja frá því hvað maður sjálfur er góður er óskynsamlegt. Þess vegna bið ég um það að þú svarir þeim fyrirspurnum sem maður beinir til þín viljir þú láta taka þig alvarlega sem stjórnmálamann. Að öðrum kosti ættir þú að hætt færslum á þessa síðu og finna þér annað með tímann að gera. Það er aumkunnarvert að halda úti bloggsíðu og setja þar fram ýmsar fullyrðingar og rangfærslur og svarar ekki fyrir eina einustu athugasemd.

Ómar

Ég kalla eftir þinni útskýringu á hugtakinu stóriðja! Ég kalla eftir tillögum í atvinnumálum landsbyggðarinnar? Ég kalla eftir viðbröðgum við athugasemdum sem þér berast inn á síðuna.

Til þín Lárus

Ég hvet þig til að koma norður í land og kynna þér málefni héraðsins hér. Ég skal taka á móti þér og reyndar hverjum sem er úr Íslandshreyfingunni eða Framtíðarlandinu.

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 01:27

13 Smámynd: Þórir Óskar Guðmundsson

Ómar minn, ég er nú ekki mikill stjórnmálamaður. En þú maður sem ertFormaður flokks í Íslandshreyfingunni... að þú haldir að Kárahnjúkastífla sé arfbæri þannig að það sé jólasveinaland í Stöðvarhúsabyggingunni og það megi halda Maraþon hlaup í renslisgöngunum og mála málverk á sjálfa stífluna...!!! Risa hesthús, þá meina ég það stæðsta í heimi á kersálunum á Reyðarfirði... Þetta viðtal sá ég við þig þegar þú varst að setja örkina á flot í sjónvarpinu.. Þetta er ekki það sem landinn vill sjá..Ég er hvorki framsóknar né sjálfstæðismaður. samt vill ég hafa þessa stjórn áfram

Þórir Óskar Guðmundsson, 7.4.2007 kl. 02:03

14 identicon

Þið ættuð að skammast ykkar!

Þið ættuð að skammast ykkar fyrir þennan vanþroskaða skilning á því sem kalla mætti "stóriðju-stefnu"!

Þið ættuð að skammast ykkar fyrir að vera svona ótrúlega þroskaheftir að halda að það sé bara mál norðlendinga hvort álver rísi þar eða ekki!

þið ættuð að skammast ykkar fyrir það að vera að gagnrýna Ómar Ragnarson fyrir það að svara ekki kommentum ykkar - þau eru einfaldlega ekki svaraverð!

þið ættuð að skammast ykkar fyrir að sitja heima á rassgatinu og gagnrýna allt og alla sem að þið skilgreinið sem "stóriðjustopparar" - hvað hafið þið gert í málinu, annað en að sitja á rassgatinu og kommenta á einhverja bloggsíðu?

þið ættuð að skammast ykkar fyrir að reyna að halda því fram að þeim sem er annt um landið okkar og öllu sem því fylgir séu einhverjir afturhaldsseggir sem hafa enga stefnu í pólitík!

Hvar ætlið þið að fá fólk til að vinna öll þau störf sem þessar svokölluðu "stóiðju-framkvæmdir" kalla á og munu halda áfram að kalla á ef þessi óþveri sem kennir sig við Framsóknarflokkinn heldur velli í íslenskri pólitík?

Er einhver ykkar tilbúin til að vinna í álveri - eru þið með lyftarapróf?

Eru þið tilbúnir að binda alla raforku (eða að stæstum hluta) á lámarksverði til einhverja auðhringja úti í heimi? En það eitt og sér mun gera okkur nánast ómögulegt að stuðla að vistvænni orkunýtingu einsog vetnisframleiðslu í framtíðinni vegna þess að raforkuframleiðslan er bundin á lámmarks verði við erlenda auðhringi! En það sem verra er að börnin okkar munu ekki fá neinu ráðið með það - en ég vona að þau muni ekki hugsa einsog þið!

Er það framtíðarsýn ykkar fyrir komandi kynslóðir að lífið snúist um það að transporta súáli og aka lyfturum í erlendum álverum útum allt Ísland?

Þið ættu að skammast ykkar fyrir að bera ekki meiri virðingu fyrir framtíð barnanna okkar og ég þakka Guði fyrir að eitthvað ykkar er ekki foreldrið mitt eða barna minna ..!

Gísli Hjálmar

Gísli Hjálmar (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 11:02

15 Smámynd: Árni Gunnarsson

Munið það bara elskurnar mínar að pólitíkin má ekki eyðileggja fyrir okkur góðan dag. Hún má heldur ekki gera slæman dag verri. Nú komst ég í gott skap þegar ég las hin undurfögru ljóð Steina Briem, manns sem greinilega leynir á sér og er mjög vaxandi í pólitíkinni sem er gott. Nóg er nú um hið gagnstæða.

Hann Hilmir Jóhannesson mjólkurfræðingur á Króknum, leikritaskáld, hagyrðingur og lifskúnstner af Hraunkotsætt í Aðaldal (frjálsblindur síðast þegar ég vissi enda veiðimaður og trillukall) sagði mér einu sinni frá snillingi sem Húsvíkingar áttu og var kallaður Dóri. Dóri var uppáhald allra á staðnum og hafði náð sér í "Nafn" í samfélaginu. Hann iðkaði nokkuð að rækta hagmælskuna sem eins og allir eiga að vita er aðalsmerki Húsvíkinga. Bragarhættir Dóra voru nokkuð utan við þann farveg sem Egill Jónasson, Baldur á Ófeigsstöðum og fleiri bragmeistarar þeirra Þingeyinga höfðu nýtt sér til frægðar.

Bragarhættir Dóra voru afar slakir um allar kröfur til stuðla og höfuðstafa en þrátt fyrir áttu heimamenn afar gott með að læra allt sem hann framreiddi þeim af gæsku sinni. Þessi stílbrögð fengu nafnið "Dóriska". Menn fóru að temja sér að læra þann galdur að yrkja upp á Dórisku. Þetta reyndist vandasamara en ýmsir áttu von á. Ekki veit ég hvar í fj. Steini Briem hefur lært og náð að þjálfa þessa grein rímlistarinnar. En gaman þætti mér að vita það.

En svo var það eitt sinn fyrir margt löngu að forseti Íslands heimsótti Húsavík. Það var mikið um að vera í plássinu og fólkið þyrptist prúðbúið þangað sem hátíðarnefndin tók á móti þessu tignarliði að sunnan. Dóri var þarna staddur að sjálfsögðu og þegar hann sá alla þessa fyrirmenn ganga fyrir forsetann og heilsa honum með tilheyrandi kurteisi þótti honum rétt að fara eins að. Eins og ævinlega verður við svona atvik þurftu gárungarnir að gera sér mat úr og eftirfarandi vísa komst á flug. Ekki man ég greinilega hver höfundurinn var og ekki er víst að hún sé endilega rétt með farin því hún er einungis studd minni mínu sem er nú ekki skotheld heimild.

                  Hlegið var dátt á hafnarsandi

                  og hjalað margt, eins og fólks er vandi

                  er heilsaði Dóra með handabandi

                  höfðingjasleikja frá Suðurlandi.

Í guðsbænum farið varlega í umferðinni.  

Árni Gunnarsson, 7.4.2007 kl. 11:22

16 identicon

Gísli Hjálmar! 

Ertu það einfaldur að halda að ef álver rís á Norðurlandi, mun engin geta unnið þar vegna þess að þeir hafa ekki lyftarapróf?  Orðið lausn(ir) er eitthvað sem umhverfisfasistar og sósíalistar hafa ekki í sinni orðabók.  Lausnin hlýtur auðvitað að vera sú, að framtíðarstarfsmenn álversins ná sér einfaldlega í þau próf sem þarf til að geta unnið í álveri. 

Er það ekki eðlilegt að fyrirtæki sem kaupir það mikla raforku fái góðan magnafslátt?  Er það ekki bara einfalt markaðslögmál að fá betra verð eftir því sem þú kaupir meira af vörunni?  Ertu þetta einfaldur?

Er ekki eðlilegt að almenningur vilji heyra hvað Íslandshreyfingin standi fyrir og fái Ómar til að svara spurningum á eigin bloggsíðu? 

Þú vilt kannski senda þetta sama fólk upp á Vaðlaheiði og á Hornstrandir að týna fjallagrös?  Það er nú meiri atvinnustefnan og framtíðin!

Er málefnalegt að kalla fólk þroskahefta?  Hver á að skammast sín?  

Guðmundur (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband