Röng alhæfing í fyrirsögn.

"Tjá sig um mál en kjósa ekki" er röng fyrirsögn, því að hlutföllin á milli þess sem þrír þingmenn Pírata kjósa eða sitja hjá er að meðaltali ca 45% á móti 55%. 

Í Kastljósi í kvöld kom ágætlega fram hjá þingmönnum þremur, að vegna mannfæðar geta þeir ekki tekið þátt í nefndarstörfum á þinginu nema að takmörkuðu leyti og eiga þar að auki engan kost á að fá útskrift af því sem umsagnaraðilar segja á þeim mörgu nefndarfundunum, sem þeir geta ekki setið.

Það er því miður aðeins hluti af þingstörfum, sem kemur fram í sjónvarpi frá Alþingi og fjölmiðlum, - þar vantar alveg nefndarstörfin sem eru mest gefandi og mikilvægust í starfi Alþingis.

Skammirnar, sem nú dynja á Pírötum, ættu í raun að virka öfugt við tilganginn, sem er bersýnilega að gera lítið úr þessum þremur þingmönnum og fá þjóðina til að losa sig við þá.

Úr því að laumupokaskapurinn varðandi gögn af nefndarfundum fæst ekki afnuminn, eins og Píratar vilja sjálfir, og þeir eru eini þingflokkurinn sem þess vegna getur ekki fengið sömu upplýsingar og hinir þingflokkarnir í gegnum nefndarstörfin, ætti það að vera hvatning að kjósa fleiri Pírata á þing, svo að hjásetunum fækki.

En ég er ekki viss um að gagnrýnin á þá hafi verið ætluð til þess að þeim  fjölgaði, heldur frekar að losa þjóðina við þá.

Einhvern tíma var sagt að það væri betra að veifa röngu tré en öngvu. Nú virðist sumir telja það henta helst að hampa þeirri skoðun.  


mbl.is Tjá sig um mál en kjósa ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.8.2009:

"Alþingi. 137. löggjafarþing, 59. fundur. Atkvæðagreiðsla, 136. mál. Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (Icesave-samningar). Þskj. 346, svo breytt.

Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 34 en 14 nei, 14 greiddu ekki atkvæði og einn var fjarverandi."

"Sátu hjá: Ásbjörn Óttarsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari."

Þorsteinn Briem, 7.4.2015 kl. 22:57

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.5.2001:

"Lög um Seðlabanka Íslands og heimild til að selja hlut ríkissjóðs í Landsbanka og Búnaðarbanka voru samþykkt á Alþingi í gærkvöldi."

"35 þingmenn stjórnarflokkanna greiddu atkvæði með frumvarpinu en fimm þingmenn Vinstri grænna voru á móti. Nítján greiddu ekki atkvæði.

Þrír þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu og sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, að Samfylkingin hefði lagt fram breytingartillögur við frumvarpið sem miðað hefðu að því að standa með eðlilegri hætti að sölu á ríkisbönkunum miðað við markaðsaðstæður, m.a. í því skyni að þjóðin fái hámarksverð fyrir eign sína og koma í veg fyrir einokun og markaðsráðandi stöðu í bankakerfinu og tryggja starfsöryggi starfsmanna.

Þessar tillögur hefðu allar verið felldar
og því treystu þingmenn Samfylkingarinnar sér ekki til að styðja málið í óbreyttum búningi og sitji því hjá við lokaafgreiðslu málsins."

Samþykkt að selja hlut ríkissjóðs í Landsbanka og Búnaðarbanka

Þorsteinn Briem, 7.4.2015 kl. 22:59

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."

Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."

Og daginn eftir á Stöð 2:

"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."

Þorsteinn Briem, 7.4.2015 kl. 23:02

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Við lista um hjásetur sem ég birti hér um daginn má bæta við stærsta pólitíska hlutleysinu, sem var stundað árin 1927-31 þegar Alþýðuflokkurinn veitti eins flokks ríkisstjórn Framsóknarflokksins hlutleysi á þingi. 

Ómar Ragnarsson, 7.4.2015 kl. 23:02

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakönnun Gallup 1.4.2015 (síðastliðinn miðvikudag):

Straumurinn til Pírata eftir 12. mars

Þorsteinn Briem, 7.4.2015 kl. 23:04

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - Skoðanakönnun Gallup 1.4.2015:

Píratar 22%,

Samfylking 16%,

Björt framtíð 11%,

Vinstri grænir 10%.

Samtals 59% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 36% og þar af Framsóknarflokkur 11%.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 7.4.2015 kl. 23:07

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:

1.
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já sögðu 67,5%.


2.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

Já sögðu 82,9%.


3.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

Já sögðu 57,1%.


4.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

Já sögðu 78,4%.


5.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

Já sögðu 66,5%.


6.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Já sögðu 73,3%.

Þorsteinn Briem, 7.4.2015 kl. 23:08

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er enn í fullu gildi.

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þorsteinn Briem, 7.4.2015 kl. 23:09

11 identicon

Haltu kjafti Steini Briem.  Þú ert ömurlegur.  Notaðu þitt eigið blog.

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 8.4.2015 kl. 00:37

12 identicon

Steini Briem.  Af hverju ert þú að eyðleggja blog Ómars?  Notaðu þitt eigið fyrir þínar athugasemdir.

Kv/JJ.

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 8.4.2015 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband