Á 75 ára afmæli innrásarinnar í Danmörku og Noreg.

Í upphafi Seinni heimsstyrjaldarinnar fór fram nokkur umræða á Norðurlöndum um hugsanlegt samstarf og bandalag þeirra vegna þeirrar hættu að styrjöldin breiddust út þangað. 

Ekki varð úr því að hernaðarsamstarf yrði aukið eða myndað náið bandalag með gagnkvæmum loforðum um að árás á eitt ríkið teldist árás á þau öll. 

Vonað var að hlutleysi hvers og eins gæti forðað þeim frá átökum eins og tekist hafði í Fyrri heimsstyrjöldinni. 

Þetta reyndist borin von. 

Frá járnnámunum í Kiruna og Gellivara fengu Þjóðverjar nauðsynlegt efni í vígtól sín og þetta freistaði Breta til þess að gera tvær áætlanir um herför inn í Norður-Noreg og Norður-Svíþjóð. 

Sú fyrri var um að hernema bæði járnnámurnar og flutningaleiðina frá þeim til austurs og vestur og láta Norðmenn og Svía standa frammi fyrir gerðum hlut.

En í framhaldi af þessu og með tillit til óvissu um viðbrögð landanna, var gerð áætlunin Vilfred um að stöðva flutningana í gegnum Narvik með því að loka sjóleiðinni þaðan með tundurduflabelti.

Þjóðverjar höfðu pata af þessu á ákváðu að vera fyrri til, því að þeir óttuðust að geta hreinlega tapað stríðinu ef tekið væri fyrir þessa járnflutninga á veturna, þegar siglingaleiðinu um Kirjálabotn var lokaður vegna íss.

Fyrir tilviljun byrjuðu Bretar á sinni áætlun 8. apríl 1940 en Þjóðverjar hertóku Danmörk og Noreg morguninn eftir og þess var minnst í gær.

Bretar höfðu ekki reiknað með að Þjóðverjar gætu þetta vegna yfirburða breska flotans, en áttuðu sig ekki á því að yfirráð í lofti frá fyrsta degi með tilstyrk notkunar 1000 flugvéla myndi vega þetta upp.

Af þessum sökum hét umræðan í breska þinginu mánuði síðar "The Norway debate" þótt hún snerist upp í árás á stefnu Chamberlains almennt.

Þjóðverjar voru með grimmdarlegt hernám og svívirðilegt á marga lund, en vafasamt er á hinn bóginn að ásaka þá fyrir það að hafa talið sig tilknúna til þess að verða á undan Bretum.

Nú, eins og ævinlega, er mikilvægt að Norðurlandaþjóðirnar meti stöðu sína sem best og að fram fari góð umræða á skoðun á hernaðar- og stjórnmálastöðunni í norðanverðri Evrópu.   


mbl.is Mótmæla hernaðarsamstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland og Danmörk eru stofnfélagar í NATO og Landhelgisgæslan og danski sjóherinn eru í miklu samstarfi hér á Norður-Atlantshafi.

"Landhelgisgæslan og danski flotinn hafa um árabil átt í góðu samstarfi, einkum á sviði eftirlits- og öryggismála.

Í janúar 2007 var undirritaður samningur um nánara samstarf milli Landhelgisgæslunnar og danska flotans er varðar leit, eftirlit og björgun á Norður- Atlantshafi og hefur samkomulagið styrkt samband þjóðanna á þessum sviðum."

Landhelgisgæsla Íslands


"Stofnfélagar NATO (1949):

    Ríki sem fengu inngöngu síðar:

      Þýskaland gekk í sambandið sem Vestur-Þýskaland og landsvæðið sem áður var Austur-Þýskaland varð hluti af NATO með sameiningu þýsku ríkjanna árið 1990."

      Þorsteinn Briem, 11.4.2015 kl. 20:15

      2 Smámynd: Þorsteinn Briem

      "Ísland og Noregur undirrituðu í apríl 2007 tvíhliða rammasamkomulag um samstarf á sviði öryggismála, varnarmála, viðbúnaðar og leitar og björgunar.

      Þann sama dag undirrituðu Ísland og Danmörk yfirlýsingu um samstarf ríkjanna um öryggis- og varnarmál og almannavarnir. Í samkomulaginu og yfirlýsingunni er vísað til aðildar Íslands, Noregs og Danmerkur að NATO og þeirra skuldbindinga sem af því leiða.

      Tilgangur samkomulagsins og yfirlýsingarinnar er að staðfesta sameiginlega hagsmuni og framtíðarsýn ríkjanna varðandi öryggismál á Norður-Atlantshafi. Unnið er að útfærslu einstakra verkefna. Ísland gengur til þessa samstarfs með það að markmiði að leggja sitt af mörkum til sameiginlegs öryggis, eins og aðrar þjóðir."

        Utanríkisráðuneytið - Varnar- og öryggismál

        Þorsteinn Briem, 11.4.2015 kl. 20:19

        3 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Herskip NATO koma reglulega til Íslands.

        "Fastafloti Atlantshafsbandalagsins, Standing Naval Force Atlantic, kemur í kurteisisheimsókn til Reykjavíkur 24.-27. apríl næstkomandi.

        Í flotanum eru átta herskip frá sjö aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins, Bretlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Hollandi, Noregi og Spáni.

        Íslandsheimsókn fastaflotans er liður í reglubundnum heimsóknum hans til aðildarríkja bandalagsins."

        Þorsteinn Briem, 11.4.2015 kl. 20:26

        4 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "Þó að Svíþjóð hafi opinberlega verið hlutlaus á dögum kalda stríðsins sýna sagnfræðilegar rannsóknir á vegum sænskra stjórnvalda á tíunda áratug síðustu aldar að Svíþjóð átti náin tengsl við mörg bandalagsríki NATO í kalda stríðinu.

        Sænskir embættismenn töldu sig hafa fullvissu fyrir því, næstum frá því á upphafsdögum NATO, að ef ráðist yrði á landið hefðu þeir haldbærar öryggistryggingar frá sumum bandalagsríkjunum.

        Í þeim skilningi má því segja að Svíþjóð hafi alls ekki verið hlutlaust ríki. Og það hefur lengi unnið í kyrrþey með bandalagsríkjum NATO að ýmsum sameiginlegum öryggismálum."

        Saga NATO

        Þorsteinn Briem, 11.4.2015 kl. 20:31

        5 Smámynd: Þorsteinn Briem

        11.5.1994:

        "Svíþjóð og Finnland hafa nú undirritað samning um aðild að Friðarsamstarfi NATO. Þar með eru aðildarlöndin að samstarfinu orðin sautján.

        Þó erlendis sé aðild Svía túlkuð sem endalok hlutleysisstefnunnar er ekki á slíkt minnst heima fyrir. Við undirritunina sagði Margaretha af Ugglas, utanríkisráðherra Svía, að hugmynd um friðarsveitir gerði friðarsamstarfið sérlega eftirsóknarvert fyrir Svía."

        11.5.1994: Finnland og Svíþjóð undirrita samning við NATO um friðarsamstarf


        9.6.2009: Finland and NATO sign agreement on defence technology

        Þorsteinn Briem, 11.4.2015 kl. 20:34

        6 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "The CFSP [Common Foreign and Security Policy of the European Union] sees the NATO responsible for the territorial defence of Europe and "peace-making" while since 1999 the European Union is responsible for implementation missions, such as peace-keeping and policing of treaties etc."

        Common Foreign and Security Policy of the European Union

        Þorsteinn Briem, 11.4.2015 kl. 20:41

        Bæta við athugasemd

        Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband