Það þarf að vita meira um stefnu hennar.

Hillary Clinton vakti athygli sem "first lady" í forsetatíð Bill Clintons ekki ósvipað því sem var hjá Elanor Roosevelt á valdatímum eiginmanns hennar. 

Ofmælt kann þó að vera að Bill hafi átt henni allt að þakka varðandi það hve vel honum fórst embættið út hendi, svo miklir sem augljósir hæfileikar hans eru og voru. 

Margir bundu vonir við nýjar áherslur og afrek þegar Obama tók við 2008, en flestir hafa orðið fyrir vonbrigðum þótt hann hafi aðeins sótt í sig veðrið að undanförnu. 

Það er svolítið erfitt að átta sig á því hvernig Hillary muni rækja embættið. 

Hún stóð sig vel í embætti utanríkisráðherra en virtist dálítið rög í málum, sem þurftu nýja meðferð, svo sem deilurnar í Miðausturlöndum, þar sem hún virtist afar höll undir Ísraelsmenn. 

Þetta kann, eins og svo oft hjá bandarískum stjórnmálamönnum, stafa af því hve völd bandarískra Gyðinga eru mikil, svo sem í mikilvægum ríkjum á borð við New York, og að það geti kostað frambjóðanda of mikið að hafa ekki stuðning þeirra. 

En nú er að sjá hvað hún hefur fram að færa og vissulega væri það frábært, ef valdamesti stjórnmálamaður heims yrði öflug kona, sem gæti orðið að máttarstólpa vestanhafs á svipaðan hátt Angela Merkel er austanhafs. 


mbl.is Ég vil vera málsvari ykkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er allt að byrja en mér þætti ekki ólíklegt að hún verði í framboði fyrir demokrata. Svo er spurningin hvað republíkani taki slaginn við hana. Enn sem komið er sér maður í þeirra röðum innantóma teboðara og hillbilla.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.4.2015 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband